Fréttablaðið - 26.09.2012, Síða 10
26. september 2012 MIÐVIKUDAGUR10
UMDEILDIR
PISTLAR
FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP
- oft á dag
HAGTÖLUR Í ársbyrjun voru
25.442 innflytjendur á Íslandi
eða 8,0% mannfjöldans, segir í
frétt Hagstofu Íslands. Það er
fækkun frá árinu 2011, þegar
innflytjendur voru 8,1% lands-
manna og 25.693 alls. Nokkuð
hefur fjölgað í annarri kynslóð
innflytjenda á milli áranna 2011
og 2012 eða úr 2.582 í 2.876.
Samanlagt var fyrsta og önnur
kynslóð innflytjenda 8,9% af
mannfjöldanum 1. janúar 2012,
sem er það sama og hún var
2011.
Innflytjandi telst einstakling-
ur sem er fæddur erlendis og af
foreldrum sem eru líka fæddir
erlendis. Önnur kynslóð inn-
flytjenda eru einstaklingar sem
eru fæddir á Íslandi af foreldr-
um sem eru báðir innflytjendur.
- shá
Fjölgar í annarri kynslóð:
Innflytjendur
25.442 talsins
KÍNA, AP Kínverska flugmóðurskipið
Liaoning hefur verið tekið formlega
í notkun, fjórtán árum eftir að það
var dregið frá Rússlandi til Kína.
Rússar seldu skipið kínversku
einka fyrir tæki með tengsl við kín-
verska herinn (PLA), sem sagð-
ist ætla að nota það sem fljótandi
spilavíti. Skipið var áður í eigu
Sovétríkjanna og er enn eitt hið
stærsta í heimi. Kínverjar segja
skipið styrkja hernaðarmátt ríkisins
verulega, en langt er þó þangað til
það verður komið í fulla notkun því
Kínverjar hafa ekki tiltækar herþot-
ur sem hægt er að nota með skip-
inu. Skipið tengist ekki beint deilum
Kínverja við Japani um eignarhald
á nokkrum eyjum.
Tímasetningin nú er þó óneitan-
lega til þess fallin að magna enn upp
deilurnar, sem hafa verið harðar
undanfarnar vikur eftir að japanska
stjórnin ákvað að þjóðnýta og kaupa
þrjár af eyjunum fimm af japönsk-
um einkaaðilum, sem hugðust fara
þar í stórfellda uppbyggingu.
Kínverjar hafa ekki látið uppi
hvaða hlutverki skipið eigi að gegna,
en talið er að Kínverjar ætli að
smíða sér sjálfir allt að fimm flug-
móðurskip til viðbótar. - gb
Kínverjar taka í notkun fyrsta flugmóðurskip sitt, keypt frá Rússlandi:
Kínverjar styrkja herafla sinn
FLUGMÓÐURSKIPIÐ LIAONING Kínverjar
þurfa enn nokkur ár til að koma sér upp
flugvélum og þjálfa mannskap.
NORDICPHOTOS/AFP
Sunnudaginn 30. september nk. verður haldin opin
Íslandsmeistarakeppni í Ökuleikni.
Keppnin verður haldin á svæði Ökuskóla 3 við Borgartún í Reykjavík og hefst
kl. 13:00 en keppendur mæta 12:30. Skráning og nánari upplýsingar eru á
www.brautin.is og í síma 588 9070.
Brautin – bindindisfélag ökumanna
Íslandsmeistara-
keppni í Ökuleikni
VITA er lífið
VITA | Suðurlandsbraut 2 | Sími 570 4444 | VITA.is
Láttu
drauminn
rætast!
10. – 25. nóvember
Glæsileg sigling með 5 stjörnu lúxus-
skemmtiferðaskipi á framandi slóðir.
Tveir klefar lausir vegna forfalla.
Verð frá
519.900 kr.*
og 15.000 Vildarpunktar
Innifalið: Flug með Icelandair og Emirates til
Dubai, 12 nátta sigling með fullu fæði og allri
afþreyingu um borð, gisting með morgunverði
í eina nótt í Dubai og eina nótt í Singapore.
*Verð án Vildarpunkta 529.900 kr.
Skemmtisigling:
Dubai – Indland – Malasía og Singapore með Celebrity Solstice
Fararstjóri:
Sigmundur M.
Andrésson
Viltu vita meira um trú
kaþólsku kirkjunnar?
Hefur þú áhuga á að
gerast kaþólskur?
