Fréttablaðið - 30.11.2012, Side 10

Fréttablaðið - 30.11.2012, Side 10
30. nóvember 2012 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 10 Árásir kosta tugi lífið 1Nokkrar sprengjuárásir í tveimur borgum í sunnanverðu Írak, Hillah og Karbala, kostuðu að minnsta kosti 39 manns lífið í gær. Yfir hundrað manns særðust í árásunum, sem beint var gegn sjía- múslímum. Sprengjuárásir eru ekki jafn algengar í Írak og fyrir nokkrum árum, þegar öflugt erlent herlið var í landinu, en þær eiga sér enn stað reglulega. Þær beinast ýmist gegn her og lögreglu, embættismönnum eða almennum borgurum og þá oftast sjía-múslímum. Sýknaður af stríðsglæpum 2Ramush Haradinaj, fyrrverandi forsætisráðherra Kósóvó, var í gær sýknaður af ákærum um stríðsglæpi hjá Alþjóðlega sakadóm- stólnum í Haag. Hann var sakaður um að standa að baki pyntingum og morðum í stríðsátökum við Serba á árunum 1989-99. Dómararnir töldu sækjendur ekki hafa sannað hlutdeild hans. Serbar hafa brugðist illa við sýknuninni. Haradinaj var sýknaður fyrir fjórum árum, en málið var tekið upp aftur á grundvelli þess að vitnum hefði verið hótað. Concorde sýknað af manndrápum 3Bandaríska flugfélagið Concorde hefur verið sýknað af ákærum um manndráp vegna flugslyss í París árið 2000, þar sem 113 manns létu lífið. Franskur áfrýjunardómstóll sneri við niður- stöðu annars dómstóls, sem taldi flugfélagið bera ábyrgð. Rannsókn leiddi í ljós að málmhlutur, sem skilinn var eftir á flugbrautinni eftir annað flugslys, hefði valdið þessu slysi. BL ehf. kynnir nýjan bíl frá Renault og Nissan samsteypunni sem nú þegar er einn vinsælasti sportjeppi Evrópu! BÍLL ÁRSINS 2012 Núna í byrjun október síðastliðnum völdu skoskir bílablaðamenn Dacia Duster bíl ársins 2012. Helstu kostir í einkunnargjöf voru áreiðanleiki og frábært verð. BL. ehf / Sævarhöfða 2 110 Reykjavík / Sími 525 8000 www.facebook.com/daciavinir Dacia Duster Dísil 5,3L/100 km Kr. 3.990 þús. ÁREIÐANLEGUR SPORTJEPPI eða 100.000 km 3áraábyrgð GROUPE RENAULT / NISSAN www.dacia.is VIÐSKIPTI IFS greining telur að fjárfestar sem hugsa til lengri tíma eigi að halda að sér höndum í útboði á hlutabréfum í Vodafone sem fram fer þann 3. desember næstkomandi. IFS metur hluti í félaginu á 25,1 krónu og spáir því að eftir níu til tólf mánuði verði gengið 28,1 króna á hlut. Útboðsgengið verður aftur á móti á bilinu 28,8 til 33,3 krónur. Í verðmati IFS segir að verð- lagningin í útboðinu bendi til þess að rekstur Vodafone hafi tals- verð vaxtartækifæri á næstunni. IFS telur það hins vegar ekki réttlætan legar forsendur og bend- ir meðal annars á að fyrirtækið sé lítið og í atvinnugrein sem breyt- ist hratt og ófyrirsjáanlega. Á móti bendir IFS þó meðal annars á að fáir fjárfestingar- kostir séu innan gjaldeyrishaft- anna auk þess sem félagið sé hið fyrsta í sínum geira sem hægt er að fjárfesta í. Bendir IFS á að tekjur félagsins hafi verið nokkurn veginn flatar síðustu fjögur ár og ekki hald- ið í við verðbólgu. Þá hafi ekki verið mörkuð arðgreiðslustefna fyrir félagið en benda má á að til stendur að láta nýja eigendur félagsins, að loknu útboði, móta framtíðarstefnu þess. Miðað við virðismat IFS er hlutafjárvirði Vodafone 8,5 millj- arðar króna en til samanburðar gerir útboðsgengið ráð fyrir hlutafjárvirði upp á 9,8 til 11,3 milljarða. Telur IFS að niður- stöður sínar séu sambærilegar við það sem gerist hjá samanburðar- hæfum, alþjóðlegum fjarskipta- fyrirtækjum. - mþl IFS greining er svartsýn á vaxtarhorfur Vodafone: Mælir gegn kaupum í útboði Vodafone VODAFONE Hlutafjárútboð Vodafone fer fram 3. desember. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 1,3 til 2,8 milljarðar er sá munur sem er á markaðsvirði Vodafone sé tekið mið af virðismati IFS greiningar og á markaðs- virðinu miðað við útboðs- gengi. HEIMURINN 1 23

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.