Fréttablaðið - 18.12.2012, Blaðsíða 24
18. desember 2012 ÞRIÐJUDAGUR| SKOÐUN | 24
fæst á www.kronan.is
GJAF
A
KORT
JÓLA
SÆLGÆT
I
3986kr.pk.
Mackintosh, 2 kg
598kr.pk.
Celebration, 200 g
680kr.pk.
Freyju hátíðarsælgæti, 425 g
349kr.pk.
Nóa Kropp m/appelsínubragði, 200 g
1998kr.pk.
Anton Berg konfekt, 400 g
548kr.pk.
After Eight, 300 g
2196 kr.pk.
Lindu konfekt, 1 kg
2686kr.pk.
Nóa konfekt, 1 kg
279kr.pk.
Toblerone mjólkursúkkulaði, 100 g
598kr.pk.
M&M súkkulaði, 3 teg.
2198kr.pk.
Cadbury Roses, 850 g
Rjúpnaveiðitímabili þessa
árs er lokið og full ástæða
til að fjalla um þá afleitu
stöðu sem komin er upp
varðandi rjúpnaveiðar
eftir að umhverfisráð-
herra setti á nýja reglu-
gerð fyrir tveimur árum.
Við gerð hennar virðist
algjörlega hafa gleymst
að gera ráð fyrir og taka
tillit til íslensks veður-
fars, öryggis veiðimanna,
veiðiálags og mikilvægis
þeirrar upplifunar sem
rjúpnaveiðar hafa fyrir
veiðimenn. Lengst af mátti
veiða rjúpu frá 15. október til 22.
desember, eða 69 daga samtals,
en eftir að rjúpnaveiði var bönnuð
með öllu árin 2003 og 2004 hefur
veiði dögum fækkað jafnt og þétt;
2006 voru þeir 26, 18 dagar árið
2010 og á þessu ári og síðasta voru
veiðidagar einungis 9.
Allir eru sammála um nauð-
syn þess, ekki síst veiðimenn, að
búa svo í haginn að rjúpnaveiðar
verði sjálfbærar í ókominni fram-
tíð. En hlutverk umhverfisráð-
herra er ekki einungis að banna.
Hann ber líka ábyrgð gagnvart
þegnum landsins, sem eiga rétt á
að njóta landsins og náttúrunnar
á sem fjölbreytilegastan og ríku-
leg astan hátt, en það leyfir áður-
nefnd reglugerð ekki.
Það er vitað að stór hluti rjúpu-
unga drepst í fyrstu slagviðrum
haustsins. Þeir fuglar sem ná að
lifa fram á vetur eru því mikil-
vægir fyrir stofninn. Í stað þess
að leyfa veiðar fyrr á haustin, og
að hluti þeirra fugla sem deyja
af náttúrulegum orsökum nýtist
þar með á jólaborð landsmanna,
virðist umhverfisráðuneytinu og
Umhverfisstofnun mikilvægara
að refur og minkur fái að ganga í
það hlaðborð þó að vitað sé að þeir
stofnar lifi góðu lífi.
Fáir klukkutímar nýtast
Því miður virðast þeir sem
sömdu umrædda reglugerð
ekki heldur gera sér vel
grein fyrir því að íslensk
vetrarveður eru válynd, og
á köflum beinlínis hættu-
leg. Tíðarfar í haust var
þannig að örfáir dagar af
þeim níu sem stýfðir voru
úr hnefa nýttust til veiða.
Á þessum árstíma nýtast
einnig fáir klukkutímar
af dagsbirtu þá daga sem
gefur til veiða.
Reglugerðin skemmir
því ekki einungis upplifun
þeirra sem halda til veiða, heldur
er beinlínis verið að gera veiðarnar
hættulegri en nauðsyn ber til, og
því fylgir þung ábyrgð. Íslensk
náttúra og íslenskt veður far eru
nógu varasöm án þess að verið
sé að auka hættuna með naumt
skömmtuðum reglugerðum.
Þegar svo fáir dagar eru til ráð-
stöfunar verður veiðiálag einnig
mikið á þeim svæðum sem aðgengi-
leg eru veiðimönnum hverju sinni.
Svo mikið að margir þurfa frá að
hverfa.
Núgildandi reglugerð minnkar
ekki veiðiálag eins og henni var
ætlað að gera. Hún takmarkar
aðgengi að rjúpnaveiði, dregur
stórlega úr ánægjunni við hana
og gerir hana hættulega og erfiða.
Hvað veldur?
