Fréttablaðið - 30.11.2012, Síða 10

Fréttablaðið - 30.11.2012, Síða 10
30. nóvember 2012 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 10 Árásir kosta tugi lífið 1Nokkrar sprengjuárásir í tveimur borgum í sunnanverðu Írak, Hillah og Karbala, kostuðu að minnsta kosti 39 manns lífið í gær. Yfir hundrað manns særðust í árásunum, sem beint var gegn sjía- múslímum. Sprengjuárásir eru ekki jafn algengar í Írak og fyrir nokkrum árum, þegar öflugt erlent herlið var í landinu, en þær eiga sér enn stað reglulega. Þær beinast ýmist gegn her og lögreglu, embættismönnum eða almennum borgurum og þá oftast sjía-múslímum. Sýknaður af stríðsglæpum 2Ramush Haradinaj, fyrrverandi forsætisráðherra Kósóvó, var í gær sýknaður af ákærum um stríðsglæpi hjá Alþjóðlega sakadóm- stólnum í Haag. Hann var sakaður um að standa að baki pyntingum og morðum í stríðsátökum við Serba á árunum 1989-99. Dómararnir töldu sækjendur ekki hafa sannað hlutdeild hans. Serbar hafa brugðist illa við sýknuninni. Haradinaj var sýknaður fyrir fjórum árum, en málið var tekið upp aftur á grundvelli þess að vitnum hefði verið hótað. Concorde sýknað af manndrápum 3Bandaríska flugfélagið Concorde hefur verið sýknað af ákærum um manndráp vegna flugslyss í París árið 2000, þar sem 113 manns létu lífið. Franskur áfrýjunardómstóll sneri við niður- stöðu annars dómstóls, sem taldi flugfélagið bera ábyrgð. Rannsókn leiddi í ljós að málmhlutur, sem skilinn var eftir á flugbrautinni eftir annað flugslys, hefði valdið þessu slysi. BL ehf. kynnir nýjan bíl frá Renault og Nissan samsteypunni sem nú þegar er einn vinsælasti sportjeppi Evrópu! BÍLL ÁRSINS 2012 Núna í byrjun október síðastliðnum völdu skoskir bílablaðamenn Dacia Duster bíl ársins 2012. Helstu kostir í einkunnargjöf voru áreiðanleiki og frábært verð. BL. ehf / Sævarhöfða 2 110 Reykjavík / Sími 525 8000 www.facebook.com/daciavinir Dacia Duster Dísil 5,3L/100 km Kr. 3.990 þús. ÁREIÐANLEGUR SPORTJEPPI eða 100.000 km 3áraábyrgð GROUPE RENAULT / NISSAN www.dacia.is VIÐSKIPTI IFS greining telur að fjárfestar sem hugsa til lengri tíma eigi að halda að sér höndum í útboði á hlutabréfum í Vodafone sem fram fer þann 3. desember næstkomandi. IFS metur hluti í félaginu á 25,1 krónu og spáir því að eftir níu til tólf mánuði verði gengið 28,1 króna á hlut. Útboðsgengið verður aftur á móti á bilinu 28,8 til 33,3 krónur. Í verðmati IFS segir að verð- lagningin í útboðinu bendi til þess að rekstur Vodafone hafi tals- verð vaxtartækifæri á næstunni. IFS telur það hins vegar ekki réttlætan legar forsendur og bend- ir meðal annars á að fyrirtækið sé lítið og í atvinnugrein sem breyt- ist hratt og ófyrirsjáanlega. Á móti bendir IFS þó meðal annars á að fáir fjárfestingar- kostir séu innan gjaldeyrishaft- anna auk þess sem félagið sé hið fyrsta í sínum geira sem hægt er að fjárfesta í. Bendir IFS á að tekjur félagsins hafi verið nokkurn veginn flatar síðustu fjögur ár og ekki hald- ið í við verðbólgu. Þá hafi ekki verið mörkuð arðgreiðslustefna fyrir félagið en benda má á að til stendur að láta nýja eigendur félagsins, að loknu útboði, móta framtíðarstefnu þess. Miðað við virðismat IFS er hlutafjárvirði Vodafone 8,5 millj- arðar króna en til samanburðar gerir útboðsgengið ráð fyrir hlutafjárvirði upp á 9,8 til 11,3 milljarða. Telur IFS að niður- stöður sínar séu sambærilegar við það sem gerist hjá samanburðar- hæfum, alþjóðlegum fjarskipta- fyrirtækjum. - mþl IFS greining er svartsýn á vaxtarhorfur Vodafone: Mælir gegn kaupum í útboði Vodafone VODAFONE Hlutafjárútboð Vodafone fer fram 3. desember. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 1,3 til 2,8 milljarðar er sá munur sem er á markaðsvirði Vodafone sé tekið mið af virðismati IFS greiningar og á markaðs- virðinu miðað við útboðs- gengi. HEIMURINN 1 23
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.