Fréttablaðið - 26.09.2012, Blaðsíða 36
26. september 2012 MIÐVIKUDAGUR16
timamot@frettabladid.is
Vegna stærðar blaðsins á morgun, fimmtudag,
verður Fréttablaðið prentað í tvennu lagi.
Frestur til að skila inn dánarauglýsingum í
fimmtudagsblaðið færist því fram til kl. 13.30.
Ástkær sonur, bróðir og frændi,
JÓN HILMAR HÁLFDÁNARSON
lést á gjörgæsludeild Landspítalans
mánudaginn 17. september. Útför hans fer
fram mánudaginn 1. október kl. 13.00
frá Garðakirkju.
Fyrir hönd aðstandenda,
Hálfdán Jónsson
Júlíus Atli Hálfdánarson Lovísa Grétarsdóttir
Matthías Hálfdánarson Brynja Guðmundsdóttir
Júlíana Gísladóttir
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug vegna andláts föður
okkar, tengdaföður, afa, langafa og
langalangafa,
EGILS Á. KRISTBJÖRNSSONAR.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
og heimilisfólki á Droplaugarstöðum fyrir
samfylgdina.
Auður Egilsdóttir Einar Guðlaugsson
Kristbjörn Egilsson Ólafur Guðbrandsson
Guðbjörg Egilsdóttir Steingrímur Þormóðsson
Logi Egilsson Anna Guðmundsdóttir
og fjölskyldur
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma
og systir,
HALLA BERGSTEINSDÓTTIR
Eyjahrauni 10,
Vestmannaeyjum,
lést laugardaginn 22. september. Jarðsungið
verður frá Landakirkju Vestmannaeyjum
laugardaginn 29. september kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja.
Svea Sigurgeirsdóttir Óskar Ólafsson
Halla María Þorsteinsdóttir
Sigurgeir Óskarsson
Vilborg Bergsteinsdóttir
Jónas Bergsteinsson
Kjartan Bergsteinsson
Ástkær eiginmaður minn og stjúpfaðir
okkar,
VALGEIR G. VILHJÁLMSSON
kennari,
Árskógum 8, Reykjavík,
lést fimmtudaginn 20. september á
Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ. Útför hans
fer fram frá Seljakirkju föstudaginn
28. september kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast
afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjartavernd.
Anna D. Magnúsdóttir og börn
Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og
langalangafi,
KRISTINN T. MÖLLER
Bassi frá Siglufirði,
Gullsmára 9, Kópavogi,
lést sunnudaginn 23. september.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Harpa Möller Sigurður Ingólfsson
Jón Ómar Möller Magna Sigbjörnsdóttir
Bylgja Möller Gísli Þór Gíslason
Örvar Möller Ólöf Björnsdóttir
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
JÓN ÓSKARSSON
fyrrv. flugumferðarstjóri
Kristnibraut 41, Reykjavík,
lést sunnudaginn 16. september á
líknardeild Landspítalans í Kópavogi.
Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju
föstudaginn 28. september kl. 15.00.
Sigdís Sigmundsdóttir
Anna Björg Jónsdóttir Sigurður Hinrik Teitsson
Hafliði Jónsson Agnes Stefánsdóttir
Sandra Mjöll Sigurðardóttir Ásta Guðrún Sigurðardóttir
Sigdís Lind Sigurðardóttir
Þorsteinn Már Hafliðason Andrea Sif Hafliðadóttir
Óskar Páll Hafliðason
Í tilefni af Evrópska tungumála-
deginum í dag efna Stofnun Vigdísar
Finnbogadóttur, Samtök tungumála-
kennara á Íslandi og Máltæknisetrið til
dagskrár í hátíðasal Háskóla Íslands
klukkan 16.00-17.15.
Hátíðin ber yfirskriftina „Tungu-
mál, tækni og tækifæri“. Þar verður
fjallað um hvernig ný þekking, tækni
og leiðir geta nýst í þágu tungumála-
náms og samskipta á erlendum tungu-
málum. Þá verður kynnt alþjóðleg
skýrsla um framtíðarhorfur þrjá-
tíu Evrópumála í stafrænum heimi
auk þess sem greint verður frá stöðu
erlendra tungumála í nýrri námskrá
grunnskóla.
Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í
íslenskri málfræði, kynnir skýrsluna
um framtíðarhorfur tungumálanna.
Niðurstaða hennar sýndi að um tveir
þriðju hlutar málanna sem um er
fjallað eru í hættu vegna þess að þau ná
ekki að fylgja hraðri þróun upplýsinga-
og tölvutækninnar og verða því ekki
nothæf á mikilvægum sviðum þjóðlífs-
ins í framtíðinni, ef svo fer sem horfir.
