Fréttablaðið - 26.09.2012, Page 18

Fréttablaðið - 26.09.2012, Page 18
 | 4 26. september 2012 | miðvikudagur Lögfræðistofan BBA Legal hagn- aðist um 259 milljónir króna á síð- asta ári. Það er um sjö milljón- um króna meira en hún gerði á árinu 2010. Þetta kemur fram í ný- birtum ársreikningi BBA Legal. Samtals hefur stofan grætt 793 milljónir króna á síðustu þrem- ur árum en BBA Legal sérhæf- ir sig í ráðgjöf tengdri samrun- um og yfirtökum, fjármálamörk- uðum, bankarétti, fjármögnun fyrirtækja, gjaldþrotarétti og al- mennri fyrirtækja- og fjármála- ráðgjöf. Stofan hefur unnið mikið fyrir erlenda fjárfesta og kröfu- hafa sem eiga hagsmuna að gæta á Íslandi. BBA Legal greiddi eigendum sínum 217,4 milljónir króna í arð á árinu 2011 vegna frammistöðu ársins á undan. Ekki er tilgreint í ársreikningi hvað hún hyggst greiða þeim vegna ársins 2011. Hluthafar BBA Legal eru sex tals- ins. Þar af eiga Ásgeir Á. Ragn- arsson, Baldvin Björn Haraldsson og Einar Baldvin Árnason 64,27 prósenta eignarhlut. Aðrir eigend- ur eru Katrín Helga Hallgríms- dóttir, Bjarki Diego og Atli Björn Þorbjörnsson. - þsj BBA Legal vinnur fyrir kröfuhafa og erlenda fjárfesta: BBA Legal hagnaðist um 259 milljónir króna Framtakssjóður Íslands (FSÍ) hagnaðist um 1,5 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2012. Sjóðurinn metur virði eigna sinna á 47,1 milljarð króna og eigið fé hans í lok júní síðastlið- ins nam 32,3 milljörðum króna. Virði eigna FSÍ var því metið um 15 milljörðum króna meira en þær eignir voru keyptar á. Allur rekstrarhagnaður FSÍ stafar af hækkun á markaðsvirði 19 pró- senta eignarhlutar hans í Ice- landair sem hefur hækkað mikið í verði það sem af er ári. Þetta kemur fram í útdrætti úr uppgjöri FSÍ sem Markaðurinn hefur undir höndum. Stærsti einstaki eigandi FSÍ er Landsbankinn með 27,6 prósenta hlut. Aðrir eigendur hans eru 16 lífeyrissjóðir og VÍS. Sjóðurinn hagnaðist um 2,3 millj- arða króna á árinu 2011 og var þorri þess hagnaðar vegna sölu á tíu prósenta hlut í Icelandair í nóvember á því ári á 2,7 milljarða króna. Hluturinn hafði þá ávaxt- ast um 120 prósent frá því hann var keyptur. Hópurinn sem keypti hlutinn var að mestu sömu lífeyr- issjóðirnir og eiga í FSÍ. Eftir söl- una átti FSÍ áfram 19 prósenta hlut í Icelandair. Brynjólfur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri FSÍ, segir afkom- una aðallega vera vegna hækk- andi gengis hlutabréfa í því fé- lagi. Gengi Icelandair var um fimm krónur á hlut um síðustu áramót en 6,61 króna á hlut í lok uppgjörstímabilsins. Gengi bréf- anna í dag er um sjö krónur á hlut. Því er ljóst að eignarhlutur FSÍ í flugfélaginu hefur þegar skilað sjóðnum enn meiri virðisaukn- ingu. Eignir FSÍ eru nú metnar á 47 milljarða króna. Brynjólfur segir það 15 milljörðum krónum meira en kaupverð þeirra. Hann hefur einnig mikla trú á öðrum eignum sjóðsins. „Framtakssjóðurinn á nú 45 prósent í N1 og við bindum miklar vonir við að sú fjárfesting reynist hagkvæm fyrir sjóðinn. Unnið er að krafti að skráningu Vodafone á hlutabréfamarkað, en það verður fyrsta skráning félags í eigu sjóðsins í kauphöll.