Fréttablaðið - 17.11.2012, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 17.11.2012, Blaðsíða 40
17. nóvember 2012 LAUGARDAGUR| HELGIN | 40 Hann hét Jóel Gautur Einarsson og fæddist 8. desember 1999 en átti að fæðast 2. febrú-ar 2000. Það kom til af því að á meðgöngunni greinist vandamál í höfði hans sem fylgst var náið með og í byrjun des- ember var höfuðið byrjað að stækka óeðlilega. Þá var ákveðið að taka hann með keisaraskurði,“ byrjar Auðbjörg frásögn sína af syninum Jóel Gauti og heldur áfram: „Þegar hann var vikugamall var gerð á honum aðgerð og ventill settur í höfuð hans til að minnka þrýsting. Það er fullt af fólki sem gengur um með svona ventla í dag án þess að nokkur taki eftir því. En ef þessi ventill stíflast er voðinn vís og það gerði hann tvisvar fyrstu sex vik- urnar sem Jóel var á vökudeildinni.“ Heimalningar á barnadeild Auðbjörg segir fyrsta árið hafa gengið brösuglega og að þau mæðg- in hafi verið eins og heimalningar á barnadeild Landspítalans. Jóel hafi þjáðst af bakflæði, verið með sondu og nokkrum sinnum fengið melting- arsýkingu. „Aðfaranótt 22. febrúar 2001 veiktist Jóel með svipuð ein- kenni og oft áður, nema uppköstin héldu áfram,“ lýsir hún og heldur frásögn sinni áfram. „Um hádegi fór ég með hann upp á bráðamót- töku barna. Þar var hann skoðaður af læknum sem úrskurðuðu hann með iðrakveisu en tékkuðu aldrei á ventlinum. Dagurinn leið og drengn- um versnaði stöðugt, öfugt við það sem yfirleitt gerist þegar börn með kveisu fá vökva í æð. Hjúkrunar- fræðingarnir komu af og til en þó ég lýsti mínum áhyggjum var ekk- ert hlustað á mig. Læknarnir komu aldrei að tékka á hvernig meðferð- in gengi, þannig að kvartanir mínar náðu aldrei eyrum fagfólksins. Um hálf sex fór ég með Jóel í sónar á Ég hef róið lífróður öll þessi ár Auðbjörg Reynisdóttir ritaði greinina Skaðleg heilbrigðisþjónusta í Fréttablaðið í gær sem fjallar um mistök í heilbrigðis- þjónustu og nefnir meðal annars andlát ástkærs sonar. Hún fékkst til að segja söguna um litla drenginn sinn. Í KIRKJUGARÐI- NUM „Ef læknar greina rangt og fylgjast ekki með hvernig meðferð gengur og hjúkrunarfræðing arnir eru sofandi þá geta börnin dáið,“ segir Auðbjörg Reynisdóttir hjúkrunarfræðingur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM höfði. Læknirinn leit hvorki á mig né hann. Um klukkutíma síðar hætti drengurinn að anda og þá loks fór allt í gang. Stofan fylltist af læknum og hjúkrunarfræðingum og þá fyrst fékk ég að heyra að sónarmyndin hefði sýnt að ventillinn væri stífl- aður. Kallað var á skurðlækninn sem setti ventilinn upp og dreng- urinn var skorinn upp án þess að vera svæfður, því hann var í kóma. Læknirinn gerði athugasemd við að ekki skyldi vera kallað á hann fyrr, greinilega eitthvað sem pirraði hann. Eftir aðgerðina var Jóel Gaut- ur færður á gjörgæsludeild í öndun- arvél. Ég fylgdi með en þótt ég hefði vakað næstu nótt á undan varð mér ekki svefnsamt. Klukkan sex fannst mér að drengurinn minn væri ekki þarna þótt líkaminn væri það, önd- unarvélin andaði fyrir hann.