Fréttablaðið - 07.11.2012, Side 46

Fréttablaðið - 07.11.2012, Side 46
7. nóvember 2012 MIÐVIKUDAGUR30 BÓKIN „100 ára einsemd , Lífsregl- urnar fjórar og svo asnaðist ég til að lesa 50 Shades of Grey í 21 klukkutíma rútuferð. Bara tölustafir í mínum titlum.“ Diljá Ámundadóttir, ferðalangur Mugison fær góða dóma á vefsíðu breska tíma- ritsins Clash fyrir tónleika sína í Hörpu síðast- liðinn fimmtudag. Tónlistarmaðurinn hljóp í skarðið fyrir bandarísku hljómsveitina Swans sem þurfti að hætta við komu sína vegna stormsins Sandy. Gagnrýnandi Clash segir að Mugison hafi fyllt skarð Swans svo um munaði með kraftmikilli spilamennsku og skemmtilegum persónuleika. „Hann blandaði Suðurríkjarokki saman við mikla spilagleði og sýndi að hægt er að fylla skarð stórra nafna með öflugum heima- manni. Mugison er einn af hertogum íslensku tónlistar senunnar,“ skrifaði hann og bætti við: „Lengi lifi goðsagnir á borð við Mugi. Lengi lifi hið óvænta.“ Of Monsters and Men fær einnig góða dóma hjá gagnrýnandanum fyrir tónleika sína í Hörpunni. Hann líkir hljómsveitinni við Arcade Fire og nefnir að útgáfa Of Monsters á lagi Yeah Yeah Yeahs, Skeletons, hafi hitt í mark. Airwaves-hátíðin fær jafnframt góða dóma á bresku vefsíðunni Nme.com. „Það er kannski ekki besta veðrið í heimi í Reykja- vík en Airwaves bauð upp á ótrúlega blöndu af góðri tónlist og hinni alræmdu partí- menningu borgar innar. Í myrkrinu í Norður- Atlantshafinu í nóvember var hvergi hlýrra að vera en akkúrat þarna.“ - fb Hertoginn Mugison hreif Clash GÓÐIR DÓMAR Mugison fær góða dóma fyrir frammi- stöðu sína á Airwaves-hátíðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/KLARA „Ég hef verið að fást við viðburðastjórnun og markaðsmál lengi svo það má segja að ég hafi verið að búa mig undir þetta starf síðustu tólf árin,“ segir Einar Bárðarson, nýráðinn forstöðumaður Höfuðborgar- stofu. Auk þess að hafa átt og rekið útvarps- stöðina Kanann og setið í dómnefndum í íslensku útgáfunum af Idol og X-Factor hefur Einar flutt til landsins fjölda stórra nafna á síðustu árum og hjálpað íslenskum listamönnum að koma sér á fót erlendis. Meðal þeirra sem hafa verið undir hans verndarvæng eru stúlkna- hljómsveitin Nylon, SSSól og Skíta- mórall. Einar hefur í kjölfarið verið kall- aður umboðsmaður Íslands en leggur nú þann titil á hilluna til að einbeita sér að nýja starfinu. „Það verður spennandi að vinna í agaðra og formlegra umhverfi og ég hlakka mikið til að vinna með öllu því hæfa fólki sem Höfuðborgar- stofa býr yfir. Ég efast ekki um að ég eigi eftir að læra mikið af þeim,“ segir hann. Einar hefur verið búsett- ur í Reykjanesbæ undan- farin ár og segist ekki hafa leitt hugann að því hvort hann flytji með fjölskylduna til Reykjavíkur. „Við þurfum kannski að fara að pæla í því,“ segir hann og hlær. - trs Tólf ára undirbúningur AGAÐUR OG FORMLEGUR Einar segist hlakka til að fara að vinna verkefnin sín í agaðara og form- legra umhverfi hjá Höfuðborgarstofu. Raftónlistargúrúinn Square- pusher, enski tónlistarmaður- inn James Blake, þýsk-japanska tvíeykið Alva Noto & Ryuichi Sakomoto og þýski rafdúett- inn Modeselektor