Fréttablaðið - 26.09.2012, Síða 19

Fréttablaðið - 26.09.2012, Síða 19
Matarhátíðin Krásir í Kjósinni verður haldin næsta laugar-dag. Þar verður mat- aráhugamönnum boðið upp á ljúffengar veitingar úr býlum sveitarinnar undir stjórn matreiðslumeistar- anna Ólafar Jakobsdótt- ur og Jakobs H. Magnússonar. Hátíðin var haldin í fyrsta skipti í fyrra og mættu þá yfir 100 gestir. Halla Lúth- ersdóttir, verkefnastjóri hjá Kjósarstofu, segir fjölmarga bændur í Kjósinni taka þátt í hátíðinni enda stundi margir þeirra sölu landbúnaðarafurða beint frá býli. „Hugmyndin að matarhátíðinni er komin frá bændunum sjálf- um sem fannst tilval- ið að halda slíka upp- skeruhátíð í lok sum- ars. Þetta snýst líka um að fagna fjölbreytileikanum í ferðaþjón- ustunni enda boðið upp á margt annað í sveitum landsins en bændagistingu og hestaferðir.“ Allt hráefni á matarhátíðinni er úr sveitinni og úr Hvalfirði að sögn Höllu. „Við bjóðum upp á girnilegt hlaðborð þar sem finna má kjöt, fisk, pylsur, græn- meti, paté, súpu, brauð, pestó og mjólk- urvörur svo eitthvað sé nefnt. Meðal nýjunga í ár má nefna þorskinn en í vor var byggð bryggja hér í sveitinni og fóru bændur þá að sækja sjóinn. Matseðillinn er fjölbreyttari en í fyrra og má þá sérstak- lega nefna forréttasmakkið.“ Af öðrum nýjungum nefnir Halla grjótkrabbann en boðið verður upp á grjótkrabbasúpu með þorski. „Grjótkrabbi er nýr í náttúru Íslands og talið er að hann hafi borist hingað til lands með skipum. Bóndi úr sveitinni var að moka hér í fjör- unni og tók upp heila skóflu af krabba. Grjótkrabbinn héðan er til dæmis notaður á ýmsum veitingastöðum hérlendis.“ Bændur úr Kjósinni verða einnig með kynningu á vörum sínum á matarhátíðinni þannig að gestir hennar munu fá nóg að borða. Veislustjórn verður í höndum Sigur- laugar M. Jónasdóttur útvarpskonu. Einnig verður boðið upp á kynningu á fjörunytjum í umsjón Eydísar Maríu Jónsdóttur. Hátíðin verður haldin í Félagsgarði í Kjós og verður húsið opnað kl. 19. Hægt verður að panta sætaferðir frá Reykjavík og til baka. Nánari upplýsingar má finna á www. kjosarstofa.is. MATARVEISLA Í KJÓS BEINT FRÁ BÝLI Kjósarstofa heldur árlega matarhátíð á laugardaginn undir heitinu Krásir í Kjós. Einungis verður boðið upp á hráefni úr sveitinni. HALLA LÚTHERS- DÓTTIR Verkefnastjóri hjá Kjósastofu. MYND/ÚR EINKASAFNI SÝNISHORN AF MATSEÐLI Sítrus- og engifer- marineraður lax með kryddjurtum og berja-, epla- og piparmyntu- jógúrtdressingu Grjótkrabbasúpa með þorski og koníaki Reyktur lax með and- areggi, rófum og skyr- dressingu Nautatunga með peru- og chilichutney Nautalifrarpaté með kirsuberjahlaupi og nautasultu FJÖLBREYTNI Boðið er upp á fjölbreytt hráefni frá bændum í Kjósinni. NORÐURLJÓSASPÁR Á NETINU Veðurstofa Íslands mun byrja að birta norðurljósaspár frá og með næstu mánaðamótum. Þar verður í fyrsta skipti reynt að spá fyrir um hvar á landinu og hvenær líklegast er að til norðurljósanna sjáist. DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI SÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS Taka 12 Kg · Hljóðlát Stórt op > auðvelt að hlaða Sparneytin amerísk tæki. <Þvottvélin tekur heitt og kalt vatn Afkastamikill þurrkari > Þvottavél Þurrkari12 kg Amerísk gæðavara Amerísk gæðavara Vertu vinur Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.mistyskor.is Vandaðir þýskir herraskór úr leðri í úrvali Til dæmis: Teg: 305302/241 - Litur: svart - Stærðir: 40 - 47 Verð: 15.885.- Sími 551 2070 Opið mán.-fös. 10-18. Laugardag 10-14. Suðurlandsbraut 50 • Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is TILBOÐ-TILBOÐ-TILBOÐ AÐHALDSSAMFELLUR Verð nú 9.900 kr. skálastærðir: B-C-D-DD-E-F litir: svart og húðlitur. TÆKIFÆRISGJAFIR Laugaveg i 178 - S ím i : 568 9955 www.tk.is - mikið af frábærum boðumtil % a10 fs ál ttur Heimir & Kolla vakna með þér í bítið Fréttir, fróðleikur og frábær tónlist alla virka morgna kl. 6.50 – 9.00 Skipholti 29b • S. 551 0770 15%AFSLÁTTUR AF YFIRHÖFNUM GERÐU SAMKOMULAG VIÐ BARNIÐ UM NETNOTKUN Á HEIMILINU www.saft.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.