Fjarðarpósturinn - 29.09.1983, Side 11
FJARÐARPÓSTURINN
11
Verslunin
Emhlfí
Strandgötu 29
5RBRINR kjólar.
PETRI pils og blússur.
/H/Cffl prjónakjólar.
Hreinn bær
I vor keypti Hafnarfjarðarbær bíl
sem annast gatnahreinsun í
bænum. Bærinn hefur tekið mikl-
um stakkaskiptum með þessum
kaupum og er það mál flestra að
óvíða í öðrum bæjum séu götur
snyrtilegri en hér. Jón V. Tryggva-
son hefur aðallega verið með
þennan mikilvirka „sóp“. Fjarðar-
pósturinn hitti Jón að störfum og
spurði hann nánar út í hreinsunar-
málin. „Malbikaðar eða steyptar
götur bæjarins eru allar hreinsaðar
reglulega. Því miður fínnst mér sem
sumir vilji ekki fyrir nokkurn mun
hafa hreint í kringum sig. Iðulega
sé ég til bílstjóra sem láta sig hafa
það að hvolfa úr fullum öskubökk-
um á götuna að ekki sé nú talað um
glerbrotin eftir helgarnar. Það
verður að gera eitthvað í þessum
fiöskumálum, t.d. hækka verð á
tómum glerjum, þannig að
unglingarnir selji flöskurnar aftur
en brjóti þær ekki í mél“.
^***************************^
í Höfum til útleigu ;
*“• *
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
M
*
*
*
*
*
♦
*
*
*
*
*
*
*
glæsilegan veitingasal að Trönuhrauni 8. *
*
«
♦
«
«
«
«
«
«
fyrir fundahöld, árshátíðar
og einkasamkvæmi,
*
Augnlæknastofan í Hafnarfirði
JENS ÞÓRISSON
augnlæknir
er kominn til starfa viö augnlæknastofuna
í Hafnarfirði, Strangötu 34.
Tímapantanir í síma 54556
kl 13 -15 mánud. - fimmtud.
umferðarvi'ka 3.-8. okt.
Dagana 3. — 8. október n.k.
mun Umferðarnefnd Hafnarfjarð-
ar standa fyrir umferðaröryggis-
viku í bænum. Nefndin hefur
undanfarið unnið að undirbúningi
og skipulagningu vikunnar í sam-
ráði við skóla, fyrirtæki, félög og
félagasamtök í bænum.
Gefinn verður út bæklingur þar
sem fjallað er um umferðarmál.
Teikni- og ritgerðarsamkeppni
verður í skólum bæjarins. Þá verð-
ur almenn samkeppni um þekkingu
fólks á umferðarreglum og um-
ferðarmerkjum. Fundur verður
með öldruðum og þar rædd mál-
efni aldraðra í umferðinni. Endur-
skinsmerki verða gerð í tilefni vik-
unna og þau boðin bæjarbúum. JC
mun annast dreifingu og sölu
merkjanna. Sparisjóður Hafnar-
fjarðar hefur ákveðið að gefa öll-
um skóla- og dagskólabörnum
endurskinsmerki með merki nor-
ræna umferðaröryggisársins.
Fjöldi aðila tekur þátt í þessari
umfangsmiklu kynningu og um-
ræðu, sem umferðarnefnd stendur
fyrir. Margt fleira er á döfinni hjá
nefndinni og mun það kynnt síðar.
Fjarðarpósturinn hvetur bæjar-
búa til viðtækrar þátttöku í dag-
skrá umferðaröryggisvikunnar og
til varkárni og aðgæsiu í umferð-
inni.