Fréttablaðið - 17.11.2012, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 17.11.2012, Blaðsíða 45
SPJALDTÖLVUR LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2012 Kynningarblað Þjálfun, kennsla, leikur og starf. Epli.is er dreifingaraðili fyrir Apple Inc. á Íslandi. Á meðal vara sem fyrirtækið selur eru iPad-spjaldtölvur og iPhone- símar. „iPad er mest selda spjald- tölva í heimi og einnig á Íslandi. Ís- lendingar kaupa um það bil sautj- án þúsund iPada árið 2012,“ segir Bjarni Ákason, framkvæmda- stjóri Epli.is. Fyrirtækið opnaði fyrstu Apple-verslunina í Brautar- holti 10-14 þann 1. apríl 2003. Þar blómstruðu viðskiptin sem aldrei fyrr og má segja að það húsnæði hafi sprungið strax eftir nokkurra mánaða rekstur. Í byrjun ársins 2006 fluttist starfsemin á Laugaveg 182 þar sem glæsileg tölvuversl- un er til húsa ásamt skrifstofum, þróun og þjónustu. Nýlega opn- aði svo önnur verslun í Smáralind í Kópavogi. Margir notkunarmöguleikar „iPad er mjög einfaldur í notkun og allir geta notað hann. Í iPad er hægt að gera nánast allt sem fólki dettur í hug að gera. Þar má meðal annars fara í leiki, horfa á bíó, fara á netið, taka myndir og geyma myndir. Þarna inni hefur fólk að- gang að 700 þúsund forritum eða öppum eins og þau eru kölluð, sem snerta öll svið samfélagsins. Til dæmis eru margir sem nota iPad í daglegu starfi, svo sem við funda- hald og afgreiðslu pantana, leika svo með börnunum í þroskaleikj- um og kennsluforritum eftir kvöld- mat og horfa svo á bíómyndir eða hlusta á tónlist eftir að börnin eru sofnuð,“ segir Bjarni. „Í síðasta mánuði kom svo út ný gerð sem nefnist iPad mini. Hann er aðeins minni en fer vel í hendi sem fjölgar möguleikunum enn frekar.“ Prófaðir í kennslu Bjarni segir iPad vera mikið notað- an í skólastarfi og að það séu fjölda- margir skólar að prófa að nota hann í kennslu. „Hjallastefnan hefur til dæmis tekið þennan hátt alfarið upp og er reynslan af þessu starfi mjög góð. Nemendur vinna mikið af verkefnum, gera rafbækur um ákveðin efni og svo er auðvitað haf- sjór af upplýsingum á netinu sem nemendurnir læra að umgangast og þekkja gæðin á. Inni á iPad-tækinu eru þau svo með allar skólabækurn- ar sem léttir skólatöskuna mikið en nágrannaþjóðir okkar hafa meðal annars horft til þess að minnka hryggskekkju með innleiðingu á iPad í skólastarf. Notkun iPad hefur líka lægri kostnað fyrir skólana í för með sér þegar á heildina er litið.“ Lægri bilanatíðni og ódýrari Hann segir það vera ódýrara fyrir almenning að eignast iPad en tölvu, hann sé ekki einungis ódýr- ari í sjálfu sér heldur séu bilan- ir í iPad mjög fágætar. Bjarni nefn- ir að bilanatíðnin á Mac-tölvun- um frá Apple sé mjög lág nú þegar en hún sé jafnvel enn lægri á iPad. Auk þess er þægilegra að ferðast með þá hvert á land sem er heldur en til dæmis fartölvu. iPad er fjöl- notatæki og rannsóknir hafa sýnt að ánægja notenda iPad er mun meiri en hjá öðrum. Stjórnar landinu með iPad Virkni iPad og hlutverk hans er margs konar. „Þeir segja að David Cameron stjórni Bretlandi með iPad. Hann er með sérsniðið for- rit þar sem hann fær allar upplýs- ingar sem hann þarf inn á hann og byrjar hvern morgun þannig. Svo skilst mér að hann sé líka mikið í Fruit Ninja sem er einhver leikur,“ segir Bjarni og hlær. Hann bætir við í gamansömum tón að Barack Obama Bandaríkjaforseti geri slíkt hið sama en að við eigum enn eftir að sjá Jóhönnu Sigurðardóttur for- sætisráðherra gera þetta. Umhverfisvænna tæki „Það má líka segja að notkun iPad sé betri fyrir líkamlega hreysti fólks. iPad býr yfir snertiskjá sem gerir það að verkum að fólk ligg- ur ekki á lyklaborði heldur notar hreyfingar sem eru okkur eðlis- lægari. Sömuleiðis er iPad tals- vert léttari í meðförum en til dæmis fartölva. Einnig er notkun iPad umhverfis- vænni en hefðbundinna tölva því honum fylgir minni pappírsnotkun. Stjórnir í fyrirtækjum og stofnunum og nefndir eru byrjaðar að innleiða iPad í staðinn fyrir að vera endalaust að prenta út skýrslur í mörgum eintökum. Í mörgum tilfellum borgar tækið sig upp á örfáum mánuðum í pappírs- kostnaði og fólk er fljótara að finna upplýsingar sem það þarf á iPad þar sem það er hægt að framkvæma leit í skjölunum,“ segir Bjarni. iPad er mest selda spjaldtölvan Íslendingar kaupa um sautján þúsund iPada á árinu 2012 einu og er iPad frá Apple mest selda spjaldtölva í heimi og á Íslandi. iPad er mjög einfaldur í notkun og eru möguleikar hans nánast óendanlegir. Epli.is er með umboðið fyrir Apple á Íslandi. iPad er mjög einfaldur í notkun og allir geta notað hann. Í dag er ódýrara að eignast iPad en hefðbundna tölvu að sögn Bjarna Ákasonar, framkvæmdastjóra Epli.is. MYND/VILHELM FJÓRÐA KYNSLÓÐ IPAD iPad með Retina-skjá hefur að geyma einstaka eiginleika í alla staði. Ótrúlega afkastagetu með nýja A6X-örgjörvanum, ofurhraða þráðlausa tækni, tíu tíma rafhlöðu og stórkostlegan 9,7” Retina-skjá með 3,1 milljóna pixla upplausn. Helstu eiginleikar 9,7” Retina-skjár A6X-örgjörvi með fjögurra kjarna grafík iSight-myndavél 5 megapixla, 1080p upptaka FaceTime HD Ofurhröð þráðlaus tækni Lightning-tengi iOS 6 með Siri og iCloud Tíu tíma rafhlaða FER VEL Í LÓFA iPad mini hefur allt sem þú kannt vel við hjá iPad, skarpur og fallegur skjár, hraði og mikil afkastageta, iSight og FaceTime myndavél, hundruð þúsunda for- rita, tíu klukkustunda ending raf- hlöðu. Þetta allt hefur iPad mini og auk þess fer hann vel í lófa. Helstu eiginleikar - 7,9“ LED-baklýstur fjölsnertiskjár - Smellpassar í lófann - Aðeins 7,2 mm þunnur og 308 grömm / 312 grömm (Wi-Fi + 4G) - iSight-myndavél 5 megapixla, 1080p upptaka - FaceTime HD-myndavél - Öflugur A5-örgjörvi - iOS 6 með Siri og iCloud - Lightning-tengi - Ofurhröð þráðlaus tækni - Styður 3G og 4G LTE tækni (á Wi-Fi + 4G gerðum)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.