Fréttablaðið - 17.11.2012, Side 2

Fréttablaðið - 17.11.2012, Side 2
17. nóvember 2012 LAUGARDAGUR SKOÐUN 16➜22 FRÉTTIR 2➜12 HELGIN 24➜50 MENNING 62➜88 SPORT 80 ÁBYRGÐ EÐA ÓRÁÐ 18 Steingrímur J. Sigfússon um skatta og áhyggjur SA. SIGHVATUR OG SJÁLFHVERFA KYNSLÓÐIN 22 Karl Sigfússon um greinar Sighvats Björgvinssonar. EFTIR HÖFÐINU DANSA SÍBROTAMENNIRNIR 22 Ragnar H. Hall um Svavar Halldórsson, hæstaréttardóm og RÚV. LÍFRÓÐUR ÖLL ÞESSI ÁR 40 Auðbjörg Reynisdóttir segir sögu drengsins síns. „NÚ MEGA JÓLIN KOMA“ 42 Íslenski jólabjórinn smakkaður. SCORSESE SJÖTUGUR 46 Góðir gæjar og naut í fl agi. SUNGIÐ Á ÍSLENSKU 44 „Við hljótum öll að vilja átta okkur á hvað þessar breytingar hafa í för með sér áður en við keyrum þær í gegn.“ 6 Kristrún Heimisdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri. MINNSTA SÖGUSAFN ÍSLANDS 8 ÍSRAELAR BÚNIR UNDIR LANGVARANDI HERNAÐ 12 EKKI FÆRRI HJÓNAVÍGSLUR SÍÐAN 1995 10 HEFUR TRÚ Á GYLFA 80 Heimir Guð- jónson fer yfi r stöðu ís- lenska lands- liðsmannsins hjá Totten- ham. TITILL Á TÍMAMÓTUM 80 Sebastian Vettel getur tryggt sér heims- meistaratitilinn í 100. kappakstrinum sínum. KANN VEL VIÐ SIG BAK VIÐ TJÖLDIN 86 HÖNNUN 75 Leitað til fortíðar. KROSSGÁTA 50 KRAKKAR 48 KONURNAR RÁÐA RÍKJUM 34 Aðstöðumunur íslenskra og norskra lands- liðskvenna í handknattleik. HLÝNUN OG FJÖLGUN AUKA HÆTTUNA 36 Margar af stærstu borgum heims eru hafn- arborgir sem standa berskjaldaðar gagnvart fl óðum og fárviðrum. LÖGREGLUMÁL Lögregla á Íslandi telur fullvíst að hálft kíló af kókaíni og 41 þúsund e-töflur sem lagt hefur verið hald á í Kaup- mannahöfn hafi verið á leið til Íslands. Íslendingur og Pólverji, báðir búsettir hérlendis, sitja í gæsluvarðhaldi ytra vegna máls- ins. Sá pólski, sem er á fertugsaldri, er talinn höfuðpaurinn í mál- inu. Hann hefur áður komið við sögu lögreglu hérlendis vegna fíkniefna, eins og Íslendingurinn sem situr í varðhaldi með honum. Sá síðarnefndi er undir þrítugu. Annar Íslendingur hefur verið handtekinn vegna málsins á Íslandi. Hann var leiddur í Héraðsdóm Reykjaness klukkan tvö í gær þar sem hann var úrskurðaður í einnar viku varðhald. Sá á sér ekki afbrotasögu. Í Kaupmannahöfn var einnig lagt hald á jafnvirði 3,3 milljóna íslenskra króna og í fjórum húsleitum hér heima fann lögregla stera, vopn og fleira. Hópur Íslendinga situr þegar inni í Kaupmannahöfn vegna umfangsmikils fíkniefnasmygls um alla Evrópu en málin tvö munu ekki tengjast, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. - sh Tveir teknir með 41.000 e-töflur og hálft kíló af kókaíni í Kaupmannahöfn: Efnin ætluð á markað á Íslandi MIKIÐ Gríðarmiklu magni af e-töflum var hagan- lega pakkað í þessa tösku. MYND/DANSKA LÖGREGLAN Séra Sigurður Helgi Guðmundsson sætir ásök- unum um að hafa misnotað aðstöðu sína þegar hann var framkvæmdastjóri hjúkrunar- heimilisins Eirar. Hann neitar öllu en ríkisendurskoðandi vill að hann skili heimilinu 200 þúsund krónum sem hann eyddi í utanlandsferð fyrir fj ölskyldu sína. Erna Indriðadóttir er senni- lega á leið á Alþingi eft ir að hafa hafnað í öðru sæti í próf- kjöri Samfylkingarinnar fyrir norðan. Hún var áður frétta- kona og upplýsingafulltrúi Alcoa fj arðaáls. Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi ráðherra, móðgaði stóran hluta þjóðarinnar þegar hann kallaði alla á aldrinum 30 til 45 ára– plús/mínus tvö ár– sjálfh verfu kynslóðina. Sighvatur lét gagnrýni ekki stoppa sig heldur skrifaði aðra grein. Ragnheiður Skúladóttir hefur verið ráðin leikhússtjóri leikfélags Akureyrar til næstu tveggja ára. Hún var áður listrænn stjórnandi leikhússins og stjórnin var einhuga um að ráða Ragnheiði án auglýsingar, þótt lög þess kveði á um annað. FIMM Í FRÉTTUM KYNSLÓÐASTRÍÐ OG BRASK Á ELLIHEIMILI AÐEINS Í DAG! BRAUN 330 RAKVÉL VERÐ ÁÐUR 18.900,- NÚ 12.900 Vél á mynd er Braun 790 kíktu inn á www.pfaff.is Pfaff // Grensásvegi 13 // Sími 414 0400 ÞÚ SPARAR 6.000 KR. DÓMSMÁL „Lögreglan trúði því raunverulega að hann ætlaði að sprengja upp Alþingishúsið.