Fjarðarpósturinn - 29.09.1983, Page 2

Fjarðarpósturinn - 29.09.1983, Page 2
2 FJARÐARPÓSTURINN ??? BÆJARBÚAR SPYRJA ??? „Hvernig framfylgir lögreglan banni við hundahaldi?" „Hundóánægður“ spyr: „Hund- um fer greinilega fjölgandi á ný í bænum. Hvað hefur lögreglan að- hafst til þess að framfylgja lögum um bann við hundum í Hafnar- firði?“ Steingrímur Atlason, yfirlög- regluþjónn: „Sannast sagna hefur lítið verið gert, en þegar kvartanir hafa borist hefur verið reynt að leysa málin á sem liðlegastan hátt. Ef hundar ganga lausir hefur verið farið með þá á dýraspítala og þar eru þeir geymdir þar til eigendur þeirra hafa komið þeim fyrir í öðrum byggðar- lögum, þar sem hundahald er leyft. Að öðrum kosti eru hundarnir af- Iífaðir“. „Þarf bærinn ekki að halda við eignum sínum?" íbúi við Flatahraun spyr hvort bæjaryfirvöldum beri ekki skylda til að sinna viðhaldi eigna sinna. Á sama tíma og bæjarbúar eru áminntir um að fegra og snyrta í kringum sig þá eru sumar stofnanir bæjarins í algerri vanhirðu. Má þar nefna verkmenntahús Iðnskólans sem dæmi. „Hver eru áform bæjarins varðandi viðhald þessa húss?“ spyr íbúi við Flatahraun. Fræðslustjóri, Ellert Borgar: „Bæjaryfirvöld leitast við eftir fremsta megni að viðhalda eignum sínum. Hvað varðar Iðnskólann á Flatahrauni er þar unnið enn að stofnframkvæmdum og því minna fjármagn til viðhalds en ella. Það skal þó viðurkennt að þörf væri á að mála verkdeildarhúsið utan og standa vonir til að það verði gert næsta sumar“. — KYNNINC Á NEFNDUM — Fræðsluráð Hafnarfjarðar Fræðsluráð Hafnarfjarðar: Jóna Ósk Guðjónsdóttir, Gunnar Linnet, Páll Daníelsson, formaður, Hermann Þórðarson og Ágúst Karlsson. Fræðsluráð Hafnarfjarðar fer í umboði bæjarstjórnar með málefni grunnskóla bæjarins, Flensborgar- skóla, Tónlistarskólans og Náms- flokka Hafnarfjarðar. Fræðsluráði ber að sjá svo um, að skólaskyld börn njóti lögboð- innar fræðslu og hljóti sem jöfnust tækifæri til náms. Fræðsluráð fjallar um umsóknir um skólastjóra — og kennarastöð- ur og sendir menntamálaráðuneyt- inu tillögur og umsögn um val um- sækjenda. Þá fjallar ráðið einnig um umsóknir um önnur störf en kennslu við skóla bæjarins. Fiæósiuiau skal sjá um að jafnan sé fyrir hendi fullnægjandi skólahúsnæði og að það henti skólastarfinu sem best. Fræðsluráð hefur i umboði bæjarstjórnar yfirumsjón með fjárreiðum skólanna og gerir í því sambandi tillögur til fjárhagsáætl- unar bæjarins ár hvert. í fræðsluráð er kosið hlutfalls- kosningu af bæjarstjórn. í ráðinu eru nú: Páll V. Daníelsson, form. Hermann Þórðarsson Gunnar Linnet Ágúst Karlsson og Jóna Ósk Guðjónsdóttir. Heímilislæknír — sérfræðingur? Bæjarbúi spyr: „Mér finnst gæta of mikillar tregðu hjá mörgum heimilislækn- um að vísa sjúklingum frá sér til sérfræðinga í hinum ýmsu sjúk- dómstilfellum. Hvaða reglur hafa læknar um slíkar tilvísanir?" Dr. Jóhann Ágúst Sigurðsson, héraðslœknir: „Læknar ætlast til þes að fólk beri upp sín vandamál við okkur. Siðan ræðst það hvort heimilis- læknir getur sinnt þessu vandamáli eða ekki. Telji heimilislæknir sig ekki geta það, þá vísar hann frá séi til annarra sérfræðinga. Með sér- menntun í heimilislækningum ei unnt að sinna mun fleiri vanda- málum en áður var. Kirkjubygging víðistaðasóknar Kirkjubygging Víðistaðasóknar er nú óðum að rísa. Verður það hið fegursta mannvirki þar sem fram fer margháttuð menningarstarfsemi. Byggingin er sérstaklega hönnuð þannig að auk kirkjulegra athafna verði þar fjölbreytt félagsstarf og sérstakt tillit tekið til hljómburðar með hljóm- leikahald í huga. Styrkir eru af skornum skammti til kirkjubygginga og verður söfnuðurinn að fjármagna stærstan hluta bygginarinnar. Um þessar mundir er unnið af fullum krafti, en alltaf vantar fleiri hendur við mótahreinsun. Laugardags- og sunnudagsmorgnaer tilvalið að le8&ja hönd á plóginn og taka til hendinni við byggingu Víðistaðakirkju.

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.