Fréttablaðið - 17.11.2012, Side 48

Fréttablaðið - 17.11.2012, Side 48
KYNNING − AUGLÝSINGSpjaldtölvur LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 20124 Ég held að það sé enginn framleiðandi í heiminum sem skákar Samsung og á það við jafnt um sjónvörp sem snjallsíma. Fólk er líka að átta sig á því að þessi tæki virka gríðarlega vel saman. Það er ekki bara að fólk geti skoðað ljósmyndir og mynd- bandsupptökur þráðlaust úr sím- anum í sjónvarpstækjunum held- ur er einnig hægt að horfa á efni úr sjónvarpinu í símunum og í spjaldtölvunum. Þetta er náttúru- lega alveg magnað og hreint ótrú- legt hvað þetta virkar vel hjá Sam- sung – bara eins og ristað brauð með osti,“ segir Skúli Oddgeirs- son, verslunarstjóri Samsung set- ursins. „Reyndar er ég hvað hrifnastur af spjaldtölvunum frá Samsung og ég held að þróunin í þeim sé jafn- vel enn hraðari þessa stundina en í snjallsímunum. Galaxy-spjaldtölv- urnar eru hraðvirkar, með skýran, góðan skjá og mjög meðfærilegar til að nota til að lesa rafbækur uppi í rúmi eða Moggann með morgun- kaffinu.“ Nýjasta spjaldtölvan frá Sam- sung heitir Galaxy Note 10.1 og er hreint frábært vinnutæki sem býður upp á að unnið sé í mörgum forritum í einu. Hún er auk þess með innbyggðum penna sem gerir það að verkum að hægt er að nota spjaldtölvuna til að glósa, teikna og jafnvel meðhöndla ljósmyndir þar sem það fylgir sérstök útgáfa af Photoshop með Galaxy Note 10.1. „Svo eru það jafnvel litlu hlut- irnir sem verða til þess að maður tekur ástfóstri við þessa græju,“ segir Skúli. Í mínu tilfelli er það til dæmis að geta sent fólki póst- kort með myndum sem ég hef tekið sjálfur og skrifað skilaboð með. Hægt er að nota forrit (app) sem kallast Touchnote til að senda myndirnar sem póstkort hvert á land sem er. Ætli maður sendi ekki slatta af jólakortum þannig í ár.“ Svo má ekki gleyma því að Ga- laxy Note-spjaldtölvan er alveg fyr- irtaks búnaður fyrir vinnandi fólk. „Ég get unnið með allar helstu skjalategundir beint í spjaldtölv- unni og deilt með vinnufélögum og umheiminum með einfaldari hætti en ég hef áður kynnst. Ég held að við séum að upplifa ákveðna byltingu í því hvernig fyrirtæki og stofnanir haga sínum tölvu- og tækjamálum en auðvitað tekur þetta einhvern tíma að síast inn.“ Skúli segir Samsung setrið bjóða fyrirtaksþjónustu sem getur skipt sköpum. „Maður hittir stund- um fólk sem hefur freistast til að kaupa tæki í útlöndum eða af ein- hverjum tilboðssíðum á netinu sem selja búnað sem keyptur er á gráum markaði. Fólk telur sig vera að spara nokkra þúsundkalla en kemst svo að því að það er hægara sagt en gert að fá ábyrgðarviðgerð- ir og annan sjálfsagðan rétt sam- kvæmt neytendalögum. Það er mikilvægt að fólk sé meðvitað um að kaupa vörur af viðurkenndum aðilum sem hafa getu og vilja til að veita þá þjónustu sem þarf eftir að tækið er keypt. Fólk veit hvað það fær hjá okkur.