Fréttablaðið - 30.11.2012, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 30.11.2012, Blaðsíða 30
30. nóvember 2012 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 30 JÓLATRÉ SÉRVALIN OPNUNARTÍMI UM HELGINA Timburverslun Breidd Grandi Selfoss Laugardagur 1. des. 10-14 10-18 10-18 Sunnudagur 2. des. Lokað 11-17 12-16 Sjá nánar á byko.is Í BYKO velur þú draumajólatréð við kjör aðstæður inni, þannig að þú getur gefið þér góðan tíma og vandað valið. Valið á jóla trénu ætti þó ekki að taka langan tíma því BYKO býður eingöngu upp á hágæða sér- valin jólatré úr Normannsþin, íslenskri furu og blágreni. Hluti söluandvirðis af hverju jólatré fer til Hjúkrunarheimilis Sunnuhlíðar í Kópavogi. BYKO BÝÐUR EINGÖNGU UPP Á HÁGÆÐA SÉRVALIN JÓLATRÉ Vnr. 41140101 ................... 100-125 cm Vnr. 41140102 ................... 125-150 cm Vnr. 41140104 ................... 150-175 cm Vnr. 41140106 ................... 175-200 cm Vnr. 41140107 ................... 200-250 cm Vnr. 41140108 ................... 100-125 cm Vnr. 41140110 .................. 125-150 cm Vnr. 41140112 ................... 150-175 cm Vnr. 41140114 ................... 175-200 cm Vnr. 41140116.................... 200-225 cm Vnr. 41140131 ................... 100-125 cm Vnr. 41140132 .................. 125-150 cm Vnr. 41140134 ................... 150-175 cm Vnr. 41140136 ................... 175-200 cm Vnr. 41140138 ................... 200-250 cm Íslensk fura Normannsþinur Blágreni LIFANDI JÓLATRÉ Fæst í Timburverslun Breidd, Selfossi og Granda. Verðvernd BYKO tryggir þér lægra verð. Sjá nánari upplýsingar og skilmála á www.byko.is. Síðsumars hóf Starf – vinnumiðlun og ráðgjöf (STARF), að þjóna um fjórðungi atvinnuleitenda á atvinnuleysisskrá, ein- staklingum sem fram til þess tíma höfðu verið skjólstæðingar Vinnu- málastofnunar. Um er að ræða þriggja ára til- raunaverkefni Alþýðu- sambands Íslands (ASÍ) og Samtaka atvinnulífs- ins (SA) um aukna þjón- ustu við atvinnuleitendur. Verkefnið er byggt á sam- komulagi þessara aðila við velferðarráðuneytið og varð til í tengslum við gerð kjara- samninga í maí 2011. Þessir ein- staklingar sem færðust yfir til STARFs í þjónustu, eru félagar í tilgreindum stéttarfélögum sem taka þátt í verkefninu. Ljóst er að það hentar atvinnu- leitendum betur að sækja þessa þjónustu til síns stéttarfélags, sem þegar er að veita félögum sínum umtalsverða þjónustu á öðrum sviðum. Þjónusta STARFs fer fram í félagslegu umhverfi atvinnuleitandans og er veitt af atvinnuráðgjöfum sem þekkja starfsumhverfi viðkomandi fag- félags. Þeir hafa því betri sýn á bakgrunn og starfsreynslu atvinnuleitandans. Tilgangurinn er að þjónust- an verði markvissari og er það sannfæring þeirra sem að verk- efninu standa að aðkoma SA að því tryggi nánari tengingu við atvinnulífið en náðst hefur fram til þessa. Þessi samvinna heild- arsamtaka stéttarfélaga (ASÍ) og heildarsamtaka atvinnulífsins (SA) í aðgerðum gegn atvinnu- leysi, er sennilega einstök á alþjóðavísu. Samsvarandi úrræði Markmið tilraunaverkefnisins er að auka þjónustu við atvinnu- leitendur. Eftir sem áður stend- ur atvinnuleitendum innan verk- efnisins til boða samsvarandi vinnumarkaðsúrræði og Vinnu- málastofnun hefur boðið upp á og lögboðin eru. Námsúrræðin eiga að auka hæfni einstaklingsins svo hann eigi meiri möguleika á að finna starf við hæfi. Jafnframt verða í boði samn- ingar við fyrirtæki um reynslu- ráðningar eða tímabundin störf atvinnuleitenda, þar sem við- komandi fyrirtæki fær til sín atvinnuleysisbætur einstak- lingsins meðan á samningstím- anum stendur, en þarf að greiða