Fréttablaðið - 17.11.2012, Side 112

Fréttablaðið - 17.11.2012, Side 112
17. nóvember 2012 LAUGARDAGUR| SPORT | 80 standa sig vel og þá kemur hitt í kjölfarið,“ segir Heimir. Má ekki hlusta á gagnrýnisraddirnar Heimir segir að Villas-Boas þurfi að sýna meiri kjark og að skiptingar hans séu oft alltof varnarsinnaðar. Það hjálpar ekki Gylfa enda er hann bestur að skapa færi og mörk fremst á vell- inum og því oft fórnað þegar Vil- las-Boas ákveður að pakka í vörn. Gylfi hefur mátt þola gagnrýni að undanförnu og sumir hafa sett hann á lista yfir verstu kaup tímabilsins. „Í Englandi þar sem er allt- af stanslaust fjölmiðlaáreiti þurfa menn að vera sterk- ir. Mótið er rétt nýbyrjað og menn þurfa að harka svona af sér. Ef menn geta það ekki þá þurfa þeir að fara að leita sér að nýrri vinnu. Gylfi er frábær fót- boltamaður og hann á eftir að standa sig vel þarna. Það er engin spurning,“ sagði Heimir að lokum. Gylfi verður væntanlega á bekkn- um í dag þegar Tottenham heimsæk- ir Arsenal í hádegisleik ensku úrvals- deildarinnar en þetta verða fyrstu kynni hans af Norð- ur-Lundúna slagnum. Nú er bara vona að Heimir hafi rétt fyrir sér og okkar maður fái tæki- færið sem fyrst. ooj@frettabladid.is FÓTBOLTI Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hans spila í dag einn stærsta leik tímabilsins þegar þeir heimsækja erkifjendurna í Arsenal á Emirates- völlinn. Gylfi var eitt heitasta nafnið í ensku úrvalsdeildinni eftir fyrstu mánuði sína hjá Swansea en nú glím- ir hann við mótlæti eftir fyrstu þrjá mánuði sína hjá Tottenham. Tölfræðin er vissulega sláandi þegar þrír fyrstu mánuðirnir með Swansea eru bornir saman við þrjá fyrstu mánuðina hjá Tottenham. Gylfi kom til Swansea í janúar og var þrem- ur mánuðum síðar búinn að koma að 11 mörkum í 14 leikjum. Gylfi hefur nú spilað 457 mínútur með Tottenham í ensku úrvalsdeildinni og hefur ekki enn skorað mark eða gefið stoðsend- ingu. Það sem vekur kannski enn meiri áhyggjur er þó sú staðreynd að Gylfi fékk ekki eina einustu mínútu í síðustu leikjum Tottenham-liðsins. Snýst bara um þolinmæði Fréttablaðið fékk Heimi Guðjónsson, þjálfara Íslandsmeistara FH, til að meta stöðuna sem er komin upp hjá Gylfa sem hefur ekki verið í náðinni hjá stjóranum André Villas-Boas. „Ég held að þetta snúist bara um þol- inmæði og að grípa tækifærið þegar það gefst. Hann er ekki búinn að koma við sögu í síðustu tveimur leikjum en ég held að það sé engin ástæða til að fara á taugum yfir því. Þetta er langt tímabil og það er stutt á milli í fótbolta. Þetta snýst því um að vera þolinmóð- ur og bíða eftir tækifærinu og þegar það kemur að nýta það. Gylfi á eftir að standa sig vel þarna enda frábær fótboltamaður,“ segir Heimir Guðjóns- son. Villas-Boas hefur veðjað frekar á það að nota Bandaríkjamanninn Clint Dempsey fremstan á miðjunni. Skilur ekki í Villas-Boas „Mér finnst Clint Dempsey ekki hafa verið öflugur þannig að Gylfi hlýtur að fá tækifærið. Ég sá leikinn á móti Manchester City um síðustu helgi og Dempsey var ekki góður þar. Gylfi þarf að vera duglegur á æfingasvæð- inu