„Eitt sem menn átta sig kannski
ekki á er hvað tungumálið leikur sífellt
stærra hlutverk í samskiptum við
tölvurnar. Við munum fá alls konar tól
og tæki á næstu áratugum sem menn
munu stjórna með því að tala við þau.
Þá er spurning hvaða tungumál menn
ætla að tala,“ segir Eiríkur.
Netrisinn Google opinberaði nýlega
app-forrit þar sem menn geta talað
íslensku við símann sinn og sagt
honum fyrir verkum. „Ég hef sagt að
þetta sé eitt stærsta skref sem hefur
verið stigið í íslenskri málrækt. Þetta
opnar leið fyrir íslensku inn í svo
margt,“ segir Eiríkur. „Ef við getum
ekki talað íslensku við tækin mun það
örugglega ekki þýða að við hættum við
að nota þau. Ef það þýðir að þú þarft að
tala ensku við ísskápinn þinn þá munt
þú gera það.“
Hann bætir við að enginn nema
Google hefði getað búið til þetta forrit.
Ástæðan er sú að fyrirtækið safnar
nær öllum vefsíðum í heiminum og
á því gífurlegt magn af íslenskum
textum sem eru síðan greindir með
svokallaðri talgreiningu. Hún sér um
að finna út hvað er líklegt að maður
hafi verið að segja. freyr@frettabladid.is
EVRÓPSKI TUNGUMÁLADAGURINN: HALDINN HÁTÍÐLEGUR Í DAG
Að tala íslensku við ísskápinn
KYNNIR NÝJA SKÝRSLU Eiríkur Rögnvaldsson kynnir nýja skýrslu í dag um framtíðarhorfur tungumálanna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
OLIVIA NEWTON-JOHN söng- og leikkona á afmæli í dag
„Fyrir mér er lúxus það að vera heima með dóttur
minni. Smá nudd af og til er heldur ekki slæmt.“
63
Merkisatburðir
580 Francis Drake lýkur hringferð sinni um hnöttinn.
1942 Bifreiðaeinkasala ríkisins er lögð niður.
1965 Fyrsti bandaríski hermaðurinn lætur lífið í Víetnam.
1957 Söngleikur-
inn West Side Story
eftir Leonard Bern-
stein er frumfluttur í
London.
1970 Fokker Friend-
ship-flugvél frá Flug-
félagi Íslands hf. ferst
á Mykinesi í Fær-
eyjum. Átta manns
létust, þar af einn
Íslendingur.
1973 Concorde-þota
flýgur í fyrsta sinn yfir Atlantshafið á mettíma.
1984 Ákveðið er að Bretar afhendi Kínverjum Hong Kong árið
1997.
Á þessum degi árið 1960 áttust
bandarísku forsetaframbjóðend-
urnir John F. Kennedy og Richard
Nixon við í einum frægustu sjón-
varpskappræðum allra tíma. Þetta
var í fyrsta sinn sem forsetafram-
bjóðendur mættust í sjónvarpskapp-
ræðum í Bandaríkjunum en þeim
var einnig útvarpað. Þetta voru
fyrstu kappræðurnar af fjórum og
tekist var á um innanlandsmál.
Sjónvarp var nýjung á þessum
tíma og fæstir stjórnmálamenn
höfðu leitt hugann að því hvernig
þeir gætu nýtt það sér í vil. Ken-
nedy var einn af þeim fáu sem höfðu
gert það. Þegar hann mætti í sjón-
varpið var hann nýkominn af fram-
boðsfundum í Kaliforníu og var sól-
brúnn og hraustlegur. Nixon var á
hinn bóginn nýrisinn úr rekkju eftir
að hafa legið á spítala um nokkurra
vikna skeið vegna hnémeiðsla. Hann
var horaður og fölur og þvertók
fyrir að láta farða sig fyrir sjón-
varpið.
Yfirgnæfandi meirihluti sjón-
varpsáhorfenda taldi að Kennedy
hefði borið sigur úr býtum en
þeim sem hlýddu á kappræðurnar
í útvarpi fannst vera mjótt á
mununum. Lengi var það viðtekin
skoðun að sjónvarpskapp ræðurnar
hefðu valdið straumhvörfum í kosn-
ingabaráttunni og Kennedy átt sigur
sinn þeim að þakka. Það er senni-
lega ofmat, en ljóst er að Kennedy
átti vinsældir sínar sannarlega sjón-
varpi að einhverju leyti að þakka.
ÞETTA GERÐIST: 26. SEPTEMBER 1960
Kennedy og Nixon áttust við