Tröllasögur af magnveiði
Ekki ætla ég þeim sem að þessari
reglugerð standa annað en að vera
vel meinandi gagnvart þeim fimm
til sex þúsund Íslendingum sem
stunda rjúpnaveiðar. Hins vegar
er ég ekki viss um að þau þekki
rjúpnaveiðar af eigin raun. Frá-
sagnir af rjúpnaveiði eru oft trölla-
sögur af magnveiði. En veruleikinn
er annar. Hinn almenni rjúpna-
veiðimaður hefur það eitt mark-
mið að veiða í jólamatinn fyrir
fjölskylduna. Flestir þurfa 5-20
rjúpur til að uppfylla þær þarfir,
meðalveiði á hvern veiðimann er
oftast um 7 rjúpur samkvæmt
skráningum. Vissulega eru enn til
magnveiðimenn, en með breyttum
viðhorfum hefur þeim farið ört
fækkandi. Með sölu banninu sem
var sett á fyrir nokkrum árum
var blessunarlega tekið fyrir sölu
á rjúpu og þar með fyrir magn-
veiðina að mestu, og var það góð
ráðstöfun.
Það eru tröllasögurnar sem lifa
og berast manna á milli. Hinir
dagarnir gleymast, ekki er sagt
frá þeim skiptum þegar labbað er
daglangt í erfiðu færi og leiðinda-
veðri, og afraksturinn er lítill sem
enginn. Það þekkja allir sem veitt
hafa rjúpu að sjá fugla taka sig upp
löngu áður en komið er í færi og
renna sér yfir í næsta dal án þess
að veiðimaðurinn eigi minnsta
möguleika.
Hinn almenni veiðimaður leggur
mikið á sig til að ná í sínar jóla-
rjúpur, tíma, fjárútlát og mikla
líkamlega áreynslu. Langflestir
veiðimenn sýna líka bráðinni til-
hlýðilega virðingu og veiða í hófi.
Það eru því tilmæli mín til Svan-
dísar Svavarsdóttur umhverfis-
ráðherra að endurskoða sem fyrst
núgildandi reglugerð, og um leið
sína afstöðu til veiði og veiðimanna.
Hennar hlutverk er ekki að banna,
loka og takmarka, heldur horfa
á stóru myndina, hlusta á þá sem
vilja fá að njóta gæða fallega lands-
ins okkar og vilja að komandi kyn-
slóðir geti það líka.
Lengri útgáfu greinarinnar má
sjá á visir.is.
Ranghugmyndir um rjúpnaveiði
Fjöldi Íslendinga sem
lengi hafa búið í út-
löndum hefur keypt sér
íbúðir á Íslandi á hag-
stæðum kjörum eftir
hrunið. Þetta gerir fólk
með íslenskum krónum
sem það fær á enn lægra
gengi en gengur og gerist
hjá Seðlabankanum, sem
með þessu trixi auðveldar
erlenda fjárfestingu.
Ó dý r u k r ónu r n a r
kaupir fólkið fyrir pen-
inga sem það fær einatt á óverð-
tryggðum lánum á lágum vöxtum
í erlendum bönkum. Borðleggj-
andi hagnaður þar sem íbúðin
borgar sig niður sjálf með leigu
til annarra Íslendinga sem verða
að skaffa sér þak yfir höfuðið á
Íslandi hér og nú. Ég hef fylgst
með úr fjarlægð og hugsað að ég
væri sennilega dáldið fífl að gera
þetta ekki. Þarna gæti ég fyrir-
hafnarlítið skaffað mér íbúð fyrir
áhyggjulaust ævikvöld á Íslandi.
Eymd landa minna
En ég hef líka spáð í að það sé
óhuggulegt að vera að græða á
eymd landa minna sem missa
húsnæði sitt og ímynda mér líka
að eftirspurnin (sem ég myndi
þá stuðla að sjálf) eigi þátt í að
halda uppi verðinu, sem er allt of
hátt miðað við byggingar kostnað
þar sem skynsamlega er staðið
að verki. Hátt húsnæðisverðið
stendur ungu fólki fyrir þrifum.
Það getur ekki keypt sér neitt og
hefur varla pening til að leigja.
Ég hef líka velt fyrir mér að
erfitt sé að standa í viðhaldi á
húsnæði fyrir eiganda sem býr í
útlöndum. Varla væri gott að vera
ábyrgur fyrir að íbúðarhúsnæði
á Íslandi lægi undir skemmdum
af viðhaldsleysi eftir nokkur ár?
