Fréttablaðið - 30.11.2012, Síða 34

Fréttablaðið - 30.11.2012, Síða 34
30. nóvember 2012 FÖSTUDAGUR| TÍMAMÓT | 34TÍMAMÓT Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. „Ég man þegar ég afgreiddi á mínum fyrsta basar að mér þótti svo merki- legt hvernig allir flykktust beint að kökuborðinu. Svo var farið í handa- vinnuna. Það virðist vera sama hversu mikið matarkyns er í boði á hverju ári, alltaf selst það upp,“ segir Helga Frið- riksdóttir, sem hefur verið í undirbún- ingsnefnd fyrir basar KFUK í 50 ár. Hún tekur þátt í sínum 51. basar fyrir félagið á morgun að Holtavegi 28. Helga var átján ára þegar hún tók þátt í sínum fyrsta basar og segist hafa verið vel undir meðalaldri þá. „Það er ein sem var í hópnum þá og er enn að í dag, orðin 91 árs gömul, og hún er enn þá að sauma. Annars hefur hópurinn endurnýjast smám saman í gegnum árin,“ segir Helga. Tólf konur skipa undirbúningshópinn núna og hittast þær vikulega frá því snemma hausts á hverju ári til að vinna við undirbún- inginn. „Ég er alltaf með svo áhuga- samar konur í kringum mig og þær eru frábær hvatning. Ég er oft tilbú- in með verkefni sem ég deili út og svo koma þær líka með eigin hugmyndir. Það er alveg frábært hvað þær eru hug- myndaríkar. Ein úr hópnum ætlar til að mynda að búa til kjúklingalifrar- paté fyrir basarinn í ár. Við fengum að smakka það á síðasta fundi og það var alveg ótrúlega gott,“ segir hún. Þar fyrir utan kemur fjöldi fólks með varn- ing sem það hefur búið til og vill gefa á basarinn. Spurð hvað hafi hvatt hana til að gefa vinnu sína í basarinn öll þessi ár segir hún samfélagið við konurnar í hópnum vera ómetanlegt. „Svo er yndislegt að geta látið gott af sér leiða í félagi sem maður hefur sjálfur notið svo mikillar blessunar af,“ segir hún. Að mati Helgu hefur ekki mikið breyst við basarinn á þessum 50 árum þó að hlutirnir sem þær föndri og búi til breytist að sjálfsögðu ár frá ári. „Í kjarnann er þetta alltaf eins; kökurnar eru til dæmis alltaf vinsælastar,“ segir hún. „Síðustu þrjátíu árin höfum við hjónin tekið að okkur að baka loftkök- ur. Það eru kökur sem mörgum finnst góðar en fáir nenna að baka og það er alveg sama hvað við gerum margar uppskriftir, allar rjúka þær út,“ segir hún. Þetta árið bökuðu þau meira en nokkru sinni fyrr, um 3.000 kökur. Hún segir þau vera komin með hálfgerðan áskrifendahóp sem mæti árlega til að kaupa kökurnar. „Það er fyndið að fyrir hver jól er bakað langmest af loftkök- um á þessu heimili en samt er enginn hér sem vill borða þær,“ segir Helga og hlær. Hún segir síðustu vikuna fyrir basar- inn alltaf vera mjög annasama. „Lang- mest af kökunum er gert í þeirri viku því við viljum auðvitað ekki selja gaml- ar kökur,“ segir hún og hlær. „Þetta er mikil vinna og þó að basarinn sé auð- vitað misfallegur á milli ára erum við yfirleitt mjög ánægðar með hvernig hann lukkast. Oftar en ekki er algjör unaður að horfa yfir hann,“ segir Helga að lokum. tinnaros@frettabladid.is Bakar yfi r 3.000 loft kökur Helga Friðriksdóttir hefur verið í undirbúningshóp fyrir basar KFUK í 50 ár. Hún segir fátt hafa breyst á þeim tíma og að kökurnar séu vinsælasti varningurinn ár hvert. Það sé alveg sama hversu mikið sé bakað, alltaf seljast þær upp. Handavinnan er þó vinsæl líka. ÓMETANLEGT SAMFÉLAG Spurð hvað hvetji hana til að gefa vinnu sína í basarinn á hverju ári segir Helga samfélagið við hinar konurnar í hópnum vera ómetanlegt. Þar fyrir utan sé yndislegt að geta látið gott af sér leiða í félagi sem hafi veitt henni svo mikla blessun í gegnum árin. