Fjarðarpósturinn - 27.02.1986, Blaðsíða 16
FJflRMB
VAKNINGARDAGAR I
FLENSBORGARSKÓLA
Hin síðari ár hefur það borið
við árlega að haldnir eru svo-
nefndir Vakningardagar i Flens-
borgarskóla. Horfið er þá frá
hefðbundnu skólahaldi en nem-
endur og kennarar skólans tak-
ast á hendur ýmis störf og verk-
efni utan hinnar föstu náms-
skrár.
Að skipulagningu Vakningar-
daganna að þessu sinni hefur
unnið sérstakur starfshópur
sem í eru þrír nemendur, Birgir
Össurarson, Elín Hjaltalín
Jóhannesdóttir og Hermann
Björn Erlingsson, og þrír kenn-
arar, Ágústa Oddsdóttir, Eggert
Lárusson og Símon Jón
Jóhannesson.
Að þessu sinni eru Vakningar-
dagarnir 5r7. mars n.k.
Starfið er skipulagt þannig að
árdegis er starfað í rúmlega 20
hópum að einhverju efni sem
menn hafa valið sér. Kennir þar
margra grasa. Má þar nefna
leðurvinnu, fatahönnun, yoga,
reiðmennsku, myndbandagerð,
matreiðslu, bílaviðgerðir, kerta-
gerð, sjálfsvarnarlist svo eitt-
hvað sé nefnt. Með hverjum
hópi starfar sérfróður leiðbein-
andi.
Síðdegis koma svo allir sam-
an og fer þá fram sérstök dag-
skrá.
Miðvikudaginn 5. mars sjá
aðilar utan skólans um
skemmtilega menningardag-
skrá, upplestur og tónleika.
Síðdegis á fimmtudeginum 6.
mars er ætlunin að halda um-
ræðufund um bæjarstjórnar-
mál með þátttöku þeirra stjórn-
málasamtaka sem fulltrúa eiga í
bæjarstjórn.
Eftir hádegi á föstudeginum
verður síðan sérstök dagskrá þar
sem eingöngu munu koma fram
innanhússmenn og uppistaðan
verður efni frá starfshópum og
annað efni af léttara taginu.
Svo sem kunnugt er fékk
Flensborgarskóli eitt fyrsta leyf-
ið til útvarpsrekstrar sem veitt
var samkvæmt hinum nýju
útvarpslögum. Er ætlunin að
reka sérstaka útvarpsstöð í skól-
anum alla þrjá dagana og út-
varpa um Hafnarfjörð. Einn
hópanna mun sérstaklega sinna
þessu erkefni undir umsjón
þaulvans dagskrárgerðarmanns.
Ekki er þó alveg víst hvort af
þessu getur orðið þar sem enn
hefur ekki tekist að útvega út-
varpssendi.
Úrslit kosninga um áfengisútsölu
íbúar í Hafnarfirði greiddu á laugardaginn atkvæði um hvort opna ætti
áfengisútsölu í bænum. 8252 voru á kjörskrá. 59,65% greiddu atkvæði eða
4922.
Já sögðu 4022 (81,83%) Nei sögðu 880 (17,87%)
Auðir seðlar voru 11 og 3 voru ógildir.
BÆJARMÁLA-
PUNKTAR
* Hafnarstjórn hefur samþykkt
að óska eftir því við starfsmenn
bæjarverkfræðings að magn-
mæla fyllingar undir nýja ver-
búð fyrir smábátaeigendur við
Óseyri/Fornubúðir.
* Lagt hefur verið fram yfirlit
um starfsemi Námsflokka
Hafnarfjarðar á haustönn 1985.
Fjöldi nemenda var 332. Um
72% nemenda var kvenfólk.
Alls störfuðu 30 kennarar og
leiðbeinendur á önninni.
* Kosið hefur verið í þriggja
manna starfsnefnd til athugun-
ar á hugsanlegri uppbyggingu
fríverslunarsvæðis í eða við
Straumsvík.
Nefndina skipa: Sigurður B.
Stefánsson, Hrafnkell Ásgeirs-
son og Jón Kr. Gunnarsson.
Sigurður B. Stefánsson er for-
maður nefndarinnar.
* Einar Geir Þorsteinsson, f.h.
Hreyfils sf. hefur sótt um heim-
ild til að setja upp skilti, samkv.
framl. uppdrætti við Reykja-
víkurveg 54 (utan lóðamarka að
vestan). Samþykki Olíufélagsins
hf. liggur fyrir. Samþykkt var að
synja erindinu.
* Rafveitunefnd hefur beint því
til bæjarráðs, að fjárveiting á
fjárhagsáætlun bæjarins til Sæ-
dýrasafnsins, verði millifærð til
Rafveitunnar til greiðslu upp í
skuldir safnsins. Skuld Sædýra-
safnsins við Rafveituna er nú kr.
373.502. -
TÖKUM LAGIÐ
Þeir sem hafa gaman af því að
hlusta á söng og taka lagið verða að
skreppa í A. Hansen næsta fimmtu-
dagskvöld 6. mars. Þar verður Víði-
staðakórinn með skemmtikvöld
eins og orðið er fastur liður fyrsta
fimmtudagskvöld í mánuði hverj-
um. Innagangseyrir er enginn og
þarna er ætlast til að allir taki und-
ir. Inn í söngdagskrána er síðan
blandað ýmsum gamanmálum.
Það er ánægjulegt að einhverjir
vilji gera tilraun til þess að lífga lítið
eitt upp á lífið og tilveruna með
skemmtun af þessu tagi og ekki
skemmir það að ekki þarf að borga
sig inn. Nú er búið að gera nokkrar
breytingar á salnum niðri og hefur
hann stækkað til muna. