Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 27.02.1986, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 27.02.1986, Blaðsíða 2
2 FJAROARPÓSTURINN Utgefandi: Fjaröarfréttir sf. Ritstjóri og ábyrgðarmaöur: Guðmundur Sveinsson Útgáfuráð: Dóra Pétursdóttir Erna Björnsdóttir Ellert Borgar Þorvaldsson Guðmundur Sveinsson Rúnar Brynjólfsson Ljósmyndun: Ellert Borgar Þorvaldsson Dóra Pétursdóttir Heimilisfang: Pósthólf 57, Hafnarfirði Sími 65 17 45 Útlit: Fjarðarpósturinn Setning filmuvinna og prentun: Prisma verum vakandi! Einsog sjá má annarsstaðar á síðum blaðsins þá hefur alda rúðubrota og ýmissa skemmdarverka farið yfir bæinn. Þó ekki hafi nema í fáum til- fellum tekist að ná til sökudólga, þá má gera ráð fyrir að hér eigi í hlut börn og/eða ungmenni sem ekki fara eftir lögum um útivistartíma. Flest rúðubrot eru að kvöldlagi og um helgar eftir að skyggja tekur. Það er því nauðsynlegt að foreldrar virði lögreglusamþykktina og veiti meira aðhald í útivistarmálum barna sinna. Eins þurfa þeir aðilar sem standa fyrir skemmtunum eftir löglegan útivist- artíma að gera ráðstafanir til að ungl- ingar fari beint heim eftir slíka skemmtun. Best væri að hægt væri að aka unglingunum heim og í mörg- um tilfellum draga þannig úr ýmsum óspektum og ónæði sem fylgir stundum hóþi unglinga sem kemur af skemmtunum. í skólum þarf að brýna enn betur fyrir unglingum að einstaklingar innan hóþsins skemmi ekki fyrir heildinni og verði tii þess að ef til vill þurfi að draga úr skemmt- anahaldi. Lögreglan þarf aö fylgjast vel með þegar unglingaskemmtanir eru í skólum og annars staðar og fjölga þá á vöktum ef þurfa þykir. Það að vera á ferðinni og láta sjá sig sem oftast hefur örugglega áhrif. Meira samráö þyrfti að vera milli þeirra aðila sem koma nálægt skipulagn- ingu skemmtana. Þáttur foreldra hlýtur samt ávallt að vera mjög stór í því hvernig til tekst og foreldrafélög í skólum ættu mjög að láta til sín taka útivistarmál barna og unglinga. Það er oft erfitt fyrir einn að banna það sem annar hefur leyft. Hér þarf að koma á umræðu og síðan þurfa að- gerðir að fylgja þó að slíkar aðgerðir kosti eitthvað í uþþhafi þá er ekki nokkur efi á að takist okkur að koma á skaplegum útivistartíma fyrir börn og unglinga þessa bæjar munu sjást þess merki í betri árangri í námi, bættu umhverfi og væntanlega meiri samheldni í fjölskyldunni. Nýr fiskvinnsluskóli að rísa Vart hefur farið framhjá neinum sem ekur Hvaleyrarbrautina að þar standa miklar byggingarfram- kvæmdir fyrir dyrum. Þarna á að rísa nýr Fiskvinnsluskóli og finnst víst ýmsum, sem kynnst hafa aðstæðum þeim sem Fiskvinnslu- skólinn býr við í dag, kominn tími til. Við slógum á þráðinn til Hákonar Torfasonar, deildarstjóra í byggingardeild menntamálaráðu- neytisins og fengum hjá honum eftirfarandi upplýsingar um gang mála. Hagvirki hf. sér um bygginguna og útboðsskilmálar voru þeir að allt húsið yrði gert fokhelt á árinu 1986. Húsið er byggt úr einingum sem eru einangraðar svo það verður meira en fokhelt þegar búið er að reisa það. Þjónustubygging sem koma á við hliðina er þó byggð á venjulegan máta. í verkáætlun frá Hagvirki hf. er áætlað að lokið verði við að mála húsið að utan í júlí-ágúst. Um áframhaldandi framkvæmdir er ekki vitað því áætlað er að það fjár- magn sem ætlað var í bygginguna á fjárlögum 1986 nægi aðeins í þennan áfanga. Bíða verður því eftir fjárlögum 1987 með frekari framkvæmdir. Fiskvinnsluskólinn er mjög illa húsaður og á hrakhólum í dag og verður metið hvort hægt verður að taka verknámshluta hússins í notkun fljótlega. Þar er um að ræða dýrar framkvæmdir þar sem þar á að rísa lítið frystihús með full- komnustu tækjum þar sem sífellt eru gerðar auknar kröfur hvað varðar fiskverkun. Áætlað er að einnig rísi á lóðinni bóknámshús en nemendur skólans geta sótt bóklegt nám, allavega að hluta til í aðra skóla s.s. Flensborg. Vonandi sjá stjórnvöld sér fært að flýta sem mest byggingu þessa skóla sem mun stuðla að betri menntun þeirra manna og kvenna sem koma til með að vinna við þennan undirstöðuatvinnuveg okkar íslendinga í framtíðinni. ÞJONUSTA ÞJONUSTA Réttingar Þ.S. Trönuhrauni 1 S. 52007 Tökum að okkur réttingar og sprautun. Bilaverkstæðið ^s5T KARLSVAGNINN 'p1 Sími 54332 .JSU j Kaplaltrauni 9. noróan Rcykjancsbraular Allar almennar viðgeröir LjÓSastÍllíngar Gjörið svo vel og reynið viðskiptin Símsvari á kvöldin og um helgar Sendibílastöð Hafnarfjaröar OPIÐ kl. 8 - 18 1111 Bæjaryfirvöld lýsa sig fús að lækka gjöldin Launanefnd sveitarfélaga hefur óskað eftir því, að sveitastjórnir taki afstöðu til hugmynda sem fram hafa komið í samkomulagstillögum ríkisins og B.S.R.B. um að lækka beina skatta um ca. 5.5% og þjónustugjöld um 5 til 10%, vegna lækkunar rekstrarkostnaðar er leiða mun af lækkun verðbólgu í 9%, sbr. tillögur ríkisstjórnarinnar frá 11. febrúar sl. Bæjarráð Hafnarfjarðar hefur lýst yfir jákvæðu viðhorfi til þeirra hugmynda, sem til umfjöllunar eru í samningsviðræðum ríkisins og B.S.R.B. í trausti þess að hugmyndir þessar séu til þess fallnar að auka kaupmátt launa. Lýsti bæjarráð sig reiðubúið að leggja til við bæjar- stjórn lækkun útsvarsálagningar og þjónustugjalda, að því marki sem endanlegir kjarasamningar gefa til- efni til. FJARÐARPÓSTURINN = fréttablað Hafnfirðinga

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.