Fréttablaðið - 17.11.2012, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 17.11.2012, Blaðsíða 22
17. nóvember 2012 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 22 Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi alþingismað- ur og ráðherra, hefur farið mikinn í greinaskrifum í Fréttablaðinu síðustu daga þar sem hann fullyrðir að kynslóð Íslendinga á aldrin- um 30-45 ára sé sjálfhverf- asta kynslóð á Íslandi. Sig- hvatur fullyrðir að umrædd kynslóð hugsi bara um sjálfa sig og sé algjörlega sama um allt og alla. Kvarti bara og kveini og heimti leiðrétting- ar á kjörum sínum á kostnað ann- arra á grundvelli þess að hér hafi orðið einhver ímyndaður „forsendu- brestur“. Sighvatur lætur einnig í veðri vaka að þessi kynslóð hafi ein og sér valdið efnahagshruninu, kvótabraski á landsbyggðinni og eignahruni gamla fólksins. Niðrandi alhæfingar Ég er 35 ára og tilheyri því óhjá- kvæmilega þessari sjálfhverfu kynslóð hans Sighvats, sem og allir mínir skólafélagar og vinir. Ég til- heyri líka þeim hópi fólks sem hefur verið að væla og skæla yfir ástand- inu sem skapaðist við efnahags- hrunið, enda ósáttur við stöðu mála. Ég kannast hins vegar ekki við að mín sjálfhverfa kynslóð hafi nokk- uð með kvótabrask eða svindl á vist- mönnum á Eir að gera – það verður Sighvatur að herma upp á aðila sem standa honum nær í aldri. Greina- skrif Sighvats höfðu því stuðandi áhrif á mig, bæði vegna ósanninda sem þar komu fram og ekki síður vegna niðrandi alhæfinga um mig og mína jafnaldra. Sighvatur tilheyrir kynslóð sem ég ber virðingu fyrir, kynslóð for- eldra minna. Hann er eldri maður og virðulegur, fyrrverandi alþingis- maður og ráðherra. Sighvatur fékk mig því til að efast eitt stundarkorn um eigin sannfæringu og sjálfs- ímynd. Hvort ég væri kannski þessi sjálfhverfa væluskjóða sem Sighvat- ur segir mig vera – vælandi yfir einhverjum ímynduðum „forsendu- bresti“. Lúðrablástur og haldbær rök Ólíkt Sighvati, sem virðist ekki hafa nokkra þörf fyrir að rökstyðja sleggjudóma sína, þá hef ég afar ríka þörf fyrir að byggja lúðra- blástur minn á haldföstum rökum. Ég fór því að skoða og greina talna- gögn um skattframtöl einstaklinga af heimasíðu ríkisskattstjóra, með 15 ára kynslóðaskiptingu Sighvats að leiðarljósi. Markmið mitt var að rökstyðja hinn „meinta“ forsendu- brest sem Sighvatur vill meina að sé hreinn uppspuni sjálfhverfu kyn- slóðarinnar. Í stuttu máli sagt feykja gögn rík- isskattstjóra fyrirlitningarfrussi Sighvats Björgvinssonar langt á haf út. Út frá þessum gögnum er ljóst að sjálfhverfa kynslóðin tap- aði öllum sínum eignum í efnahagshruninu og rúm- lega það. Hrein eign (eign- ir mínus skuldir) 31-45 ára Íslendinga féll úr 137 millj- örðum niður í MÍNUS 8 milljarða á árunum 2006 til 2011 eða sem sam- svarar lækkun upp á 106. Á sama tímabili jókst eignastaða Sighvats og félaga hans, sem eru á aldrinum 61-75 ára, um 34, úr 512 milljörðum í 684 milljarða. Þegar hlutfallsleg eignastaða á milli kynslóða er skoðuð opinberast hin slæma staða þeirra yngri enn frekar. Hlutfallsleg eignastaða þeirra sem eru 45 ára og yngri hefur gjörsamlega hrunið í saman- burði við aðrar kynslóðir eða frá því að vera um 20 af eignum allra ein- staklinga á árunum frá 1996 – 2006 niður í það að vera MÍNUS 2 árið 2011. Á sama tíma hefur hlutfalls- leg eignastaða Sighvats-kynslóðar- innar vaxið frá því að vera 29 árið 2006 í 44 árið 2011. Það sama er að segja um eignastöðu þeirra sem eru á aldrinum 76-90 ára, en eignastaða þess virðulega hóps var um 15 af heildareignum einstaklinga árið 2006 en er í dag um 23. Varla getur slíkur vöxtur á eignum þeirra eldri talist eignahrun eins og Sighvatur heldur fram! Bláköld staðreynd Allt tal Sighvats um eignahrun gamla fólksins er því algjör rök- leysa. Hið rétta er að hér hefur átt sér stað gríðarleg eignatil- færsla milli kynslóða, frá þeim yngri til þeirra eldri, með tilheyr- andi eignabruna hjá yngri kynslóð- unum. Ástæðuna er ekki hægt að rekja nema að litlu leyti til geng- istryggðra lána eins og Sighvatur heldur fram, enda var aðeins lítill hluti landsmanna með slík lán. Rétt- ara er að horfa til verðtryggðra fast- eignalána sem meginástæðunnar fyrir eignatilfærslunni – lánafyr- irkomulagi sem komið var í gagn- ið þegar ég var aðeins 4 ára gamall af samferðarmönnum