Fréttablaðið - 17.11.2012, Síða 86

Fréttablaðið - 17.11.2012, Síða 86
17. nóvember 2012 LAUGARDAGUR| TÍMAMÓT | 54TÍMAMÓT Stórstjörnurnar Diddú, Egill Ólafs- son, Lay Low, Valdimar, Ragnheið- ur Gröndal, Greta Salóme og Maríus Sverrisson koma fram á styrktartón- leikum í Guðríðarkirkju í dag klukkan 16, ásamt Ljósakórnum og kirkjukór Lágafellssóknar, sem stendur fyrir tónleikunum. Ágóðanum verður varið í kaup á rampi fyrir hjólastól og upp- setningu hans heima hjá Steinunni Ingibjörgu Jakobsdóttur, íbúa í Mos- fellsbæ, til að hún komist út á pallinn sinn á góðviðrisdögum. Trygginga- stofnun greiddi rampinn við útidyrn- ar en að komast út á veröndina virð- ist ekki teljast sjálfsögð mannréttindi. Steinunn kveðst hafa lent í því í sumar að detta þegar hún var að staulast yfir þröskuldinn utan af palli. „Strákurinn minn var hér heima sem betur fer,“ segir hún og útskýrir að þegar hún detti lendi hún alltaf á löm- uðu hliðinni því hún sé þyngri. „Ég er komin með beinþynningu og fór úr axlarlið við þessa byltu. Er með skert snertiskyn en ýkt sársaukaskyn og af því ég er með spastíska lömun þurfti að setja mig í snögga svæfingu til að koma liðnum í samt lag. Það kostaði það að ég var kastandi upp næstu nótt út af lyfjunum. Eftir þetta þorði ég ekki út á pall ef ég var ein heima þó glampandi sól væri úti.“ Steinunn fékk slæmt heilablóðfall árið 2004, þá 27 ára einstæð móðir með tvö börn, sjö og tíu ára. „Ég vann mikið á þessum tíma, auk þess að vera í móður- og húsmóðurhlutverk- inu. Starfaði í móttökunni hjá Hunda- ræktarfélagi Íslands og við ræsting- ar, einnig vann ég við bókhald fyrir verkfræðistofu heima á kvöldin. Svo ræktaði ég hunda líka, var með fimm hunda á heimilinu sem þurfti að viðra bæði kvölds og morguns. Álagið var því mikið. Mér var haldið sofandi í hálfan mánuð eftir áfallið og var á Grensásdeild í eitt og hálft ár. Færnin hefur farið fram úr björtustu vonum og ég hef miða með nafninu mínu á svefnherbergishurðinni til að minna mig á framfarirnar frá því ég var á Grensás og rataði ekki í herberg- ið mitt. Ég er búin að vera á fótum í nokkur ár en fékk bakslag sem ég vil líta á sem tímabundið. Ég hef alltaf reynt að vera jákvæð og bjartsýn og hef aldrei tapað trúnni á að fá mátt í vinstri höndina. Ég hef sofið með spelku á henni í átta ár til að vöðv- arnir styttist ekki í fingrunum.“ Steinunn kveðst lifa ríku lífi og fá ómetanlegan stuðning frá öllum í kringum sig. Börnin hennar, Jakob Axel 18 ára og Steinunn Halldóra á 15. ári, veiti henni mikinn og góðan félagsskap þó þau búi mest hjá pabba sínum sem flutti í næsta hús til að þau gætu hlaupið á milli. Þau eigi sín herbergi á báðum heimilum. „Börn- in hafa alltaf verið mér hvatning í að halda áfram að berjast,“ segir hún. „Það er nóg að fá bros frá þeim, þá breytist líðan mín til batnaðar.“ gun@frettabladid.is Kemst ekki út á pallinn ef ég er ein heima Ágóði styrktartónleika sem haldnir eru í dag klukkan 16 í Guðríðarkirkju í Grafar- vogi rennur til Steinunnar Ingibjargar Jakobsdóttur sem einkum vantar ramp fyrir DÝRAVINUR Steinunn á hund, tvær kisur og páfagauk sem veita henni mikla gleði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ástkær eiginkona mín, móðir og tengdamóðir, LAUFEY KRISTJÁNSDÓTTIR Flétturima 4, Reykjavík, lést á Landspítalanum 10. nóvember. Jarðsungið verður frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 19. nóvember klukkan 13.00. Blessuð sé minning hennar. Sigurður Guðmundsson Hafdís Engilbertsdóttir Baldvin Steindórsson Kristján Eggert Engilbertsson Sif Jónsdóttir Jón Arnar Sigurjónsson Eva Mjöll Ingólfsdóttir Kristinn S. Helgason Andri Már Ingólfsson Valgerður