Fjarðarpósturinn - 27.02.1986, Blaðsíða 7
FJARÐARPÓSTURINN
7
— ORÐIÐ ER LAUST! —
Nokkur orð um
Smárahvamm
Ég skil nú ekki af hverju bœjar-
stjórn vill ekki opna Smárahvamm-
inn. Það er kannski vegna þess að
viss maður vill ekki hafa „alltof
mikla umferð“ framhjá húsinu
sínu. Hann sleppur hinsvegar við
að þurfa að spóla í þrjú korter upp
þessa bröttu brekku með því að
„parkera“ bara fyrir neðan
hindrunina þar sem það hvort eð er
jafnlangt heim til hans fyrir ofan og
neðan hindrunina. Ef bœjarstjórn
œtti funaarstað í Smárahvammin-
um yrðu þeir ekki lengi að opna alla
þrjá vegina í kringum hann svo þeir
þyrftu ekki að keyra hing I kringum
fundarstaðinn til að komast að og
frá, að ég tali nú ekki um spólið á
veturna.
Flensborgari.
Svar
skipulagsfulltrúa
Blaðið hafði samband við skipu-
lagsfulltrúa, Bjarka Jóhannesson,
og spurði hann á hvaða forsendu
þessi lokun hefði átt sér stað. Kvað
hann skipulagsnefnd hafa óttast að
mjög mikil umferð úr Smára-
hvammi, Fagrahvammi og svoköll-
uðum B-reit myndi beinast út á
þessa tengingu. Á B-reitnum á að
byggja fjölbýlishús í framtíðinni.
Að áliti skipulagsnefndar myndu
allir stytta sér leið um Smára-
hvamminn sem er bein leið I stað
þess að fara Suðurhvamm sem að
vísu er lengri leið og krókóttari.
Þetta er það nálægt gatnamótum
Ásbrautar að ekki þótti fýsilegt að
fá svona mikla umferð um gatna-
mótin. Um Ásbrautina yrði í fram-
tíðinni þung umferð stórra bíla sem
tengdust höfninni. Þetta yrði
kannski ekki mikil umferð en að
sama skapi þung.
Hestamaöur spyr
Hvernig stendur á því að bíl-
stjórar Bílastöðvar Hafnarfjarðar
neita að sœkja menn í hesthúsa-
byggðina við Kaldárselsveg. VHja
þeir frekar að við snúum okkur til
Reykjavíkurfélaganna?
Hestamaður
Þakkir til
víðistaðakórs
Mig langar til að koma á fram-
fœri þakklœti mínu til þeirra sem
stóðu að skemmtikvöldi í Veitinga-
húsi A. Hansen fimmtudaginn 6.
febrúar. Þar fór fram hin skemmti-
legasta dagskrá með kórsöng, upp-
lestri og gamanvísnasöng sem fjall-
aði um þorrann. Þar var að verki
Víðistaðakórinn ogskemmtiég mér
alveg konunglega, enda fengum við
áheyrendurnir að syngja með í
mörgum lögum. Þetta framtak
þeirra er mjög lofsvert og ti! þess
fallið að Hfga upp á bœjarlífið hér
I Hafnarfirði, sem að undanförnu
hefur verið í daufara lagi. Svo vel
var að þessu skemmtikvöldi staðið
að það jafnaðist fullkomlega á við
skemmtiþœtti sem maðursér Isjón-
varpinu.
Því miður var þessi skemmtun
ekki mikið auglýst og óttast ég því
að hún hafi farið framhjá mörgum.
Ég vona að kórinn og forráðamenn
A. Hansen bæti úr betur og auglýsi
næsta skemmtikvöld með góðum
fyrirvara svo að maður missi ekki
af svona góðri skemmtun.
Hafnfirðingur
Úrval af sælgæti
og gosi.
Brauö
Kökur
Mjólkurvörur
Nýlenduvörur
n
Málning
og málningarvorur
Hjá okkur er úrvaliö!
U=la
LEIÐIN LIGGUR í
IfJARIfOT
LÆKJARGATA 32 PÓSTH. 53 HAFNARFIRÐI SlMI 50449
VELTAK
VÉLAVERSLUN
Hvaleyrarbraut 3 - X 54315
Umboðið í Hafnarfirði
Kostabod sem ekki
veidux endurtekid!
Ford Escort LX ' 86
á aöeins kr. 409.000
Hef umráð yfir
öríáum bílum.
Bílaverkstœði
Guðvardar Elíassonar
Drangahrauni 2, s 52310 og 51550