og sýna þjálfaranum að hann eigi að fá að spila. Ég held að Gylfi fái tæki- færi aftur,“ segir Heimir og hann skil- ur ekki í því að Gylfi fái oft ekki að taka aukaspyrnur Tottenham-liðsins. „Ég sá um daginn þá fékk Gylfi ekki einu sinni að taka aukaspyrnu í leikn- um og ég held að Villas-Boas þurfi að fara að endurskoða það. Það eru fáir betri en Gylfi í þeirri stöðu að skora úr aukaspyrnum fyrir utan teig. Þarna á bara þjálfarinn að grípa inn í og segja að það sé bara einn maður sem tekur þessar aukaspyrnur og það þarf ekk- ert að flækja það,“ segir Heimir en hvað þarf að gerast til að Gylfi finni sig á ný. Þarf hann ekki á marki eða stoðsendingu að halda? „Hann þarf að byrja á því að standa sig vel þegar hann fær tækifærið og þá dettur hitt fyrir hann hvort sem það er að leggja upp mark eða skora. Það þýðir ekki að hugsa fyrst um það held- ur þarf hann að einbeita sér að því að HANDBOLTI Stefán Rafn Sigurmannsson var valinn besti leikmaður fyrstu sjö um- ferða N1-deildar karla og Aron Kristjánsson besti þjálfarinn. Báðir koma úr Haukum sem vann sex af sjö leikjum sínum í haust og er með dágóða forystu á toppi deildarinnar. Annar Haukamaður, Jón Þorbjörn Jóhannsson, var valinn besti varnarmaðurinn. ÍR fékk verðlaun fyrir bestu um- gjörðina og besta dómaraparið skipa Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Sjö leikmenn úr sex félögum skipa svo úrvalsliðið sem má sjá á Vísi. Haukar sópuðu til sín verðlaunum FÓTBOLTI Hallbera Guðný Gísladóttir skrifaði í gær undir nýjan samning við sænska úrvalsdeildarliðið Piteå en hún kom fyrst til liðsins fyrir síðasta tímabil. Piteå endaði í átt- unda sæti deildarinnar og var Hall- bera fastamaður í liðinu. „Hallbera er örvfættur bakvörður með alþjóðlega reynslu. Slíkir leik- menn vaxa ekki á trjánum,“ sagði Leif Strandh, yfirmaður íþróttamála hjá félaginu. Hallbera á að baki 33 leiki með A-landsliði Íslands og hefur hún skorað eitt mark í þeim. Hallbera áfram hjá Piteå í Svíþjóð FÓTBOLTI Hlynur Atli Magnússon, 22ja ára varnarmaður úr Fram, er á leið frá félaginu. Stjórn knatt- spyrnudeildar Fram tilkynnti í gær að leikmaðurinn hefði verið settur á sölulista eftir að hann óskaði þess að komast annað. Sjálfur sendi Hlynur Atli frá sér yfirlýsingu stuttu síðar þar sem hann segist ekki eiga samleið með þjálfar- anum Þorvaldi Örlygssyni. Því sjái hann ekki annan kost í stöðunni en að færa sig um set. Hlynur er samn- ingsbundinn Fram til næsta árs. Hlynur Atli settur á sölulista hjá Fram FÓTBOLTI Björn Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings, sagði við Fréttablaðið að mikill áhugi væri hjá félaginu að fá markvörðinn Ingvar Þór Kale aftur til félagsins. Ingvar leikur með Breiðabliki en var í haust gefið leyfi til að finna annað félag. Björn sagði --að samningar væru ekki í höfn og að enn ætti eftir að ganga frá síðustu smáatriðunum. Hann staðfesti um leið að Björgólfur Takefusa, framherji Víkings, væri ekki á leið til Breiðabliks, eins og mögulega hafi komið til greina. Ingvar Þór á leið aft ur í Víkina Aðalfundur Golfklúbbs Ness – Nesklúbbsins 2012 Aðalfundur Golfklúbbs Ness - Nesklúbbsins verður haldinn í golfskála félagsins laugardaginn 24. nóvember kl. 15.