Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.11.2012, Qupperneq 118

Fréttablaðið - 17.11.2012, Qupperneq 118
17. nóvember 2012 LAUGARDAGUR| MENNING | 86 ■ Hefur gengið tískupallana í New York, London, Mílanó og París. ■ Er ein af þeim íslensku fyrirsætum sem hafa náð hvað lengst í tískuheiminum. ■ Hefur sýnt fyrir heimsfræga hönnuði og tískuhús á borð við Marc Jacobs, Donatellu Versace, Karl Lagerfeld, Valentino, Moschino, Giles, Oscar de la Renta, Marni, Missoni, Versus, Bottega Venetta, Emilio Pucci, Fendi, Max Mara, Prada, Christopher Kane og Acne. ■ Valin flottasta fyrirsætan sem gekk pallana á tískuvikunni í London í byrjun þessa árs af lesendum vefsíðunnar Style.com. ■ Hefur prýtt síður tískurita á borð við ID, ítalska Vogue og er núna andlit nýjustu herferðar verslanakeðjunnar Topshop. „Það hefur verið alveg ótrúlega gefandi að vinna með þessum stelpum,“ segir fyrirsætan Kol- finna Kristófersdóttir, sem undan- farið hefur miðlað af reynslu sinni á framkomunámskeiði Eskimo. Kolfinna hefur gengið tísku- pallana á helstu tískuvikunum og setið fyrir á síðum stærstu tísku- blaða í heiminum. Undanfarið hefur hún starfað bak við tjöld- in hjá Eskimo og kveðst kunna vel við sig þar. „Það eru margar stúlkur sem ganga um með fyrir- sætudraum í maganum án þess að vita nákvæmlega um hvað starf- ið snýst. Þar kem ég inn, ég get kippt þeim niður á jörðina og sagt þeim að þetta er ekki bara glam- úr. Þetta er hörkuvinna sem er alls ekki fyrir alla,“ segir Kolfinna, en flestir þátttakendur í framkomu- námskeiðinu eru í tíunda bekk. Kolfinna segir margar stúlkur ekki gera sér grein fyrir raunveru- leikanum á bak við flottar mynd- ir í tískublöðum. „Á veturna er til að mynda yfirleitt verið að skjóta sumartískuna og þá er maður í bikinítöku úti í 20 stiga frosti. Það er enginn glamúr í því.“ Kolfinna skaust hratt upp á stjörnuhimininn fyrr á árinu en ákvað að taka sér pásu um óákveð- inn tíma í haust. „Ég þurfti að taka mér pásu og veit ekki hvort ég sný aftur í bransann. Mér finnst samt mjög gaman að vera svona bak við tjöldin í fyrirsætubransanum eins og ég er núna hjá Eskimo.“ Uppskeruhátíð námskeiðsins verður í Kringlunni í dag. Meðal annars verður leitað að einstak- lingnum með flottasta persónu- lega stíllinn. „Stór hluti af þessu starfi er að vera trúr sjálfum sér í einu og öllu, meðal annars í klæða- burði,“ segir Kolfinna og hvetur alla til að mæta. Dagskráin hefst klukkan 13 en ásamt Kolfinnu ætla þau Helgi Ómars, ljósmyndari og tískublogg- ari á Trendnet, Tinna Aðalbjörns stílisti, Ásgrímur Már fatahönn- uður og Ísak Freyr förðunarfræð- ingur að skera út um hver sé með flottasta persónulega stílinn og veita vegleg verðlaun. alfrun@frettabladid.is Á veturna er til að mynda yfirleitt verið að skjóta sumartískuna og þá er maður í bikinítöku úti í 20 stiga frosti. Það er enginn glamúr í því. Kolfinna Kristófersdóttir fyrirsæta Ekki bara glamúrlíf heldur hörkuvinna Fyrirsætan Kolfi nna Kristófersdóttir miðlar af reynslu sinni hjá Eskimo. Kippir ungum stelpum með óraunhæfa drauma um fyrirsætustörf niður á jörðina. GOTT OG GEFANDI Fyrirsætan Kolfinna Kristófersdóttir hefur undanfarið miðlað af reynslu sinni á framkomunámskeiði Eskimo. Hún segir margar hafa ranghug- myndir um starfið, sem er ekki alltaf dans á rósum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Í hópi með þeim bestu MÁLMHAUS Í TÖKUM Tökur hófust á myndinni Málmhaus í leikstjórn Ragnars Bragasonar í vik- unni. Upptökur fara víða fram, meðal annars í Reykjavík, undir Eyjafjöllum, á Snæfellsnesi, Kjalarnesi, Selfossi og á Hellisheiði. Mikið er lagt í að gera myndina sem flottasta og hefur glæsilegt stúdíó verið útbúið í útjaðri Reykjavíkur þar sem hluti af tökunum fer fram. Með aðalhlutverk í myndinni fara Ingvar E. Sigurðsson, Halldóra Geirharðsdóttir og Þorbjörg Obba Dýrfjörð. Frum- sýning verður næsta haust. - áp Dalvegur 2 200 Kópavogur Sama hús og vínbúðin Verð 22.990,-kr. Verð 20.990,-kr. Verð 23.990,-kr.Verð 21.990,-kr. www.facebook.com/modabrasilia Opið 16:30 - 18:30 mánudaga-föstudaga 12:00 - 16:00 laugardaga. Við seljum handunna skó og töskur úr gæða leðri beint frá Brasilíu sem tryggir frábært verð. Einungis verða til 12 pör í tegund hverju sinni. NÝ VERSLUN SÍMI: 662 5041 SJÁÐU VERÐIÐ! Á SVIÐ Í ÁTTUNDA SINN Leikverkið Leitin að jólunum er aðventuævintýri Þjóðleikhússins áttunda árið í röð. Verkið var fyrst sett á svið árið 2005 og hlaut það Grímuna sem barnasýning ársins árið 2006. Leikstjóri verksins er Þórhallur Sigurðsson og leikarar eru Selma Björnsdóttir, Ólafur Egill Egilsson, Ragnheiður Steindórsdóttir, Edda Arnljótsdóttir auk annarra. Uppselt hefur verið á flestar sýn- ingar verksins síðustu sjö ár og haldi verkið vinsældum sínum er ekki ólíklegt að uppselt verði á alls tvö hundruð sýningar í lok ársins. - sm „Það er ekkert mál að skora mark af 50 metra færi ef enginn er í markinu.“ EGIL „DRILLO“ OLSEN, lands- liðsþjálfari Noregs í knattspyrnu um stórbrotið mark Svíans Zlatans Ibrahimovich gegn Englendingum á miðvikudag. LES INN BÓKINA FYRIR BLINDA Flestir þingmenn hafa í nógu að snúast enda prófkjör og forvöl ýmist nýaf- staðin eða á næsta leiti, en Magnús Orri Schram hefur lokið sínum próf- kjörsslag. Hann er hins vegar, eins og kunnugt er, eini þingmaðurinn sem tekur þátt í jólabókaflóðinu í ár með bókina Við stöndum á tímamótum. Magnús Orri mátti ekki auglýsa bókina sína fyrir prófkjörið en nú þegar því er lokið má auglýsa hana að vild. Hann lætur þó ekki við það sitja að kynna bókina heldur situr hann einnig við á blindrabókasafninu þessa dagana og les bókina sína inn á hljóðbók. - þeb
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.