“ Svo mælti lögmaðurinn Guðmundur St. Ragnarsson þegar hann flutti mál skjólstæðings síns fyrir Héraðs- dómi Reykjaness í gær. Skjólstæðingurinn, 29 ára Kefl- víkingur, sætir ákæru fyrir brot gegn valdstjórninni og vopnalaga- brot. Málið hófst þegar sjö vopn- aðir sérsveitarmenn brutu sér leið inn á heimili hans að kvöldi 26. febrúar síðastliðins. Lögreglan hafði þá fengið ábendingu um undarlegt hátta- lag mannsins á samskiptavefnum Facebook. Þar mátti finna myndir af honum að handleika skotvopn og myndir af sprengju og sprengi- efni. Þá hafði maðurinn myndað það þegar hann sprengdi fiskikar í loft upp. Maðurinn hafði tekið geðlyf fyrr um kvöldið og sofnað í sóf- anum heima hjá sér. Hann vakn- aði svo við mikinn skarkala. „Ég vissi ekki einu sinni hvort þetta var draumur eða raunveruleiki,“ sagði maðurinn fyrir dómi í gær. Hann greip til hnífs sem lá á sófaborðinu og ef marka má fram- burð lögreglumanna þá sveifl- aði hann hnífnum í átt til þeirra. Verjandi hans bar að það hefðu verið ósjálfráð viðbrögð nývakn- aðs manns. „Og svo er hann ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni. Ef eitt- hvað er ætti að ákæra valdstjórn- ina fyrir brot gegn honum,“ sagði verjandinn Guðmundur, og vís- aði til aðgangshörku lögreglunn- ar í aðgerðinni. Guðmundur telur jafnframt að rannsóknin í kjölfar- ið hafi farið úr böndunum. Heima hjá manninum fannst rörasprengja sem sérsveitarmenn prófuðu að sprengja og tókst að eyðileggja með henni gamalt sjón- varp. „Rörasprengja er í grund- vallaratriðum eins og hand- sprengja,“ sagði sérsveitarmaður sem kom fyrir dóminn og vísaði til pilts sem lést þegar hluti úr slíkri sprengju gekk inn í höfuð hans.. „En hún gæti ekki sprengt Alþingishúsið?“ spurði þá Guð- mundur. Svarið var nei. Guðmundur sagði lögregluna hafa farið offari við skýrslutökur. Rætt hafi verið við 24 vitni, meðal annars fólk sem þekkti sakborn- inginn lítið sem ekkert. „Ég er bara hissa á að það hafi ekki verið tekin skýrsla af allri Keflavík.“ Maðurinn sat í gæsluvarðhaldi vegna málsins í tvo mánuði. „Hann er meðhöndlaður nánast eins og hann sé Anders Breivik frá Nor- egi,“ sagði Guðmundur. Hann sagði rannsókn lögreglu mikið til byggjast á ofbeldisfull- um skáldskap sem skjólstæðingur hans hafi skrifað á netið. „Stephen King og fleiri, þeir eru ekkert handteknir fyrir sínar fantasíur,“ bætti hann við. Saksóknari fór fram á átta mán- aða fangelsisdóm yfir manninum, mögulega skilorðsbundinn að ein- hverju leyti. stigur@frettabladid.is Meðhöndlaður eins og íslenskur Breivik Farið fram á átta mánaða fangelsi – jafnvel skilorðsbundið – yfir sprengjusmið sem sat í varðhaldi í tvo mánuði. Lögmaður hans gagnrýnir lögreglu fyrir offors. SPRENGJUSMIÐURINN Sakborningurinn hefur glímt við mikla andlega erfiðleika. Tíu læknisvottorð eru á meðal málsskjala. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Heima hjá manninum fannst meðal annars: ■ 22 kalíbera skammbyssa ■ Þrír hnífar ■ Tveir gaskútar ■ Blýkúlur ■ Skoteldapúður ■ Rörasprengja, tilbúin til notk- unar Lítið vopnabúr ➜ Rúnar Már Sigurjónsson stimplaði sig rækilega inn í íslenska landsliðið í fótbolta þegar hann skor- aði glæsimark í sínum fyrsta leik með liðinu gegn Andorra. Hann er samningsbundinn Val, sem mun þó líklega missa hann í atvinnumennsku í vetur.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.