Sighvats. Það væri nú langsótt að kenna mér og minni sjálfhverfu kynslóð um áhrif- in af þessu meingallaða lánafyrir- komulagi! Hvað sem ástæðunni fyrir hinni gríðarlegu eignatilfærslu líður er það bláköld staðreynd að Íslend- ingar, 45 ára og yngri – meira en helmingur þjóðarinnar – hafa sem heild tapað öllum sínum eignum og 8 milljörðum betur á aðeins 5 árum. Ég spyr – er sjálfhverft að kalla slíkar efnahagshamfarir forsendu- brest? ➜ Í stuttu máli feykja gögn ríkisskattstjóra fyrirlitningarfrussi Sighvats Björgvins- sonar langt á haf út. Sl. fimmtudag var Svavar Halldórsson, fréttamaður á RÚV, dæmdur til að greiða Jóni Ásgeiri Jóhannessyni miskabætur fyrir ærumeið- ingar. Í svokallaðri frétt hafði hann brigslað Jóni um refsiverða háttsemi sem hann gat ekki fært fram nein gögn um að hann hefði gerst sekur um. Þetta var í annað sinn á tæpu ári sem fréttamaðurinn fær sams konar dóm í Hæstarétti, þar sem jafnframt er komist að niðurstöðu um að hann hafi ekki farið eftir reglum sem útvarpsstjóri hefur sett um vinnubrögð á fréttastofu RÚV. Viðbrögðin komu ekki á óvart Viðbrögð Svavars við dóminum þurfa ekki að koma á óvart – þau eru hin sömu og í fyrra skiptið. Hann endurtekur ærumeiðingarn- ar og gefur lítið fyrir niðurstöður Hæstaréttar, úr því að þær eru honum ekki að skapi. Hann lýsir glaðhlakkalegur yfir að dómarn- ir muni í engu hafa áhrif á vinnu- brögð sín í framtíðinni. Í fræð- unum eru þetta kölluð dæmigerð viðbrögð síbrotamannsins. Viðbrögð RÚV við dóminum eru hins vegar athyglisverð – þessi hlutlausa ríkisstofnun stendur með sínum manni, hér eftir sem hing- að til, og fréttastjórinn lýsir yfir í fjölmiðlum að stofnunin muni sjá til þess að hann beri ekki fjárhags- legan skaða af málinu. Með öðrum orðum fær Svavar Halldórsson að fremja ærumeiðingar, hér eftir sem hingað til, á kostnað skattborgar- anna sem eru skyldaðir til að greiða fyrir þjónustuna með nefskatti. RÚV skammast sín ekki Hversu oft höfum við heyrt frétta- menn hneykslast á öðrum sem hafa misstigið sig og spyrja þá hvort ekki sé rétt að þeir segi af sér? RÚV skammast sín ekki fyrir frumhlaup fréttamanna sinna, heldur sér til þess að þeir sjálf- ir beri ekki skaða af. Velþóknun stjórnenda RÚV gagnvart fram- göngu Svavars Halldórssonar skín í gegn þegar viðbrögð þeirra við niðurstöðu Hæstaréttar er skoðuð. Höfundur fl utti umrætt mál af hálfu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Eftir höfðinu dansa síbrotamennirnir 6.308 LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER Sjálfh verfa kynslóðin Sighvatur Björgvinsson fv. ráðherra 891 ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER Sjálfh verfa kynslóðin– lýg ég því? Sighvatur Björgvinsson fv. ráðherra 746 MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER Strákarnir okkar Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur 608 MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER Sjálfh verfa kynslóðin – saklausa kynslóðin Ásgrímur Jónasson rafmagnsiðnfræðingur 607 FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER Kastljósinu beint að Sigmari Gunnar Hrafnsson, tónlistarmaður og stjórnarmaður í FÍH 607 MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER Góðmennska við kaupmenn Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, eigandi Sports Direct á Íslandi 400 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER Það verða ekki fl eiri álver Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landverndar Sighvatur og sjálfhverfa kynslóðin SAMFÉLAGSMÁL Karl Sigfússon verkfræðingur DÓMSMÁL Ragnar H. Hall lögmaður ➜ Með öðrum orðum fær Svavar Hall dórsson að fremja ærumeiðingar, hér eftir sem hingað til, á kostnað skatt- borgaranna sem eru skyldaðir til að greiða fyrir þjónustuna. Skoðun visir.is ➜ Eignir Íslendinga árin 2006 og 2011 Hrein eign samkvæmt skattframtölum einstaklinga Fæðingarár 512 684 499 554 137 -8331 355 1920-1934 1935-1949 1950-1964 1965-1979 M ill ja rð ar k ró na ➜ Hlutfallsleg eignastaða kynslóða Hrein eign samkvæmt skattframtölum einstaklinga 1996 2001 2006 2011 -1,2%-0,5% 35% 1,9% 16,5% 37% 29% 15% 1%1%1% 11% 14% 31% 36% 16,8% 1,7% 32% 34% 20,2% 1,4% 44% 23% 1% ■ 91 árs og eldri ■ 76-90 ára ■ 61-75 ára ■ 46-60 ára ■ 31-45 ára ■ 30 ára og yngri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.