Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.09.2012, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 26.09.2012, Qupperneq 16
 | 2 26. september 2012 | miðvikudagur Fróðleiksmolinn Dagatal viðskiptalífsins Allar markaðsupplýsingar eru aðgengilegar á dagatal viðskiptalífsins Miðvikudagur 26. september ➜ Fjöldi útgefinna vegabréfa ➜ Ýmis lánafyrirtæki | hagtölur SÍ Fimmtudagur 27. september ➜ Vísitala neysluverðs í september 2012 ➜ Meðalrekstrarkostnaður á nemanda í grunnskólum 2012 Föstudagur 28. september ➜ Nýskráningar og gjaldþrot í ágúst 2012 ➜ Vöruskipti við útlönd í janúar – ágúst 2012 ➜ Vísitala framleiðsluverðs í ágúst 2012 ➜ Verðbréfaviðskipti | hagtölur SÍ ➜ Staða markaðsverðbréfa | hag- tölur SÍ ➜ Réttur til að vita | ráðstefna á vegum Ský Miðvikudagur 3. október ➜ Fasteignamarkaðurinn í mánuðinum eftir landshlutum ➜ Vaxtaákvörðunardagur Seðlabanka Íslands ➜ Vöruskipti við útlönd Fimmtudagur 4. október ➜ Gistinætur og gestakomur á hótelum í ágúst 2012 ➜ Lífeyrissjóðir | hagtölur SÍ ➜ Gjaldeyrismarkaður | hagtölur SÍ ➜ Krónumarkaður | hagtölur SÍ ➜ Raungengi | hagtölur SÍ Föstudagur 5. október ➜ Efnahagur Seðlabankans | hag- tölur SÍ ➜ Útboð ríkisbréfa Mánudagur 8. október ➜ Útskrifaðir nemendur úr framhalds- og háskólum 2010-2011 ➜ Erlend staða Seðlabankans | hagtölur SÍ Varnarmál og aftur varnarmál Eftirfarandi myndir sýna orkunotkun stofnana bandaríska ríkisins á árunum 1975-2010. Eins og sjá má er orkunotkun vegna varnarmála að jafnaði um 80% af allri orkuneyslu þarlendra ríkisstofnana. Póstþjónusta Bandaríkjanna eyðir næstmestri orku í þessum samanburði, en þó er orkunotkun hennar þó lítil samanborið við orkunotkun hersins. Einnig má sjá að bandaríska geimferðarstofnunin, NASA, ber einungis ábyrgð á tæpu prósenti af heildarorkunotkun bandarískra alríkisstofnana. Taka skal fram að þessar tölur ná einungis til bandaríska alríkisins. Þær taka því ekki mið af orkunotkun einkaaðila eða orkunotkun annarra opinberra aðila svo sem fylkja, sveitarfélaga eða borga. ● Landbúnaðarmál ● Varnarmál ● Orkumál ● Stoðþjónusta ● Heilbrigðismál ● Innanríkismál ● Dómsmál ● Geimferðast. Bandar. ● Póstþjónusta ● Samgöngumál ● Málefni fyrrum hermanna ● Annað 1600 1200 800 400 0 1975 1980 1985 1990 1995 2000 2005 2010 Orkunotkun bandarískra alríkisstofnana 80,31% Orkunotkun bandarískra alríkisstofnana árið 2010 % 1 2 3 4 5 Orkunotkun vegna annarra málaflokka en varnarmála árið 2010 Póstþjónusta Annað Orkumál Málefni fyrrum hermanna Stoðþjónusta Dómsmál Heilbrigðismál Geimferðastofnun Bandaríkjanna Innanríkismál Landbúnaðarmál Samgöngumál FJÖLMIÐLAR Þórður Snær Júlíusson | thordur@frettabladid.is DV ehf., sem er útgáfufélag DV, skuldaði um 50 milljónir króna í staðgreiðslu skatta og 26 milljón- ir króna í ógreitt tryggingagjald í júlí síðastliðnum. Samtals nam skuld útgáfufélagsins vegna opin- berra gjalda því um 76 milljónum króna. Í árslok 2010 skuldaði DV ehf. um 34 milljónir króna í sömu gjöld. Sú upphæð hefur því rúm- lega tvöfaldast síðan þá. Þetta kemur fram í gögnum sem Mark- aðurinn hefur undir höndum. DV ehf. hefur ekki skilað inn ársreikningi fyrir árið 2011 en samkvæmt yfirlýsingu frá endur- skoðanda félagsins nam uppsafn- að tap þess um síðustu áramót um 90 milljónum króna. DV ehf. var stofnað í byrjun árs 2010 og tók við rekstri DV í apríl sama ár. Heildarhlutafé félags- ins í upphafi var 63,6 milljónir króna. Samkvæmt ársreikningi DV ehf. fyrir árið 2010, sem er síð- asti birti ársreikningur félagsins, tapaði það 53,3 milljónum króna á fyrstu níu starfsmánuðum sínum, eða sem nemur 84 prósentum af upphaflegu hlutafé sínu. Síðan þá hefur hlutafé í DV ehf. verið aukið nokkrum sinnum. Á síðasta aðalfundi félagsins, sem haldinn var 18. maí síðast- liðinn, var hlutaféð hækkað úr 81,1 milljón króna í 107,3 milljón- ir króna. Hlutafjáraukningin