Vangaveltur af þessu tagi
hafa hindrað að ég hafi hafi haft
mig út í svona viðskipti. En nú
er Seðlabankastjóri að
hvetja mig til að slá til,
því það hjálpi Íslandi!
Ef allir Íslendingar í
útlöndum geta fengið eins
mikla peninga í útlendum
banka til fjárfestinga á
Íslandi og ég, gæti svona
lagað verið ákveðin leið
til að fá inn erlent fjár-
magn án þess að eignir
Íslands og Íslendinga
safnist bara í hendur
hrunvalda og erlendra
fjárfesta sem engar taugar bera
til staðarins. En spurningin er
hvort við viljum standa í þess
háttar vafstri við hlið einhverra
afla sem við vitum ekkert hvert
beri Ísland.
Ef það er eins rakinn gróða-
vegur að fara í svona fjárfest-
ingu þegar maður á ekki einu
sinni pening (bara vinnu í út-
löndum sem auðveldar lántöku
þar) má ímynda sér hve rakið
þetta er fyrir fólk sem á fé á
lausu og hefur að meginmark-
miði að ávaxta það. Umsvif
þeirra sem braska með húsnæði
innanlands hafa þó ekki þann
„kostinn“ að gjaldeyrir streymi
inn í landið, aðeins fjárfestarnir
hagnast.
Klárir á uppskriftinni
Nú veit ég ekki hvort út lendingar
sjá fjárfestingarmöguleika í
íslenskum húsnæðismarkaði
líka, en hitt veit ég að útlend-
ingar keyptu fjölmargar íbúðir
í Austur-Evrópu rétt eftir fall
járntjaldsins, í gróðavon. Verðið
var lágt (fyrir þá) og virtist bara
geta hækkað. Þetta er hægt hér
líka ef útlendingar eru klárir á
uppskriftinni og hægt er að telja
þeim trú um að húsnæðisverðið
hækki eftir kaupin.
Ef húsnæðisverð væri lægra
væri freistingin enn meiri til
fjárfestinga í geiranum fyrir ein-
hverja eða alla þessa hópa, nema
þetta væri hreinlega bannað.
Það er eins og það sé sama
hvers konar fjárfestingu er verið
að kalla eftir, bara hún sé erlend.
Frá sjónarmiði fjár festisins vill
hann aðeins fjárfesta þar sem
gróðavænlegt er. Ég fór fyrir
forvitni sakir á fund í Noregi
þar sem „lokka“ átti erlenda fjár-
festingu til Íslands. Þarna voru
norskir fjölmiðlar. Þáverandi við-
skiptaráðherra Íslands (Árni Páll)
talaði um hvað allt væri á uppleið
og hvað allt myndi vera gert til
að létta ferlið fyrir erlenda fjár-
festingu á Íslandi og bankastjóri
Íslandsbanka, Birna Einars dóttir,
talaði um hvað bankinn væri
fullur af peningum!
Við hlið mér sat glaðbeittur
maður sem hugði að fjárfest-
ingu á Íslandi fyrir hönd fyrir-
tækis síns sem framleiddi og
seldi hjól. Ég sagði honum að
það væri gott að fá fleiri hjól til
Íslands og fólk væri svo blankt
að margir væru farnir að leggja
bílnum. Bjóst ég við að maður-
inn yrði feginn að fyrirtæki hans
myndi geta sinnt þjóðþrifaverki
hjá íslenskri frændþjóð í vanda.
Hið gagnstæða gerðist: Maðurinn
missti allan áhuga. Hann vildi
bara græða á fyrirtækinu og
eftir spurn lítið efnaðra Íslend-
inga hafði lítið gildi fyrir hann.
Gott að losna við þessa blóðsugu
hugsaði ég, en bið íslensk stjórn-
völd forláts að hafa eyðilagt
„tækifærið“.
En því ættu Íslendingar að láta
græða á sér þegar þeir hafa bara
þörf fyrir að lifa mannsæmandi
lífi?
Fjárfestingar á Íslandi
RJÚPNAVEIÐAR
Dúi J. Landmark
kvikmynda-
gerðar maður,
leiðsögumaður,
náttúruunnandi og
veiðimaður
FJÁRFESTINGAR
Arna Mathiesen
arkitekt
➜ Núverandi reglugerð
minnkar ekki veiðiálag eins
og henni var ætlað að gera.
➜ Frá sjónarmiði fjárfestis-
ins vill hann aðeins fjár festa
þar sem gróðavænlegt er.