Fjarðarpósturinn - 29.09.1983, Qupperneq 14

Fjarðarpósturinn - 29.09.1983, Qupperneq 14
14 FJARÐARPÓSTURINN — FYRIRTÆKI í FIRDINUM — Magafylli og menning Niðri við höfnina stendur hús, sem þekkt var undir nafninu Póló—kaffi. Heitir þar nú Fjarðar- kaffi og hafa orðið mannaskipti á rekstrinum. Hjónin Hilmar Kristenson og Helga Gestsdóttir hafa nú tekið við rekstrinum. Er hann með svipuðu sniði og áður þ.e. þar er seldur matur og kaffi. Þau hjónin hafa þó gert breytingu á opnunartíma, því nú er einnig opið á laugardögum og sunnudögum. Á boðstólum er alls kyns heim- ilismatur og bakkamatur fyrir fyrirtæki og vinnuhópa. Alltaf er nóg á könnunni og með kaffinu, bæði smurt brauð og sætabrauð. Eins er hægt að kaupa öl og sæl- gæti. Þarna getur fólk einnig orðið menningar aðnjótandi. þar sem málverk og teikningar eftir hinn kunna hafnfirska listamann, Svein Björnsson, hanga þar á veggjum. Hilmar sagðist einnig hafa hug á að leigja út húsnæðið á kvöldin og um helgar. Sagði hann það einkar hentugt fyrir smáhópa, t.d. til fundarhalda. Sögðust þau hjón vonast til að Hafnfirðingar notfærðu sér að fá bæði magafylli og menningu á einu bretti hjá þeim. Fjarðarpósturinn óska þeim til hamingju með reksturinn og alls góðs í framtíðinni. Nýtt fyrirtæki á gömlum merg Þeir sem óku niður eða upp Reykjavíkurveginn hér áður komust ekki hjá því að sjá veitingastaðinn Skútuna. Nú hefur nafnið verið flutt um set og prýðir nú nýbyggingu að Dalshrauni 15. Þar hefur Birgir Pálsson, mat- reiðslumeistari hafið rekstur á nýju fyrirtæki, veitingaeldhúsi, sem ber nafnið Skútan. Birgir er Hafnfirðingum kunnur af rekstri veitingastaðar- ins, sem bar sama nafn og af rckstri skemmtistaðarins Skiphóls. Nú hefur hann söðlað um, og býður upp á nýjung í Firðinum. í veitinga- eldhúsinu er á boðstólum veislumatur fyrir alls kyns samkvæmi. Má þar nefna kalt borð, kabarett, heitan mat og pottrétti. Eins eru á boðstólum matarbakkar fyrir fyrirtæki og fleira. Fjarðarpósturinn óskar Birgi til hamingju með nýja fyrirtækið og velfarn- aðar í framtíðinni. Matur og málverk Skemmtileg nýjung var tekin upp í versluninni Hvammseli eigi alls fyrir löngu. Á veggjum þar hanga mjög skemmtileg málverk af húsum í Hafnarfirði ásamt fleirum myndum. Húsamyndirnar hefur Guðmundur Ómar Svavarsson málað. Er það skemmtileg nýbreytni að geta farið á málverkasýningu um leið og innkaup- in eru gerð. Utandyra hefur annar hafnfirskur listamaður,, Jón Þór Gíslason, prýtt vegg verslunarinnar. Mættu fleiri fara að dæmi Karls eiganda Hvammsels hvað þetta varðar. Clæsileg sérverslun Verslunin MYNDIN að Dals- hrauni 13 hefur sannarlega farið myndarlega af stað. Verslunin er í afar rúmgóðu húsnæði þar sem ,,plaköt“ hurða- og veggmyndir í miklu úrvali njóta sín mjög og er ávallt ánægjulegt að koma í fyrir- tæki þar sem vel er vandað til inn- réttinga og uppsetningar og hvort tveggja hefur tekist mjög vel til hjá MYNDINNI. Eigendur verslunarinnar, þeir Guðjón Guðmundsson og Jó- hannes Norðfjörð og fjölskyldur þeirra, eru umboðsaðilar fyrir sænskt fyrirtæki, Scandercor, eitt það stærsta í ,,plakat“gerð í heim- inum. Mjög mikið úrval getur að líta í versluninni og geta viðskipta- vinir valið úr yfir 500 gerðum plakata og mynda. Margt annað fæst í MYND- INNI. Má þar nefna álramma, sem mjög eru vinsælir um þessar mundir og skemmtileg gjafakort, sem ramma má síðan inn i ramma frá MYNDINNI. Sömu aðilar reka heildsölu með gjafavöru ýmiss konar, búsáhöld úr tré, ljós og hillur. Nefnist það fyrirtæki JÓGI. Þeir Jóhannes og Guðjón segjast mjög ánægðir með þær viðtökur sem verslunin hefur fengið. Margir viðskiptavina koma langt að enda er verslunin einn sú stærsta sinnar tegundar hérlendis. FJARÐARPÓSTURINN óskar eigendum til hamingju með þessa glæsilegu verslun og alls velfarn- aðar í framtíðinni.

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.