Fjarðarpósturinn - 29.09.1983, Side 6
6
FJARÐARPÓSTURINN
Viðurkenningar fyrir fegrun og
snyrtimennsku
9. september sl. veitti Fegrunarnefnd Hafnarfjarðar sínar áriegu viður-
kenningar í hófi á Gaflinum. Að þessu sinni voru verðlaunaðar 5 hús og
lóðir. Þá fékk Steinþór Einarsson sérstaka viðurkenningu fyrir frábæran
dugnað og smekkvísi að fegrun kaupstaðarins, en Steinþór er garðyrkju-
stjóri Hafnarfjarðar. Um leið og Fjarðarpósturinn óskar verðlaunahöf-
unum til hamingju birtast hér myndir af verðlaunahúsunum og umhverfi
þeirra.
Helga Stefánsdóttir og Gunnar Hjaltalin, Sævangi 44, fengu viðurkenn-
ingu fyrir fegrun og umhverfisvernd.
Elsa Aðalsteinsdóttir og Ingvar Árnason eigendur Kaffistofunnar Kæn-
unnar fengu viðurkenningu fyrir snyrtimennsku innan dyra og utan.
Stefán Vilhjálmsson byggingarmeistari, Breiðvangi, 1, fékk viðkenningu
fyrir eftirtektarverða snyrtimennsku við hús í byggingu að Hjallahrauni
15.
Verðlaunahafarnir (frá vinstri): Þorvaldur Guðmundsson, Ingvar
Árnason, Elsa Aðalsteinsdóttir, Stefán Vilhjálmssson, Steinþór Einars-
son, Guðlaug Karlsdóttir, Sæmundur Þórðarson, Helga Stefánsdóttir og
Gunnar Hjaltalín.
Guðlaug Karlsdóttir og Sæmundur Þórðarson, Merkurgötu 3, fengu
viðurkenningu fyrir snyrtimennsku og viðhald á eldra húsi.
Þorvaldur Guðmundsson, forstjóri og eigandi ALI-hússins, Dalshrauni
9b, fékk viðurkenningu fyrir fegrun og snyTtimennsku við iðnaðar-
húsnæði.