Fréttablaðið - 26.09.2012, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 26.09.2012, Blaðsíða 15
www.visir.is Sími: 512 5000 | Miðvikudagur 26. september 2012 | 16. tölublað | 8. árgangur Logos hefur hagnast um 2,2 milljarða á þremur árum Logos slf. hagnaðist um 736 milljónir króna á síð- asta ári. Vegna þeirrar frammistöðu lagði stjórn félagsins til að 680 milljóna króna arður yrði greidd- ur út til eigenda á árinu 2012. Meðaltalsarðgreiðsla á hvern eiganda er 40 milljónir króna, en tveir þeirra 17 sem eiga stofuna eiga ekki fullan hlut. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Logos. Hagnaðurinn er í takt við hagnað Logos á undan- förnum árum, en stofan græddi samtals tæpa 1,5 milljarða króna á árunum 2009 og 2010. Samanlagð- ur hagnaður hennar frá bankahruni er því um 2,2 milljarðar króna. Þorri hagnaðar stofunnar á því tímabili hefur verið greiddur í arð til eigenda henn- ar. Á meðal þeirra eru Gunnar Sturluson, Erlend- ur Gíslason og Óttar Pálsson. Alls nam velta Logos 2,6 milljörðum króna í fyrra, sem er 268 milljónum króna meira en stofan velti árið áður. Þá störfuðu 83 starfsmenn að meðaltali í 74 heilsársstöðugildum hjá Logos í fyrra. Greiðslur vegna launa- og launa- tengdra gjalda námu 968,6 milljónum króna. - þsj Helmingur ráðgjafakostnaðar til slitastjórnar og skilanefndar Tæpur helmingur allra greiðslna þrotabús Glitnis til lögfræðinga og annarra ráðgjafa í fyrra, um hálfur milljarður króna, rann til félaga í eigu slitastjórnar- og skilanefndarmanna. Þetta kemur fram í gögnum um launakostnað þrotabús Glitnis. Samkvæmt þeim fékk skilanefnd og slitastjórn samtals 364,8 milljónir króna greiddar á árinu 2011 þegar virðisaukaskattur er meðtalinn. Í slitastjórn Glitnis sátu tveir á því ári, þau Steinunn Guðbjarts- dóttir og Páll Eiríksson. Samtals fengu þau 229,4 milljónir króna. Skilanefndin, þau Árni Tómasson, Heimir Haraldsson og Þórdís Bjarnadóttir, fengu samtals 135,4 milljónir króna. Þessu til viðbótar fengu fulltrúar á stofum slitastjórnarmanna greidd- ar 132,8 milljónir króna. Í nýjasta fjárhagsuppgjöri Glitnis kemur fram að þrotabúið hafi greitt alls 1.115 milljónir króna í fyrra í aðkeypta lögfræðiþjónustu og aðra ráðgjöf. Þar af fóru 497,6 milljónir króna til félaga í eigu slita stjórnar- og skilanefndarmanna, eða 44,6 pró- sent af greiðslunum. - þsj Vistvænn kostur! Sjónmælingar í Optical Studio Tímapantanir í síma: Optical Studio í Smáralind, 5288500 Optical Studio í Keflavík, 4213811 Optical Studio í Leifsstöð, 4250500 OYSTER PERPETUAL ROLEX DEEPSEA ➜ Seðlabankinn telur krónu með bættri umgjörð og evru raunhæfustu valkosti Íslands í gjaldmiðilsmálum. ➜ Evrunni fylgir margvíslegur ábati en einnig nýjar hættur. ➜ Markaðurinn fjallar um hagfræðilegu rökin með og á móti upptöku evru. STÓRU SPURNINGUNNI ÓSVARAÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.