Fréttablaðið - 17.11.2012, Page 36

Fréttablaðið - 17.11.2012, Page 36
Atlantshaf Indlandshaf Kyrrahaf ➜ Stórborgir í flóðahættu Næstu áratugina má búast við að hættan, sem helstu borgum heims stafar af flóðum og fárviðri, muni aukast verulega. Hún eykst bæði vegna þess að með hlýnandi loftslagi hækkar yfirborð sjávar og einnig vegna þess að íbúum borganna fjölgar hratt og umsvif þeirra aukast. Að mati Efn- hagssamvinnu- og þróunarstofnunarinnar verður árið 2070 hættan á eigna- og mann- tjóni einna mest í þessum tuttugu borgum. Þeim er hér raðað eftir verðmætum þeirra eigna, sem í húfi verða standist spár um mannfjölda- og eignaþróun. Manns í hættu Milljarða króna eignir í húfi 17. nóvember 2012 LAUGARDAGUR| HELGIN | 36 Náttúruhamfarirnar sem fylgdu fellibyln-um Sandy í lok síðasta mánaðar ýttu rækilega við íbúum í New York, sem hingað til hafa ekki átt að venjast öðrum eins ofsa- veðrum og flóðum. Framtíðin er þó að mati vísindamanna líkleg til þess að færa íbúum borgarinnar æ tíðari flóð og fárviðri, rétt eins og öðrum hafnarborgum víðs vegar um heim. Með hlýnandi loftslagi má búast við að yfirborð sjávar hækki jafnt og þétt, sem þýðir að sú hætta sem íbúum á láglendi stafar af flóðum verður sífellt meiri. Auk þess má búast við að ofsaveður verði algeng- ari og þeim fylgja iðulega flóð af því tagi sem urðu í New York nú síðast og í New Orleans árið 2005, þegar fellibylurinn Katrín reið þar yfir. Margar af fjölmennustu borgum heims standa við sjávarsíðuna og þær eru misjafnlega vel undir flóð og aðrar náttúruhamfarir búnar. Miðstöðvar þjóðlífs Þessar stórborgir við hafið eru yfirleitt miðstöðvar þjóðlífs í hverju landi, enda flestar mikil- vægar hafnarborgir iðandi af lífi. Um leið eru þær miðstöðvar milli- ríkjaviðskipta og þar með burðar- stoðir í efnahagskerfi heimsins. Það er því mikið í húfi að átta sig á hversu berskjaldaðar þær geta verið gagnvart hamfaraveðrum. Alþjóðlega Efnahagssamvinnu- og þróunarstofnunin (OECD) hefur gefið út skýrslur, þar sem reynt er að leggja mat á þann skaða sem flóð og fárviðri gætu valdið í helstu hafnarborgum heims. Stofnunin hefur einnig fram- reiknað tölur sínar um hugsanlegt manntjón og eignatjón fram til árs- ins 2070, til að átta sig á því hve umfang skaðans getur vaxið næstu áratugina af völdum bæði mann- fjölgunar og loftslagsbreytinga. Hér á síðunni eru merktar inn á heimskortið þær 20 stórborgir þar sem búast má við að manntjón og eignatjón af völdum flóða geti orðið einna mest á næstu áratugum, sam- kvæmt mati Efnahagssamvinnu- og þróunarstofnunarinnar. Hættan eykst Næstu áratugina má búast við að hættan, sem helstu borgum heims stafar af flóðum og fárviðri, muni aukast verulega. Hún eykst bæði vegna þess að með hlýnandi lofts- lagi hækkar yfirborð sjávar og einnig vegna þess að íbúum borg- anna fjölgar hratt og umsvif þeirra aukast. Að mati OECD verður árið 2070 hættan á eigna- og manntjóni einna mest í þessum tuttugu borgum. Þeim er hér raðað eftir fjölda þeirra manna sem í hættu verða standist spár um mannfjöldaþróun. Hlýnun og fjölgun auka hættuna Margar af stærstu borgum heims eru hafnarborgir sem standa berskjaldaðar gagnvart flóðum og fárviðri. Víða eru milljónir mannslífa í hættu og eignir upp á þúsundir milljarða króna í húfi. Guðsteinn Bjarnason gudsteinn@frettabladid.is 11 Alexandría 4.400.000 73.229 Alexandría var til forna höfuðborg Egyptalands, er næststærsta borg landsins og stærsta hafnarborgin með meira en fj órar milljónir íbúa. 12 Tianjin 3.800.000 156.000 Tianjin er stærsta hafnarborgin í norðanverðu Kína og ein af fj ölmenn ustu borgum landsins. Þar búa nú nærri 13 milljónir manna. 