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON 10 ára afmæli ANIKA RUT ELFAR Afmæliskveðja Til haming ju með daginn – Ástarkveðja frá pabba og okkur öllum – þú ert frábær Bróðir okkar og frændi, BJÖRN BREIÐFJÖRÐ FINNBOGASON bifreiðastjóri, Þvergötu 4, Ísafirði, lést á Sjúkrahúsinu á Ísafirði föstudaginn 23. nóvember. Jarðsett verður frá Ísafjarðar- kirkju laugardaginn 1. desember kl. 14.00. Kristján Finnbogason Arndís Finnbogadóttir Árni Þór Einarsson og fjölskylda aðrir aðstandendur. Þökkum auðsýnda samúð og vinarþel við andlát ástkærs föður okkar, afa, langafa og langalangafa, EINARS PÉTURSSONAR húsasmíðameistara, áður til heimilis að Árskógum 8, Reykjavík. Pétur Einarsson Svanfríður Ingvadóttir Sigríður Björg Einarsdóttir Skúli Jónsson Þórhalli Einarsson Guðný Tómasdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SESSELJA ÓSKARSDÓTTIR Höfða, Akranesi, áður til heimilis að Suðurgötu 50, lést á Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili, 25. nóvember. Útförin fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 4. desember kl. 14. Blóm og kransar vinsamlega afþökkað. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili. Ruth Alfreðsdóttir Kristinn Sigurðsson Bryndís Alfreðsdóttir Ingimundur Ingimundarson Karl Óskar Alfreðsson Halldóra Elsa Þórisdóttir Helga Klara Alfreðsdóttir Einar Davíðsson Guðrún Birgitta Alfreðsdóttir Karl Sigurjónsson og ömmubörn. Dansverkið Inanna og Ereskigal verður frumflutt í Rým- inu á Akureyri af fjöllistakonunni Önnu Richards og dansaranum Ernesto Camilo Aldazabal Valdes í kvöld og leikurinn síðan endurtekinn annað kvöld. Verkið er byggt á fjögur- til fimmþúsund ára göml- um ljóðum frá Mesópótamíu hinni fornu. Í ljóðunum fer gyðjan Inanna í undirheimaferð til að hitta bróður sinn í undirheimum. Inanna er sjálf gyðja jarðarinnar og frjó- seminnar. Til að ná fram réttu stemningunni hefur Anna gert kjól úr hráu kjöti sem hún dansar í og viðurkennir að það sé ekki alveg það auðveldasta sem hún hefur gert. „Ég dansaði í honum á æfingu í gærkvöldi, en ég verð að gera nýjan fyrir fyrir frumsýninguna. Þú getur ekki ímyndað þér lyktina af honum,“ segir hún. Anna og Camilo vinna verkið á mjög persónulegu plani í bland við upprunalegu söguna. Verkið er samið af þeim tveimur, en er hluti af stærra verki sem er enn í vinnslu. Eftir sýningarnar verða umræður um verkið. Verkið hlaut styrk hjá Menningarráði Eyþings og er sýningin unnin í samstarfi við Leikfélag Akureyrar. Sýn- ingar hefjast klukkan 20.30 bæði kvöldin. Dansverk byggt á ævafornum ljóðum Anna Richards og Ernesto Camilo Aldazabal Valdes dansa nýstárlegan dans sem byggir á fornum ljóðum frá Mesópótamíu í Rýminu á Akureyri í kvöld og annað kvöld. KJÖTKJÓLL Kjóllinn sem Anna dansar í er gerður úr hráu kjöti. „Þú getur ekki ímyndað þér lyktina,“ segir hún. MERKISATBURÐIR 1872 Fyrsti landsliðsleikurinn í fótbolta er háður. Leikurinn var á milli Skotlands og Englands og átti sér stað á Hamilton Crescent í Glasgow. 1874 Sir Winston Churchill fæðist. Hann varð síðar forsætisráðherra Bretlands og skipaði stóran sess í sögu 20. aldar. 1900 Írska skáldið Oscar Wilde andast, 46 ára að aldri. 1937 Bandaríski leikstjórnn Ridley Scott fæðist. 1960 Ungmennafélagið Stjarnan er stofnað í Garða- bæ. 1966 Barbados fær sjálf- stæði frá Bretlandi. 1982 Plata Michaels Jack- son, Thriller, kemur út en hún er mest selda plata allra tíma. 2005 John Sentamu verður fyrstur svartra til að vígjast sem erkibiskup innan Ensku biskupakirkjunnar. 2007 Kárahnjúkavirkjun er gangsett við formlega athöfn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.