Franklínsdóttir Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, WG. CDR. ALFRED GEORGE WILMOT chartered electrical engineer RAF, áður til heimilis í Smáraflöt og Efstalundi í Garðabæ, fæddur í Wales 10. júlí 1922, andaðist 3. nóvember 2012. Útför hans fór fram í kyrrþey. Við þökkum innilega starfsfólki Landspítalans, heimahjúkrun og heilsugæslu Garðabæjar, dagþjálfun Hrafnistu í Reykjavík og Hafnarfirði, og hjúkrunarheimilinu Holtsbúð á Vífilsstöðum, fyrir veittan stuðning, kærleik, umönnun og mikilsverð störf, vinum og fjölskyldum okkar fyrir djúpa samúð. Virðingarfyllst, Unnur Inga Jensen Alfreð Ingi Alfreðsson Wilmot George Elís Alfreðsson Wilmot John Wilmot David Wilmot Robert Wilmot Tómas Wilmot tengdadætur, barnabörn og barnabarnabörn. Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Suðurhlíð 35, Reykjavík • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Alúð - virðing - traust Áratuga reynsla Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn Elskuleg eiginkona mín, tengdadóttir, systir, mágkona og frænka, DRÖFN LÁRUSDÓTTIR Dalhúsum 73, Reykjavík, sem lést á líknardeild Landspítala, Kópavogi þriðjudaginn 6. nóvember verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 21. nóv ember kl.13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Ljósið eða önnur líknarfélög. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Ásmundur Einarsson Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, dóttir, systir og mágkona, KRISTÍN STEINARSDÓTTIR kennari, Bleikjukvísl 11, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum mánudaginn 12. nóvember, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 21. nóvember nk. kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á styrktarreikning vegna sjálfstæðrar búsetu dóttur hennar Nínu Kristínar, nr. 313-22-001282, NKS ehf., kt. 620910-0150. Sigurbjörn Magnússon Magnús Sigurbjörnsson Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Nína Kristín Sigurbjörnsdóttir Steinarr Guðjónsson Elsa Pétursdóttir Björg Steinarsdóttir Gísli V. Guðlaugsson Rakel Steinarsdóttir Bryndís Steinarsdóttir Hermann Hermannsson Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, PÉTUR AXELSSON fyrrverandi útibússtjóri, Túngötu 22, Grenivík, lést á Grenilundi Grenivík þriðjudaginn 13. nóvember. Útför hans fer fram frá Grenivíkurkirkju laugardaginn 24. nóvember kl. 14.00. Erla Friðbjörnsdóttir Anna Pétursdóttir Kristinn Skúlason Birgir Pétursson Aðalheiður Jóhannsdóttir Sigurbjörg Helga Pétursdóttir Jón Bragi Skírnisson Friðbjörn Axel Pétursson Jón Ásgeir Pétursson Elín Berglind Skúladóttir Guðrún Hildur Pétursdóttir Helgi Teitur Helgason afa- og langafabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar ástkæra sambýlismanns, föður, tengdaföður og afa, HANS ÓLA HANSSONAR Tröllakór 1, Kópavogi, sem lést af slysförum 20. október síðastliðinn. Ólöf Ólafsdóttir Sævar Hansson Valdís Brynjólfsdóttir Sigrún Júlía Hansdóttir Vilmundur Friðriksson Kolbrún Steinunn Hansdóttir Þórarinn Gunnarsson og barnabörn. Svölur verða með markað í dag frá klukkan 10 til 19 á Reykja- vík Natura (áður hótel Loftleið- ir). Markaðurinn er til stuðn- ings sex ára stúlku, Sunnu Valdísi, sem ein hér á landi þjáist af sjúkdómi sem kallaður er AHC. Fleiri upplýsingar eru á ahc.is. Á markaðinum verða vörur fyrir börn á aldrinum 0 til 12 ára, föt, leikföng, hjól, barna- stólar og fleira. Allt nýtt eða lítið notað og allt á góðu verði. Dagskrá verður fyrir börn í bíósal hótels- ins. Skoppa og Skrítla koma í heimsókn og Hafdís Huld mun syngja. Flugfreyjukórinn syngur líka af og til allan daginn. - gun Safna fyrir gott málefni
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.