stíga á svið á tónlistar hátíðinni Sónar í Hörp- unni 15. og 16. febrúar á næsta ári. Einnig koma þar fram Gus Gus, Retro Stefson, Ólafur Arnalds og Gluteus Maximus. „Þetta eru þeir fyrstu sem við kynnum til leiks. Okkur finnst þetta mjög sterk byrjunar dagskrá fyrir fyrstu Sónar-hátíðina á Íslandi. Við eigum eftir að bæta við um fjörutíu listamönnum og plötusnúðum bæði innlendum og erlendum. Við munum klára endan lega dagskrá í lok nóvem- ber eða byrjun desember,“ segir skipuleggjandinn Björn Steinbekk, sem er hæstánægður með að hin rótgróna Sónar-hátíð sé komin til Íslands. „Það er frábært að þeir skyldu velja Ísland og eiginlega alveg ótrúlegt.“ Miðað við dagskrána sem hefur verið tilkynnt mætti ætla að Sónar sé raftónlistarhátíð. Björn segir það ekki rétt því popp- og rokktón- list er líka hluti af henni. „Sónar er haldin í fjórum heimsálfum og selur yfir tvö hundruð þúsund miða á sínar hátíðir á hverju ári. Það er horft til hátíðarinnar sem brautryðjanda þegar kemur að því að kynna nýja og spennandi listamenn til sögunnar, ásamt því að mjög þekktir, bæði popp- og rokktónlistarmenn, hafa komið þar fram og gera það enn,“ segir Björn. Með þeirra sem hafa spil- að á undanförnum tveimur hátíð- um í Barcelona eru Fatboy Slim, New Order, Lana Del Rey, M.I.A. og The Human League. Spurður út í muninn á Sónar og hina nýafstöðnu Airwaves segir Björn að Airwaves-hátíðin sé frá- bær hátíð sem hafi tekið þrettán ár að búa til. „Airwaves er kynning á íslenskri tónlist gagnvart erlend- um plötufyrirtækjum og erlendum gestum. Á móti er Sónar tónlistar- hátíð þar sem tónlistarmennirn- ir spila í sextíu til níutíu mínútur hver og einn. Þetta er meiri hátíð þegar kemur að því að njóta tón- listarinnar.“ Björn bætir við að stefnt sé á að vera með góða „off venue“, eða utan dagskrá, sem verður haldin samhliða Sónar- hátíðinni. Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpunnar, segir það gríðarlegt fagnaðarefni að fá Sónar-hátíð- ina í tónlistarhúsið. „Airwaves er nýbúið að vera hér í húsinu. Slík- ar hátíðir eru geysilegur fengur fyrir þetta hús og partur af því sem sannar tilverurétt þess.“ freyr@frettabladid.is BJÖRN STEINBEKK: FRÁBÆRT AÐ ÞEIR SKYLDU VELJA ÍSLAND Squarepusher og James Blake spila á Sónar-hátíð SQUAREPUSHER Squarepusher, eða Tom Jenkinson, kom fram á sjónarsviðið um miðjan tíunda áratuginn með raftónlist sem einkenndist af hröðum trommutakti þar sem áhrif frá hipphoppi og djassi komu við sögu. Hann hefur gefið út tólf breiðskífur, flestar hjá hinni virtu útgáfu Warp. NORDICPHOTOS/GETTY Sónar-hátíðin verður haldin á fjórum sviðum. Auk tveggja aðal- sviða í Silfurbergi og Norðurljósum verður hluta af bílastæðinu í kjallara Hörpunnar breytt í næturklúbb þar sem hinir ýmsu plötusnúðar halda uppi stemningu. Eitt svið til viðbótar verður svo sett upp í Flóahorninu á fyrstu hæð Hörpunnar. Aðeins tvö þúsund miðar verða til sölu á hátíðina á Íslandi en um eitt þúsund miðar verða í boði erlendis. Miðasala hefst 12. nóvember á Midi. is, Harpa.is og á Sonarreykjavik.com. NÆTURKLÚBBUR Í KJALLARA HÖRPUNNAR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.