Fjarðarpósturinn - 29.09.1983, Page 4

Fjarðarpósturinn - 29.09.1983, Page 4
4 FJARÐARPÓSTURINN — 2Á TALI- í þessum þætti, „2 á tali“, leitar Fjarðarpósturinn til tveggja aðila í bæn- um og leggur fyrir þá spurningu varðandi bæjarmálefnin. í þetta sinn eru það þeir Vilhjálmur Skúlason, formaður bæjarráðs og fulltrúi Félgas óháðra borgara í bæjarstjórn, og Markús Á. Einarsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, sem svara spurningunni: „Hvað er þér efst í huga varðandi bæjarmálefnin á síðari hluta fjárhagsársins?“ „Fjármál bæjarins eru mér ævinlega efst í huga" Efst í huga nú í þeirri gifurlegu verðbólgu, sem hér gefur geisað og ævinlega verður meiri en áætlanir gera ráð fyrir, er að sjálfsögðu fjár- mál bæjarfélagsins og stofnana þess, því fari þau úr skorðum fer allt annað í óefni. Á þeim byggist, að þær fjölmörgu, nauðsynlegu framkvæmdir, sem bæjarfélagið hefur ráðist í, hafi eðlilegan fram- gang. Þetta erefstíhuga mínum nú og ævinlega. Tvö önnurmálefni, sem ofarlega eru í huga þessa stundina, annað sem veldur miklum áhyggjum og hitt, sem veldur huglægri ánægju, eru fjármál Bæjarútgerðar Hafnar- fjarðar, sem ég óttast mjög að séu þegar komin í óefni með þeim alvarlegu afleiðingum, sem það hlýtur að hafa í för með sér. Hitt er sá undirbúningur, sem nú er á loka- Vilhjálmur Skúlason, form. bæjar- ráðs. stigi, að samningi milli bæjarfél- agsins og Eimskipafélags íslands um uppbyggingu suðurhafnar- innar, en framkvæmd hans mun renna enn einni stoð undir atvinnu- líf í Hafnarfirði. Lóðir fyrir íbúðarhús. Hafnarfjarðarbær hefur til úthlutunar nokkrar lóðir fyrir íbúðarhús í Setbergi, á Hvaleyrarholti, við Klettagötu og Ölduslóð. Um er að ræða lóðir fyrir einbýlishús, rað- hús og parhús og eru þær nú þegar bygg- ingarhæfar. Nánari upplýsingar veitir skrifstofa bæjarverkfræðings, Strandgötu 6, þ.m.t. um gjöld og skilmála. Umsóknum skal skila á sama stað eigi síðar en 11. okt. n.k. Eldri umsóknir þarf að endurnýja. Bæjarverkfræðingur „við þurfum öll að taka höndum saman gegn fjárhagsvandanum" Öll þurfum við nú að takast á við verulega kjaraskerðingu meðan reynt er að ná tökum á miklum efnahagsvanda, vonandi með árangri. Bæjarfélagið verður fyrir tilsvarandi kjararýrnun og það kreppir því að. í fyrsta lagi innheimtast útsvör og önnur opinber gjöld mun lakar en áður, því að fjölskyldufólk á mjög erfitt með að láta enda ná saman. í öðru lagi hefur áhugi á hús- byggingum augljóslega minnkað mjög á síðustu mánuðum. í vor var úthlutað rúmlega 60 einbýlishúsa- lóðum á Setbergi og voru umsækj- endur um 150 talsins. Nú er svo komið að telja verður gott ef byggt verður á rúmum helmingi þessara lóða og gatnagerðargjöld greidd. Þetta þýðir einfaldlega að um 12 milljónir króna kann að vanta á til greiðslu á holræsa- og vegafram- kvæmdum sem ráðist var í í vor. í þriðja lagi reynast nær allar framkvæmdir dýrari en í upphafi var áætlað. Það hefur því orðið að draga úr þeim. Endurbygging Reykjavikurvegar átti að ná að Flatahrauni en nær rétt suður fyrir gatnamót Hjallabrautar. Leik- skólabygging í Suðurbæ gengur hægar en áætlað var og fleira mætti telja. Það urðu mér vonbrigði, er bæjarfulltrúar Alþýðuflokksins sýndu á miðju sumri það fádæma ábyrgðarleysi að lýsa því yfir í bókun, að þeir myndu greiða atkvæði gegn sérhverri hækkun á gjaldskrá opinberrar þjónustu sem Markús Á. Einarsson. kæmi til afgreiðslu í bæjarstjórn meðan kaupgjald væri bundið í landinu. „Allt annað væri órök- rétt, ósanngjarnt og siðlaust“, sögðu þeir. Ef allir bæjarfulltrúar lokuðu augum fyrir óþægilegum staðreyndum með þessum hætti, liði ekki á löngu þar til bæjarsjóður tæmdist gjörsamlega. Hverjum dettur í hug að bæjarsjóður Hafnarfjarðar geti einn staðið undir þeim verðhækkunum sem berast hvarvetna að úr þjóðfélag- inu? Ég trúi því að þessi bókun þeirra Alþýðuflokksmanna hafi verið gerð í fljótræði, enda ýmsar hækkanir afráðnar þegar við gerð fjárhagsáætlunar síðastliðinn vetur. Mér er nú efst í huga að allir bæjarfulltrúar, jafnt í meirihluta sem minnihluta taki höndum saman og ráðist gegn fjárhagsvand- anum með ráðdeild. Nú verður að gæta aðhalds, en jafnframt halda uppi nauðsynlegri þjónustu við bæjarbúa, þótt á móti blási. Það er skylda okkar. SEIKO SEIKO úr og klukkur í miklu úrvali SEIKO - gæði SEIKO - ending SEIKO - þjónustan í Hafnarfirði V. J TRYGGVI OLAFSSON úrsmiður Strandgötu 25 - sími 53530

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.