Fjarðarpósturinn - 29.09.1983, Page 10

Fjarðarpósturinn - 29.09.1983, Page 10
10 FJARÐARPÓSTURINN viðbygging við Sólvang I sumar var hafist handa við viðbyggingu við Sólvang, þar sem Heilsugæsla Hafnarfjarðar verður til húsa, auk þess sem bætt verður úr brýnni húsnæðisþörf sjúkra- hússins. Heildarstærð viðbyggingarinnar er 1.888m2, á 1. hæð 1.437m2 og í kjallara451m2. Viðbygging þessier tvö hús, sem eru samtengd. í öðru húsinu verður heilsugæslan með Matthías Bjarnason, heilbrigðis- ráðherra tók fyrstu skóflustungu að viðbyggingu við Sólvang. rými fyrir heimilislækna, sérfræð- inga, hjúkrunarfræðinga, heil- brigðisfulltrúa og öll helstu rými þeirra vegna. í hinu húsinu er anddyri, forsalur, rannsóknar- stofa, röntgen, afgreiðsla og rit- arar, skjalageymsla, eldhús, geymslur, vörumóttaka og af- greiðsla matar og borðsalur. í kjall- ara verður þvottahús, fataskápar starfsfólks, geymslur og tækjarými, en aðstaða þessi er sameiginleg fyrir Sólvang og heilsugæsluna. Að auki eru áformaðar gagngerar breytingar á 1. hæð gamla Sól- vangs, einkum norðurhlutanum, þar sem nú eru eldhús og þvotta- hús, sem færast í nýbygginguna. Á 1. hæð gamla Sólvangs, þar sem nú eru eldhús og þvottahús, verður iðjuþjálfun, sjúkraþjálfun, dagvistun og hvíldarherbergi. Á þaki hússins verður nokkurt útirými, sem tengist 2. hæð Sól- vangs og við það aftur blómskáli. Gert er ráð fyrir að hluti hins nýja húss geti síðar stækkað og hækkað um 2 hæðir, þar sem yrðu nýjar legudeildir. Byggingakostnaður er nú áætl- aður 33.3 millj. kr. sem skiptist milli ríkissjóðs og bæjarsjóðs skv. lögum. Bæjarstjórn hefur sam- þykkt sérstaka byggingaáætlun sem miðar við að fyrra húsið verði tekið í notkun í lok næsta árs og síðara húsið 1985. Áform þessi eru háð því að ríkissjóður fjármagni sinn hluta kostnaðarins á bygg- ingartímanum. / ■ •lí'ýv *V“> Gluggar H-k •. •, Smíðum glugga og hurðir. Vönduð vinna á hagkvæmu verði. Gerum tilboð og veitum nánari upplýsingar, ef óskað er. Hafnarfirði, sími 53284. ? • ^7 -7 1 ó ■■ ' Eiríkur Pálsson, fv. forstjóri flutti snjallt og skondið ávarp í tilefni fyrstu skóflustungu að viðbyggingu Sólvangs. REYKJAVÍKURVEGI 66 — SÍMI 54100 Einstaklingsrúm Breidd: 85 cm -90 cm-105 cm -.110 cm og 120 cm Njóttu svefns í rúmi frá NÝFORM

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.