Fréttablaðið - 17.11.2012, Page 98

Fréttablaðið - 17.11.2012, Page 98
17. nóvember 2012 LAUGARDAGUR| MENNING | 66 „Það er eitthvað við þessa hreyf- ingu sem gleður mann og ég þarf allavega ekki að hafa áhyggjur af því að nenna ekki í ræktina því maður nennir alltaf að húlla,“ segir Alda Brynja Birgisdóttir, einn helsti húllasérfræðingur landsins. Húllahoppnámskeið Öldu hófust í Kramhúsinu í haust. Alda kynnt- ist húllahringjum í gegnum eigin- mann sinn en bæði eru þau með- limir í Sirkus Íslands. „Það eru fimm ár síðan ég prufaði þetta en þá hafði ég ekki húllað síðan ég var barn. Maðurinn minn hafði látið útbúa svona aðeins stærri og þyngri hringi fyrir Sirkusinn og hvatti mig til að prufa,“ segir Alda sem varð undir eins forfall- inn aðdáandi. Námskeiðin snúast um að dansa með hringina og gera til allskyns brögð. Unnið er með húllahringjum sem eru stærri og þyngri en venju- legu plasthringirnir. Alda segir húllahoppið vera skemmtilega lík- amsrækt sem reynir á allan lík- amann. „Markmiðið er að ná betri tökum á hringnum. læra alls konar brögð og þjálfa upp flæði í dans- inum með hringinn.“ Fullt var á fyrsta námskeiðinu í haust en næsta byrjendanámskeið hefst eftir áramót. Fyrir þá sem vilja byrja strax að æfa sig að húlla geta fjárfest í hringjum hjá Öldu. Alþjóðlega húllasamfélagið er nokkuð stórt en Alda hefur meðal Nennir alltaf að húlla Alda Brynja Birgisdóttir varð háð hreyfi ngunni og gleðinni sem fylgir húlla- hringjum og hefur undanfarið staðið fyrir húllahoppnámskeiðum í Kramhúsinu. SKEMMTILEG LÍKAMSRÆKT Húllahoppnámskeið Öldu Brynju Birgisdóttur í Kramhúsinu hafa vakið mikla lukku. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFAN annars farið á svokallaða húllaráð- stefnu í Englandi og á Spáni. „Þetta er stórt samfélag en á ráðstefnunni skiptast gestir á fróðleik varðandi húllahopp. Minn draumur er að búa til svona samfélag hér á landi og í kjölfarið halda húllaráðstefnu á Íslandi. Þetta er eitthvað sem allir verða að prufa.“ alfrun@frettabladid.is Hægt er að húlla á marga vegu, með einum eða fleiri hringjum. Maður getur einbeitt sér að því að gera brögð með hringjunum eins og sirkus- listamenn, eða einfaldlega liðið um með hringinn við tónlist og einbeitt sér meira að dansinum. HANDAHÚLL: Haltu hringnum fyrir framan þig með annarri hendi og leyfðu honum að sveiflast fram og til baka eins og pendúll. Leyfðu hringnum síðan að sveiflast heilan hring og haltu honum svo gangandi þannig. Hafið hringinn alltaf inni í lófanum á meðan er húllað. Hægt að skipta um hendi og gera stóra og litla hringi. HANDAHÚLL MEÐ TRIXI: Húllaðu með hendi eins og útskýrt að ofan. Leyfðu hringnum að skríða upp rétt fyrir ofan olnbogann. Hægt er að lyfta einfaldlega upp hendinni til að hringurinn skríði upp. Þegar þú hefur náð stjórn á að hafa hringinn fyrir ofan olnbogann er hægt að beygja höndina inn í hringinn og rétta aftur. Þetta trix kemur mjög flott út með tvo hringi á hvorri hendi. HNÉHÚLL: Húllaðu á mjöðmunum og leyfðu síðan hringnum að skríða í rólegheitunum niður á lærin. Passa þarf að hafa hringinn