Fjarðarpósturinn - 27.02.1986, Blaðsíða 12
12
FJARÐARPÓSTURINN
—ÍÞRÓTTIR—ÍÞRÓTTIR—ÍÞRÓTTIR—
Haukar — valur í kvöld
Úrslitakeppni í körfunni að hefjast
Sá hættur er hafður á í körfunni
að fjögur efstu liðin í íslandsmót-
inu leika um íslandsmeistaratitil-
inn. Njarðvík vann Úrvalsdeildina
en Haukar urðu í 2. sæti. Njarðvík
er samt ekki íslandsmeistari og auk
þeirra tveggja liða sem nefnd hafa
verið eru það Valur og Keflavík sem
berjast um titilinn og Islandsmeist-
arabikarinn.
Við spurðum Einar Bollason,
þjálfara Haukanna hvernig leik-
irnir legðust í hann:
„Það er ekki hægt að sætta sig
við neitt annað en sigur. Við vorum
sekúndubroti frá íslandsmeistara-
titlinum í fyrra. Ég hygg að mönn-
um sé enn í fersku minni hin gífur-
lega spenna sem var í úrslitaleikjun-
um í fyrra og það sama verður uppi
á teningnum núna. Valur hefur
alltaf verið okkur erfiður og núna
virðist Valur vera á mikilli uppleið.
Njarðvík er einnig erfiður andstæð-
ingur, sérstaklega hér í Hafnarfirði.
Við höfum oftar unnið þá á heima-
velli þeirra. En ég tel að við séum
með besta liðið og ég sætti mig ekki
við annað en að Haukar taki á móti
íslandsmeistaratitlinum fyrir troð-
fullu húsi í Hafnarfirði þegar þar
að kemur. Ekki er nákvæmlega
hægt að dagsetja úrslitaleikinn en
hann verður fljótlega í mars.“
Kristinn Guðnason, formaður
körfuknattleiksdeildarinnar hafði
þetta að segja:
„Þetta verður mjög spennandi.
Við erum þegar komnir í úrslit í
bikarnum og Ieikum til úrslita í
Laugardalshöllinni við Njarðvík
13. mars n.k. Ég vona auðvitað að
við vinnum tvöfalt og strákarnir
hafa sýnt að þeir eru þess vel megn-
ugir. Ég treysti því að hafnfirskir
áhorfendur leggi okkur lið, því það
hefur sýnt sig að í erfiðum leikjum
eins og þeim sem framundan eru þá
geta hvatningarhróp áhorfenda
skipt sköpum"
Ekki er að efa að Hafnfirðingar
munu fylgjast vel með og hvetja
Haukana til sigurs. Ferill Hauk-
anna í körfunni hefur verið glæsi-
legur og nú eru tveir eftirsóttustu
titlarnir í scilingu. Hafnfirðingar
munu því mæta til leiks í íþrótta-
húsinu við Strandgötu í kvöld,
fimmtudaginn 27. kl. 20.00 og
hvetja sína menn til sigurs. Næsti
leikur verður síðan sunnudaginn 2.
mars kl. 20.00 í Seljaskóla á heima-
velli Vals.
Vinni Haukar báða leikina leika
þeir að öllum líkindum við Njarð-
vík í úrslitum. Þurfi þriðja leikinn
við Val, þá verður hann í íþrótta-
húsinu við Strandgötu, þriðjudag-
inn 4. mars kl. 20.00.
Handknattleikur: Haukar í i.deild
Nú er lokið aukakeppni fjögurra|
liða um tvö laus sæti í I. deild karla
í handknattleik, ef svo fer sem horf-
ir að fjölgað verði upp í 10 lið.
Haukar og KR urðu efst í keppn-
inni, en HK og Þróttur biðu lægri
hlut. [
Það eru ánægjuleg tíðindi að
Haukar skuli aftur vera komnir í
hóp þeirra bestu, og vonandi tekst
þeim að festa sig í sessi í deildinni að
þessu sinni. í liði Hauka eru bæði
gamalreyndir kappar og ungir leik-
menn sem öðlast hafa talsverða
keppnisreynslu á allra síðustu
árum. í yngri flokkunum á félagið
einnig fjölmarga efnilega leik-
menn, ekki síst í 3. flokki karla, sem
vakið hefur athygli fyrir góða
frammistöðu í íslandsmótinu.
Framtíðin er björt.
Ertu tilbúinn að hefja æfingar?
Við búum til æfingaprógramm fyrir þig hvort
sem þú ert ungur eða gamall, karl eða kona.
Hjá okkur byrja allir á byrjuninni.
Mundu að þú átt aðeins Oeintak af sjálfum þér.
7?
SJÚKRAÞJÁLFARINN SF.
Brekkugötu2- Sími 54449
XIDEX
tölvudiskar
RflDIORÖST
'n
mvnoRHUsiB hr
DALSHRAUNl 13 ■ HAFNARFIRDI ■ PÓSTHÓLF 37 • SIMI 53181
HAFNARBORG
■H
HAFNARBORG
MENNINGAR- OG LISTASTOFNUN
HAFNARFJARÐAR
1. mars n.k. kl. 14.00 verður opnuö sýning
á 50 listaverkum, sem Hafnarborg hefur
eignast á árunum 1984 og 1985.
Sýningin verður opin daglega til og með
9. mars n.k. frá kl. 14.00 til 19.00 alla daga.
Allir velkomnir — Aðgangur ókeypis
Stjórnin
Eftirtaldir aðilar auglýsa í 6. tbl.
Fjarðarpóstsins.
Demantahúsið
Libra
Sandra
Nýform
Bæjarsjóður
Almennar tryggingar
Radíóröst
Virkinn
^mmm^^mm—mm,
ÁBENDING
Geymið eldfima vökva
í þar til gerðum
ílátum.
Frostverk
Listinn
Valhús
Hraunhamar
Video-portið
Eimskip
Bílaverkstæði Guðvarðar Elíassonar
Lögreglan
Sjúkraþjálfarinn
Röntgentækjasjóður
Karlsvagninn
Réttingar Þ.S.
A.-Hansen
Samvinnuferðir/Landsýn
Söluturninn Hringbraut
Embla
BÍIastöð Hafnarfjarðar
Lækjarkot
Bjarni Böðvarsson
Véltak
Sendibilastöðin
Riddarinn
Viðistaðakirkja