viðkomandi kjarasamningsbund- in laun á meðan. Aðaláhersla STARFs mun liggja í vinnumiðl- uninni sjálfri, með það megin- markmið að koma atvinnuleit- endum aftur til starfa. Fjórar þjónustumiðstöðvar Til að tryggja gæði og samræm- ingu á þjónustunni stofnuðu ASÍ og SA sameiginlega fyrirtæk- ið Starf – vinnumiðlun og ráðn- ing og annast það framkvæmd verkefnisins. Vel menntaðir og reyndir atvinnuráðgjafar voru ráðnir til starfa og er þjónustan nú veitt á fjórum þjónustumið- stöðvum stéttarfélaga. Stærst er þjónustumið- stöðin hjá VR í Kringl- unni og þjónar hún félagsmönnum VR á höfuðborg- arsvæðinu (félagsmenn VR eru fjölmennastir innan tilrauna- verkefnisins). Önnur þjónustu- miðstöð er hjá iðnfélögum í Borgartúni fyrir þeirra félaga á höfuðborgarsvæðinu. Á Suður- nesjum sameinast fimm stéttar- félög um þjónustumiðstöð sem er rekin á skrifstofu Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. Fjórða þjónustumiðstöðin er svo á Austurlandi, á skrifstofu Afls – Starfsgreinafélags á Egils- stöðum og þjónar félögum allra stéttarfélaga innan ASÍ á Aust- urlandi. Þjónustan markvissari Vinnuveitendur ættu að sjá sér hag í að leita starfskrafta til þjónustumiðstöðva STARFs, þar sem hver þjónustumiðstöð er með atvinnulausa félaga skil- greindra stéttarfélaga á ákveðn- um starfssvæðum. Þá þekkja atvinnuráðgjafar STARFs gjarn- an þarfir fyrirtækjanna sem nýta starfskrafta félaga í þeirra stéttarfélögum. Í gagnagrunni hvers atvinnu- ráðgjafa er skilgreindur hópur atvinnuleitenda, en ekki allir atvinnuleitendur landsins. Þjón- ustan er því markvissari en verið hefur þar sem þekking er til staðar á „faginu“ og mun dýpri skilningur á þörfum, fag- þekkingu og á starfsreynslu við- komandi hóps atvinnuleitenda. Einnig eru sér þjálfaðir atvinnu- ráðgjafar STARFs með beina tengingu inn í þau stéttarfélög sem þeir starfa með. Þeir eru því meðvitaðir um aðra þjónustu stéttarfélaganna sem og starfs- umhverfi þeirra og þjónustan öll sótt á einn stað. Rekstur STARFs er fjármagn- aður af Atvinnuleysistrygging- arsjóði. Yfirbyggingu og rekstr- arkostnaði er haldið í algjöru lágmarki, öll áhersla er á kjarna- starfssemina, ráðgjafahlutann. STARF hefur opnað vefsíðu þar sem fyrirtæki geta skráð laus störf á þeirra vegum. Þar er einnig að finna greinargóðar upplýsingar fyrir atvinnuleit- endur og atvinnurekendur (www. starfid.is). Það er von og trú þeirra öflugu samtaka sem standa að rekstri STARFs – vinnumiðlunar og ráðgjafar að tilkoma þess verði atvinnuleitendum til framdráttar og er leitað eftir góðu samstarfi við atvinnuleitendur og atvinnu- rekendur við framkvæmd verk- efnisins. ➜ Ljóst er að það hentar atvinnu- leitendum betur að sækja þessa þjónustu til síns stéttarfélags, sem þegar veitir félögum sínum umtals verða þjónustu á öðrum sviðum. Samráð Samfó-style Þeir sem trúa því enn þá að Samfylkingin meini eitthvað með loforðum sínum, hljóta að gera ráð fyrir því að þegar ríflega 800 íbúar taka sig til og senda inn bréf til að mótmæla „lykilákvörðun“ í skipulagsmálum, þá muni flokkurinn „viðurkenna rétt einstaklinganna til þátttöku við að móta nánasta umhverfi sitt“. Það er síðan áhugavert innlegg inn í þetta lýðræðislega ferli að hags- munaaðilinn í málinu sendir bækling inn í hvert hús í morgun, þar sem einhliða áróður er rekinn fyrir því að þetta umdeilda skipulag verði sam- þykkt. http://eyjan.pressan.is Gísli Marteinn Baldursson AF NETINU Atvinnuleitendur eru ekki allir eins ATVINNUMÁL Þorsteinn Fr. Sigurðsson rekstrarhagfræð- ingur – framkvæmda stjóri STARFs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.