“ Fauk rosalega í mig Eftir stofugang vildu læknarn- ir ræða málin að sögn Auðbjarg- ar. „Áður en ég settist spurði ég læknana hvort þarna hefði eitt- hvað gerst sem hefði átt að skoða betur. Þeir svöruðu því ekki og ég áttaði mig á að ég hafði rétt fyrir mér. Það fauk svo rosalega í mig að ég rauk út, skellti hurðinni svo að gamli spítalinn nötraði og hljóp niður í kjallara, ég gat ekki höndl- að þetta. Þeir komu á eftir mér og á endanum fór ég upp og settist niður með þeim. Maðurinn minn var þá kominn, hann hafði verið úti á landi að vinna. Á þessum fundi var upp- lýst að hætta væri á að drengur- inn okkar hefði skaðast mikið því hann sýndi engin viðbrögð. Hann var settur í heilalínurit sem sýndi nánast enga virkni þó hjartað slægi. Þá þurftum við foreldrarnir að taka ákvörðun um hvort við ætluðum að halda lífi í honum í öndunarvél það sem eftir væri eða slökkva. Reiðin sem sat í mér vegna mistakanna var ólýsanleg en þau virtust ekki skipta læknana neinu máli. Við fengum séra Braga sjúkrahúsprest til okkar og hann veitti okkur styrk. Um hádegi 24. febrúar var slökkt á öndunarvélinni og við fengum sérherbergi til að vera í með son okkar. Það liðu átta tímar þar til yfir lauk, erfiðar stundir en líka að vissu leyti góðar. Eldri drengurinn okkar, Sindri Gautur, kom til okkar, þá þriggja ára, líka vinahjón sem höfðu misst son sinn einu og hálfu ári áður. Fleiri komu til að kveðja Jóel Gaut. Það var ómetanlegt. Við skiptumst á að halda á honum. Hann sýndi engin viðbrögð og lá með lokuð augun, algerlega líflaus þó hann andaði. Ég hélt á honum á því augnabliki sem hann kvaddi. Það var mér ofboðslega dýrmætt. Allt í einu fannst mér hann taka viðbragð og leit á hann, þá var hann skælbrosandi með galopin augun og í þeim var sami glampi og þegar ég kallaði í hann. Svo lokaði hann aug- unum. Þarna var Jesú kominn að sækja hann. Það segir mér nákvæm- lega hvar hann er.“ Auðbjörg sækir stóra mynd af fal- legum dreng með liðað, ljóst hár og stórt bros svo skín í tennur. „Svona vaknaði hann á hverjum morgni um klukkan sex, alveg sama hversu slæmur dagurinn á undan hafði verið. Það var svo gaman að vakna með honum því það ískraði í honum af kæti. En auðvitað átti hann sína erfiðu tíma því ýmislegt var að hrjá hann. Hann nærðist illa og hreyfi- þroskinn var hægur. Hann var nýfarinn að halda höfði almennilega og ekki farinn að sitja. Hvernig and- legi þroskinn var er erfitt að segja um, hann var svo ungur.“ Fyrningarfrestur bóta liðinn Þann 1. janúar 2001 tóku gildi ný tryggingalög sem eiga að bæta læknamistök en Auðbjörg kveðst enga orku hafa haft fyrstu árin eftir lát Jóels til að leita réttar síns. „Ef umboðsmaður sjúklinga hefði verið til þá hefði hann tekið þann pakka,“ segir hún. „Loksins þegar ég sendi kæru til landlæknis árið 2010 tók heilt ár að fá svar. Ég fékk bréf frá yfirlæknum Landspítalans í nóvem- ber 2011 sem var þannig orðað að það væri mitt sjónarmið að þarna hefðu orðið mistök. Þeir viðurkenna sem sagt ekki neitt en biðjast samt afsökunar. Yfirlæknirinn hringdi til að fylgja þessu bréfi eftir. Þá var komin aðventa og afmælisdagurinn hans Jóels og ég ákvað að hugsa ekki um þetta mál fyrr en í byrjun janú- ar á þessu ári því ég var komin með þann hæfileika að geta átt góð tíma- bil. Í janúar var tíu ára fyrningar- frestur bóta liðinn.