“ Eignir FSÍ hækkuðu um fimmtán milljarða Framtakssjóðurinn hagnaðist um 1,5 milljarða króna á fyrri hluta ársins 2012. Hagnaðurinn aðallega tilkominn vegna hækkandi hlutabréfaverðs í Icelandair. Vodafone fer bráðlega á markað. FJÁRFESTINGAR Þórður Snær Júlíusson | thordur@frettabladid.is Félag Eignarhlutur % Icelandic Group 100 Vodafone 79 Advania 75 Promens 50 N1 45 Icelandair Group 19 Eignir Framtakssjóðs Íslands FRAMKVÆMDASTJÓRI Brynjólfur Bjarnason var ráðinn framkvæmdastjóri FSÍ í mars síðastliðnum. Hann tók þá við starfinu af Finnboga Jónssyni. Brynjólfur var áður forstjóri Símans og síðar Skipta á árunum 2002-2010. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓBERT Rúmlega 90 prósent þeirrar aukn- ingar í erlendri fjárfestingu sem átti sér stað á Íslandi á árinu 2011 kemur frá Lúxemborg og Sviss, en bæði ríkin eru þekkt fyrir ríka bankaleynd og hagstætt skatta- umhverfi. Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabanka Íslands um beina fjárfestingu erlendra aðila á Íslandi. Vert er að taka fram að íslenskir einstaklingar geta flokk- ast sem erlendir aðilar ef félög í þeirra eigu eru með heimilisfesti utan landsteinanna. Alls jókst erlend fjárfesting- in um tæpa 100 milljarða króna milli áranna 2010 og 2011. Hún fór úr 30 milljörðum króna í 128,1 milljarð króna og hefur ekki verið hærri frá árinu 2007. Stærsti hluti erlendu fjárfestinganna kom frá Lúxemborg, en bein fjárfesting aðila sem skráðir eru þar jókst úr 32,6 milljörðum króna í 94,4 milljarða króna. Fjárfestingar aðila sem skráðir eru í Sviss juk- ust úr 579 milljónum króna í 29,2 milljarða króna. Samtals nemur aukning fjárfestingar frá þessum tveimur löndum 90,3 milljörðum króna. Umræddar fjárfesting- ar tengjast ekki fjárfestingaleið Seðlabankans á neinn hátt, enda fór fyrsta útboð innan hennar ekki fram fyrr en í febrúar 2012. - þsj Erlend fjárfesting jókst um 100 milljarða á milli ára: Nær einvörðungu frá Sviss og Lúxemborg LÚXEMBORG Ríkið hefur verið vinsælt sem skráningarland eignarhaldsfélaga íslenskra fjárfesta á undanförnum árum. MYND/GETTY IMAGES Eignabjarg, eignaumsýslufélag í eigu Arion banka, hagnaðist um 3,3 milljarða króna í fyrra. Eignir félagsins námu 15,6 millj- örðum króna um síðustu áramót. Þar munaði langmestu um hagn- að af eignarhlutum í eigu félags- ins en það skilaði 3,3 milljarða króna hagnaði. Eignabjarg ber ábyrgð á um- sýslu og ráðstöfun þeirra eign- arhluta í fyrirtækjum sem Arion banki hefur leyst til sín í kjöl- far fjárhagslegrar endurskipu- lagningar. Stærstu eignir þess á síðasta ári voru ráðandi hlut- ur í Högum, 42,7 prósenta hlutur í Reitum og allt hlutafé í Penn- anum. Eignabjarg seldi þorrann af eign sinni í Högum þegar fé- lagið fór á markað og hefur hald- ið áfram að minnka þann hlut á þessu ári. Í dag á það 4,99 pró- sent í Högum. Eignabjarg seldi auk þess allt hlutafé í Pennan- um síðastliðið sumar. - þsj Eignabjarg Arion banka: Milljarða hagnaður FRÓÐLEIKUR Á FIMMTUDEGI Framtíð innanlandsflugs 27. september | kl. 8:30 | Borgartúni 27 Kynntar verða helstu niðurstöður skýrslu um áhrif þess að flytja miðstöð innanlandsflugs frá Reykjavík til Keflavíkur. Skráning og nánari upplýsingar á kpmg.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.