Komdu þá á kynningarfund,
sem verður haldinn næsta
föstudag, 28. september 2012
kl. 20.00, í safnaðarheimili
Kaþólsku kirkjunnar að
Hávallagötu 16, Reykjavík
UTANRÍKISMÁL „Það markverðasta
úr samþykkt ráðherraráðsins er sú
staðreynd að fram kemur ágrein-
ingur innan þess. Tvær þjóðir á
meðal þeirra stærstu í sjávarút-
vegi, Danir og Þjóðverjar, treystu
sér ekki til að styðja tillöguna og
sátu hjá,“ segir Össur Skarphéð-
insson utanríkisráðherra um stað-
festingu ráðherraráðs ESB á refsi-
reglum gegn ríkjum sem stunda
veiðar úr stofnum sem ekki hefur
verið samið um.
Össur segir að Danir hafi skil-
að bókun þar sem þeir áskilja
sér rétt til þess að vísa aðgerð-
um sem kunna að beinast að Fær-
eyjum til Evrópudómstólsins.
„Það þykir mér vasklega gert af
þeim og það sem verður niður-
staðan með Færeyjar hlýtur líka
að gilda um Ísland. Sömuleiðis
er það athyglisvert að Svíar telja
sig nauðbeygða til að leggja fram
ályktun þar sem undirstrikað er að
allar aðgerðir sem gripið verði til
skuli vera í samræmi við alþjóð-
legar skuldbindingar Evrópusam-
bandsins,“ segir Össur sem segir
ekkert annað koma á óvart enda
um framhald á samþykkt Evr-
ópuþingsins að ræða. Hann segir
það þó ánægjulegt að tekist hafi
frá hendi íslenskra stjórnvalda
að „nudda út öllum hugmyndum
úr makrílhéruðum að banna inn-
flutning frá löndum sem refsa ætti
á nánast öllu sem einhvern tímann
hefur synt í sjó“.
Eftir að ráðherraráðið stað-
festi nýjar reglur um refsiað-
gerðir fagnaði Maria Damanaki,
sjávarútvegsstjóri ESB, og sagði
þær styrkja stöðu ESB gagnvart
Íslandi og Færeyjum í makríldeil-
unni.
Össuri hugnast ekki málflutn-
ingur Damanaki. „Mér þótti sjálf-
um ekki gleðilegt að sjá Dam-
anaki tala eins og blaðafulltrúa
fyrir vini okkar og frændur Norð-
menn og lýsa því yfir að þeir væru
með þeim í þessu stríði. Ég tel það
algjörlega óhugsandi að Norðmenn
taki þátt í einhverju sem ekki er í
fullu samræmi við EES-samning-
inn.“
Spurður hversu nálægt Ísland
sé að ná samningum við ESB og
Noreg um veiðarnar segist Össur
telja „að töluvert langt sé á milli
okkar og Norðmanna en miklu
skemmra milli Íslands og ESB.
Við erum fullir samningsvilja,
Íslendingar, en við látum ekki
kúga okkur.“
Sigurgeir Þorgeirsson, aðal-
samningamaður Íslands í makríl-
deilunni, segir reglurnar sem sam-
þykktar voru í gær almenns eðlis
og nú eigi framkvæmdastjórn
ESB eftir að ákveða hvort og með
hvaða hætti þeim verður beitt
gegn Íslandi. „Við teljum að þær
einu heimildir sem þeir geta beitt
án þess að brjóta í bága við alþjóð-
legar skuldbindingar sínar, þar á
meðal viðskiptareglur Alþjóðavið-
skiptastofnunarinnar, sé að beita
löndunarbanni á makrílveiðiskip.“
Löndunarbann á makrílveiðiskip
er þegar í gildi í höfnum aðildar-
ríkja ESB, en það bann hefur lítil
sem engin áhrif fyrir íslenskan
sjávarútveg, þar sem ekkert er
flutt út af makríl til Evrópusam-
bandsins hvort eð er. - shá, gb
Það
sem
verður niður-
staðan með
Færeyjar
hlýtur líka
að gilda um
Ísland.
ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON
UTANRÍKISRÁÐHERRA
Danir segjast
vísa aðgerð-
um fyrir dóm
Danir áskilja sér rétt til að vísa aðgerðum gegn Fær-
eyjum vegna makrílveiða fyrir Evrópudómstólinn.
Ágreiningur er innan ráðsins um refsireglurnar.
Ráðherra gagnrýnir málflutning Mariu Damanaki.