var öll greidd með peningum. Á sama fundi var síðan lögð fram ný til- laga um niðurfærslu á „hlutafé félagsins um 25% til jöfnunar á móti tapi. Niðurfærslan skal miðast við stöðu hlutafjár þann 31.12.2011 og er fjárhæðin sem um ræðir 26.820.681,-“. Eftir þá niðurfærslu er hlutafé DV ehf. því 80,5 milljónir króna. Tilkynningunni til fyrirtækja- skráar fylgdi einnig yfirlýsing endurskoðanda. Í henni segir að „samkvæmt ársreikningi félags- ins fyrir árið 2011 nemur uppsafn- að tap 90.099.418,-“. Af þessu er ljóst að DV ehf. tapaði samtals 90,1 milljón króna á fyrstu tveim- ur starfsárum sínum. Í síðasta birta ársreikningi DV, fyrir árið 2010, kom fram að fé- lagið skuldaði 23,9 milljónir króna í ógreidda staðgreiðslu skatta. Auk þess skuldaði það 10,3 millj- ónir króna í ógreitt trygginga- gjald og um sex milljónir króna í áfallna vexti. Í gögnum sem Markaðurinn hefur undir höndum, og sýna yfirlit yfir opinberar greiðslur DV ehf., kemur fram að félagið skuldi 25,8 milljónir króna í trygginga- gjald í júlí síðastliðnum. Til við- bótar skuldar það 50,4 milljónir króna í staðgreiðslu launa. Því skuldaði DV ehf. samtals 76,2 milljónir króna í vörsluskatta í júlí síðastliðnum. Það er einkenni vörsluskatta að refsivert er að gera ekki skil á þeim til ríkissjóðs. Stöð 2 greindi frá því fyrr í septembermánuði að embætti tollstjóra hafi hins vegar gert samkomulag við hundruð fyrir- tækja sem skulda opinber gjöld. Embættinu er heimilt að stöðva atvinnurekstur þegar slík gjöld eða skattar eru í vanskilum en því úrræði hefur ekki verið beitt á nein fyrirtæki frá árinu 2009 vegna tilmæla frá fjármálaráðu- neytinu um að beita ekki lokun- araðgerðum. Í kjölfar fréttar Stöðvar 2 fór Guðlaugur Þór Þórðarson alþing- ismaður fram á sérstakan fund í efnahags- og viðskiptanefnd Al- þingis til að fá frekari skýringar á þeim úrræðum sem tollstjóra- embættið hefur boðið fyrirtækj- um sem skulda skatta. Vörsluskattaskuld DV hefur tvöfaldast DV ehf. skuldaði 76 milljónir króna í opinber gjöld í júlí. Félagið samdi við tollstjóra um greiðslur á skuldinni. Uppsafnað tap á fyrstu tveimur árum reksturs félagsins nam um 90 milljónum. STJÓRNENDUR Reynir Traustason er ritstjóri DV og sonur hans, Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri félagsins. Þeir eru einnig báðir á meðal eigenda blaðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA ER ÞITT FYRIRTÆKI MEÐ SAMNING? SAGA CLASS Úrvalsþægindi, gott rými og fyrsta flokks þjónusta. Fyrirtæki sem eru með samning við Icelandair njóta þess í hagkvæmari rekstri, betri tímanýtingu og ánægðara starfsfólki. Hlunnindi sem fyrirtækjasamningur veitir: Sérstakur ferðaráðgjafi hefur umsjón með hverju fyrirtæki. Neyðarnúmer sem er opið allan sólarhringinn – alla daga ársins. Afsláttur sem býðst af fargjöldum til áfangastaða Icelandair. Nákvæmt viðskiptayfirlit á vefnum. + Allar nánari upplýsingar á www.icelandair.is/fyrirtaeki eða sendið fyrirspurnir á fyrirtaeki@icelandair.is ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 5 39 19 0 4 /2 01 1 „Við erum með samkomulag við tollstjóra um að greiða þetta upp og við munum gera það sem þarf til þess að klára þetta,“ segir Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri DV ehf. Hann segist hafa tekið við sem framkvæmdastjóri fyrir tveimur vikum og hafi verið að vinna í stöðunni síðan þá. Þegar hafi töluvert verið borgað af skuldinni. „En ég býst ekki við að þetta klárist fyrir áramót.“ Spurður hvort það hversu mikið skuldin hefur vaxið bendi ekki til þess að félagið sé illa rekstrarhæft til langs tíma svarar Jón Trausti: „Það hefur verið gripið til niðurskurðaraðgerða sem eru að skila sér í mun betri horfum núna og við munum gera það sem gera þarf.“ - sh ERUM MEÐ SAMKOMULAG VIÐ TOLLSTJÓRA JÓN TRAUSTI REYNISSON

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.