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál Gylfi á eft ir að standa sig vel Heimir Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara FH, hefur ekki áhyggjur af stöðu Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Tottenham. Gylfi hefur ekkert komið við sögu í síðustu tveimur leikjum liðsins og hefur ekki átt beinan þátt í marki í ensku úrvalsdeildinni á fyrstu þremur mánuðum hans hjá Tottenham. Tottenham mætir Arsenal á Emirates-leikvanginum í dag. FORMÚLA 1 Sebastian Vettel, ökuþór Red Bull-liðsins í Formúlu 1, ók hraðast um nýju kappakstursbraut- ina í Texas í Bandaríkjunum þegar föstudagsæfing- ar fóru fram þar í gær. Bandaríski kappaksturinn fer fram í fyrsta sinn síðan 2007 á sunnudaginn. Vettel þreytti frumraun sína í Formúlu 1 í Banda- ríkjunum fyrir fimm árum og ekur nú í sínum hundraðasta kappakstri um helgina. Þjóðverjinn hefur á þessum fimm árum orðið heimsmeistari tvisvar sinnum og getur um helgina tryggt sér heimsmeistaratitilinn. Þeir Fernando Alonso, ökuþór Ferrari, eru tveir eftir um titilinn þegar tvö mót eru eftir af tímabilinu. Bandaríska brautin í Texas þykir mjög tækni- lega krefjandi og hröð, með gríðarlega flóknum og þröngum hægum beygjum. Sagt er að hún sam- eini það besta úr hinum goðsagnakenndu evrópsku brautum og einkenni bandarískra götubrauta. - bþh Vettel keppir í hundraðasta sinn Formúla 1 snýr aft ur til Bandaríkjanna um helgina eft ir fi mm ára fj arveru. FLJÓTASTUR Sebastian Vettel getur orðið heimsmeistari í Formúlu 1 á sunnudaginn verði hann á undan Alonso í mark. NORDICPHOTOS/AFP ➜ Leikir helgarinnar LAUGARDAGUR 12.45 Arsenal - Tottenham Sport 2 & HD 15.00 Liverpool - Wigan Sport 2 & HD Newcastle - Swansea Sport 5 Reading - Everton Sport 6 Man. City - Aston Villa Sport 3 WBA - Chelsea Sport 4 17.30 Norwich - Man. Utd. Sport 2 & HD SUNNUDAGUR 16.00 Fulham - Sunder- land Sport 2 & HD FYRSTU ÞRÍR MÁNUÐURNIR HJÁ GYLFA (Tölur úr ensku úrvalsdeildinni) Með Swansea (Jan-Apríl 2012) Með Tottenham (Ágúst-Nóvember 2012) 14 (af 14) Leikir 10 (af 11) 13 Leikir í byrjunarliði 5 1 Varamaður 5 4 Skipt útaf 5 0 Leikir á bekknum 1 1137 Mínútur spilaðar 457 90% Hlutfall mínútna í boði 46% 7 Mörk skoruð 0 4 Mörk lögð upp 0 11 Þáttur í mörkum 0 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% Ágúst (2 leikir) September (6 leikir) Október (6 leikir) Nóvember (3 leikir) 25% 68/270 mín. 55% 299/540 mín. 55% 298/540 mín.47% 85/180 mín. Gylfi Þór Sigurðsson hefur komið við sögu í 15 af 17 leikjum Totten- ham í öllum keppnum á tímabilinu þar af hefur hann verið í byrjunarlið- inu í átta leikjum. Gylfi hefur náð að spila allar 90 mínúturnar í þremur leikjum þar af hafa tveir þeirra verið í deildar- bikarnum. Hér fyrir neðan má sjá hversu mikið André Villas-Boas hefur notað Gylfi á fyrstu fjórum mánuðum leiktíðarinnar. GYLFI OG SPILATÍMINN HJÁ TOTTENHAM SPORT
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.