“ Við finnum fyrir gríðarlegum áhuga á notk-un spjaldtölva og bara það sem af er hausti höfum við haldið fimmtán spjaldtölvunám- skeið fyrir 350 manns víðs vegar um landið. Nám- skeiðin gera fólk betur í stakk búið til að nýta þá möguleika sem tækið býður upp á,“ segir Sigrún Jó- hannsdóttir, framkvæmdastjóri TMF Tölvumið- stöðvar, sem áður hét Tölvumiðstöð fatlaðra. Á nám- skeiðin mæta foreldrar, aðstandend- ur, kennarar og fagfólk sem annast fólk með fötlun en líka aðrir sem vilja til að mynda nýta tæknina í almennri kennslu, sem fær- ist að sögn Sigrúnar sífellt í aukana. Á námskeiðinu eru hin ýmsu smáforrit kynnt til sögunnar. „Það hefur reyndar verið skortur á íslenskum forritum og íslenski talgervilinn sem les upp allan texta gengur enn sem komið er ekki á iPad-spjaldtölvurnar. Við leggjum í staðinn áherslu á að kynna smáforrit þar sem hægt er að setja inn eigin myndir, texta og innlesið tal. Má þar nefna forrit sem heitir Little Story Maker frá Grashopper Apps. Það er í raun óskrifuð bók þar sem hægt er að setja inn eigin myndir, tala inn hljóð og skrifa hvaða texta sem er. Hægt er að laga efnið algerlega að þörf- um; búa til litla sögubók, myndrænt skipulag eða félagsfærnisögur um hvernig æskilegt er að bregð- ast við í mismunandi aðstæðum. Þetta gagnast til að mynda börnum með einhverfu og öðrum sem þurfa stuðning í boðskiptum og félagsfærni,“ út- skýrir Sigrún. „Þá er til forrit sem heitir Talk Tablet þar sem hægt er að lesa inn íslensk orð og texta. Eins er hægt að setja inn lítil myndbandsbrot sem sýna æskilega hegðun eins og að þvo sér eða bursta tenn- ur svo dæmi séu nefnd. Þá eru ýmis forrit hönnuð sérstaklega með tiltekna hópa í huga. Má þar nefna Visual Planner þar sem hægt er að gera myndrænar skipu- lagstöflur og dagatöl sem henta einhverf- um og öllum sem þurfa myndrænan stuðning.” E i n n a f kost u m spjaldtölvanna í þjálf- un barna og ungmenna er að sögn Sigrúnar sá að þau laðast mjög að þess- um tækjum og það er auðvelt að fá þau til að taka þátt. Sigrún segir námskeiðin og ráðgjöfina hjá TMF Tölvumiðstöð vera fyrir fólk á öllum aldri og með ólíkar þarfir. „Við leggjum áherslu á þá tæknimögu- leika sem eru í boði óháð fötlun eða aldri. Fólk getur svo lagað það að sínum þörfum hvort sem er í námi, leik eða þjálfun.“ Frábært tæki til þjálfunar Spjaldtölvur eru í auknum mæli notaðar í þjálfun fólks með skerta færni en sömuleiðis í almennu námi. Hjá TMF tölvumiðstöð er boðið upp á ráðgjöf, fræðslu og námskeið í notkun á spjaldtölvum í námi, leik og þjálfun. Einn af kostum spjaldtölvanna í þjálfun barna og ungmenna er að sögn Sigrúnar sá að þau laðast mjög að þessum tækjum og það er auðvelt að fá þau til að taka þátt. Eins og ristað brauð með osti Áhugi landsmanna á Samsung hefur aukist mikið að undanförnu. Ástæðan er einfaldlega sú að Samsung framleiðir gæðavöru sem höfðar vel til fólks. Nýjasta spjaldtölvan frá Samsung heitir Galaxy Note 10.1 og býður upp á fjölmarga skemmtilega möguleika. „Svo eru það jafnvel litlu hlutirnir sem verða til þess að maður tekur ástfóstri við þessa græju,“ segir Skúli. „Í mínu tilfelli er það til dæmis að geta sent fólki póstkort með myndum sem ég hef tekið sjálfur og skrifað skilaboð með.“ MYND/GVA
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.