alltaf fyrir ofan hnéskeljarnar. Ef hringurinn er að snúast til vinstri er hægra hné notað að framanverðu til þess að halda hringnum gangandi. Hægt er að gefa hringnum aukaspark með hné til þess að koma honum upp á mjaðmirnar aftur. Nokkur húllabrögð Auðveld æfing fyrir alla Nokkuð erfið æfing Erfið æfing HÚLLAMERKINGAR: Styrktarsjóður Guðmundu Andrésdóttur auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum á árinu 2012 Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins nr. 9321 er markmið hans ,,að styrkja og hvetja unga og efnilega myndlistarmenn til náms” en stofnfé sjóðsins er arfur samkvæmt erfðaskrá Guðmundu Andrésdóttur listmálara sem lést árið 2002. Ráðstöfunarfé sjóðsins eru raunvextir af höfuðstól og verður í ár ráðstafað 3.8 milljónum króna. Stjórn sjóðsins ákveður hversu margir styrkir verða veittir. Sjóðurinn styrkir myndlistarmenn til framhaldsmenntunar og er æskilegt að umsækjendur hafi lokið BA prófi í myndlist eða sambærilegu námi. Hægt er að sækja um styrk til lengri eða skemmri námsdvalar erlendis, þó aldrei skemur en til sex mánaða. Umsókn skal fylgja ítarleg greinargerð um fyrir- hugað nám ásamt meðmælabréfi og upplýsingum um fyrra nám og starfsferil. Stefnt er að úthlutun eigi síðar en 27. desember næstkomandi. Umsóknarfrestur er til og með 17. desember 2012. Umsóknir merktar styrktarsjóðnum skulu sendar Listasafni Íslands, Laufásvegi 12, 101 Reykjavík. Nánari upplýsingar eru veittar í síma Listasafnsins 515 9600. Stjórn Styrktarsjóðs Guðmundu Andrésdóttur FIMM ÚTVARPS- STÖÐVAR Í BEINNI FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP - oft á dag Stúdentaleikhúsið sýnir í ár leikverkið Nashyrningana eftir Eugène Ionesco, eitt helsta leik- skáld Absúrdleikhússins. Leik- stjóri uppfærslunnar er Árni Kristjánsson og nýtir hann dans og líkamsbeitingu svo mikill hasar myndast á sviðinu. Verkið Nashyrningarnir, sem er frá árinu 1961, fjallar um lít- inn bæ þar sem bæjarbúar tapa mennsku sinni og breytast í nas- hyrninga, einhyrnda eða tví- hyrnda. Rökhugsun, tungumál og náungakærleikur hverfur úr bænum en við tekur traðkandi taktur nashyrninganna. Aðal- hlutverk eru í höndum Hildar Hrannar Guðmundsdóttur og Alexanders Erlendssonar sem leika Berglindi og Jón. Berglind er betur þekkt sem Berenger en í uppfærslu Stúdentaleikhússins, hefur kyni þessarar aðalpersónu verið breytt úr karlkyni í kven- kyn. Meðal annarra leikara í sýn- ingunni eru Daníel Geir Moritz, fyndnasti maður Íslands 2011, sem fer með hlutverk rökfræð- ings og tónlist er í höndum Daða Freys Péturssonar, meðlims hljómsveitarinnar RetRoBot, sig- urvegara Músíktilrauna í ár. Nashyrningarnir voru fyrst settir upp hér á landi í Þjóðleik- húsinu 1961. Síðast var það sýnt fyrir 23 árum, af leikfélagi MH, þá með Benedikt Erlingssyni í einu aðalhlutverkanna. Leikritið var frumsýnt í gær en önnur sýning er annað kvöld. Sýnt er í Norðurpólnum. - sbt Berenger varð að Berglindi Stúdentaleikhúsið frumsýnir Nashyrningana eft ir Ionesco. HASAR Nashyrningarnir í Norðurpólnum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.