13 Khulna 3.641.000 23.140 Þriðja stærsta borgin í Bangladess en ein mikilvægasta viðskiptamiðstöð landsins. Nú með 1,5 milljónir íbúa. 14 Ningbo 3.300.000 143.000 Nærri átta milljónir manna búa í hafnarborginni Ningbo, sem er í norðaustanverðu Kína. Þetta er ein elsta borg Kína. 15 Lagos 3.229.000 15.210 Stærsta borg Nígeríu. Nú með sjö milljónir íbúa en þeim fj ölgar hraðar en í fl estum öðrum borgum Afríku. 1 Kolkata (Kalkútta) 14.000.000 260.000 Kolkata er höfuðborg indverska ríkisins Vestur-Bengal með um það bil 15 milljónir íbúa á stórborgar- svæðinu öllu. 2 Múmbaí (Bombay) 11.400.000 208.000 Múmbaí er höfuðborg indverska ríkisins Maharahtra. Þetta er fj órða fj ölmennasta stórborgarsvæði ver- aldar með yfi r 20 milljónir íbúa. 3 Dakka 11.135.000 70.000 Höfuðborgin í Bangladess og ein af stærstu borgum Suður-Asíu. Nú með sautján milljónir íbúa á borgar- svæðinu öllu. 4 Guangzhou 10.300.000 442.000 Guangzhou er meira en 13 milljón manna borg í austanverðu Kína, mikilvæg samgöngumiðstöð og verslunarhöfn. 5 Ho Chi Minh borg 9.200.000 84.864 Ho Chi Minh borg, sem áður hét Saígon, er næststærsta borg Víetnams, með meira en sjö milljónir íbúa. 6 Shanghaí 5.500.000 234.000 Shanghaí er fj ölmennasta borg Kína með meira en 23 milljónir íbúa og helsta miðstöð efnahagslífs landsins. 7 Bangkok 5.100.000 143.000 Bangkok er höfuðborg Taílands með nærri átta milljónir íbúa á höfuð- borgarsvæðinu öllu, en í borginni sjálfri búa um 1.600 þúsund manns. 8 Rangún 4.965.000 22.360 Var höfuðborgin í Búrma til ársins 2006. Nú með meira en fj órar milljónir íbúa og mikilvægasta viðskiptamiðstöð landsins. 9 Miami 4.800.000 456.300 Í Miami-borg syðst á Flórídaskaga búa meira en fi mm milljónir manna. Þetta er fj órða fj ölmennasta stór- borgarsvæði Bandaríkjanna. 10 Haífong 4.711.000 43.290 Nú með tæpar þrjár milljónir íbúa. Þriðja stærsta borgin í Víetnam og ein mikil vægasta hafnarborg landsins. 16 Abidjan 3.110.000 18.460 Mikilvægasta borgin á Fílabeins- ströndinni og fyrrverandi höfuðborg landsins. Íbúar eru nú rúmlega fi mm milljónir. 17 New York 2.900.000 273.000 New York er fj ölmennasta borg Bandaríkjanna með rúmlega átta milljónir íbúa en alls búa yfi r 20 milljónir á stórborgarsvæðinu. 18 Chittagong 2.866.000 18.200 Þriðja borgin í Bangladesh sem lendir á þessum lista, nú með nærri sex milljónir íbúa og stækkar hraðar en fl estar borgir heims. 19 Tókíó 2.500.000 156.000 Tókió er höfuðborg Japans, fj ölmenn asta borg landsins og stór- borgarsvæðið er hið fj ölmennasta í heimi, með yfi r 30 milljónir manna. 20 Jakarta 2.248.000 41.370 Höfuðborg Indónesíu og sú fj ölmenn asta í allri Suðaustur-Asíu, með 10 milljónir íbúa og stækkar hraðar en fl estar borgir. 20 AF FJÖLMENNUSTU STÓRBORGARSVÆÐUM HEIMS Í VERULEGRI FLÓÐAHÆTTU 20 5 19 9 10 4 17 8 7 12 2 16 611 18 13 31 15 FRÉTTABLAÐIÐ/SILJA, JÓNAS 14
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.