“ Auðbjörg kveðst hafa óskað eftir að fá að vita hvaða áhrif andlát Jóels hefði haft á vinnulag á bráðadeild. „Því ef læknar greina rangt og fylgj- ast ekki með hvernig meðferð geng- ur og hjúkrunarfræðingarnir eru sofandi þá geta börnin dáið,“ bendir hún á og kveðst hafa fengið þau svör að margt hefði breyst með nýjum spítala og betri tækjakosti. Auðbjörg er menntaður hjúkrun- arfræðingur en hafði verið heima- vinnandi frá því eldri drengur- inn hennar fæddist árið 1997. „Ég vann lengi á gjörgæslu og lyfjadeild en eftir lát Jóels Gauts gat ég ekki hugsað mér að starfa innan sjúkra- húsa svo ég fór í MBA-nám í rekstr- arhagfræði. En varð Auðbjörg vör við mistök þegar hún vann á gjörgæslu? „Já,“ svarar hún. „Ég gerði sjálf mistök, varð vör við mistök og kom í veg fyrir mistök en það var alltaf þögn um þau.“ Hún segir erfitt fyrir sjúk- linga að kæra mistök því þeir teng- ist oft það sterkt sínum heilbrigðis- starfsmönnum. Þess vegna skipti umboðsmaður sjúklinga máli, hann gæti hugsanlega verið hluti af óháðri rannsóknarnefnd læknamistaka sem væri hliðstæð rannsóknarnefndum sjóslysa, flugslysa og umferðar- slysa. „Auðvitað þurfa læknar að vera starfsmenn nefndarinnar að einhverju leyti en þeir eiga ekki að stýra henni, né nokkur annar úr heil- brigðisstétt heldur einhver sem veit hvað lærdómsferli snýst um, hvaða gildi upplýsingar um mistök hafa, því það þarf að vera eftirsóknarvert að læra af þeim. Þannig er það ekki í dag innan heilbrigðiskerfisins.“ Álagstímar Í dag starfar Auðbjörg innan tölvu- geirans í hlutastarfi en er 50% öryrki eftir heilablóðfall sem hún fékk árið 2010 og rekur til álags vegna sorgar og reiði árum saman. Hún missti ekki aðeins son sinn í kringum aldamótin heldur líka for- eldra sína og bróður og gekk einn- ig í gegnum skilnað við eiginmann- inn, ári eftir lát Jóels Gauts. „Ég hef róið lífróður öll þessi ár og lá einmitt á taugalækningadeildinni vegna heilablóðfallsins þegar ég las það í Fréttablaðinu að líklegt væri að 200 manns dæju árlega hér á landi vegna læknamistaka. Það er fleira fólk en deyr í umferðarslysum, flugslysum og sjóslysum samanlagt. Nú er ég búin að safna nægri orku til að berj- ast fyrir því að læknamistök verði upplýst svo af þeim megi læra og bjarga þannig mannslífum.“ Flestir einsetja sér að gera sitt besta og gæta þess að valda engum tjóni. Það mistekst stundum engu að síður. Til þess að auka umferðaröryggi var stofnuð óháð nefnd sem hefur það hlutverk að draga fram lærdóm af um- ferðarslysum og allt hennar starf er opinbert eins og sjá má á vef nefndar- innar www.rnu.is. Sams konar nefndir starfa vegna sjóslysa og flugslysa. Meira að segja atvik hjá lögreglunni eru rannsökuð af óháðum aðila. Þegar slys verða inni á sjúkrahúsi gerist ekkert. Ekkert kerfi fer í gang til að tryggja lærdóm af slysum þar. Málin eru þögguð niður og þeir sem ábyrgð bera geta skýlt sér á bak við persónuverndarlög. Rannsókn Landlæknis- embættisins á kærum er ekki rannsókn. Hún fer fram með bréfaskriftum milli kollega, lýtur nær eingöngu að læknismeðferð og erfitt er að sjá að sú „rannsókn“ sé óháð og hlutlaus. Lærdómur er aldrei dreginn fram í dagsljósið né er krafist úrbóta, því síður er þolandanum bætt tjónið. Úr grein Auðbjargar sem birtist í Fréttablaðinu í gær. Málin eru þögguð niðurGunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.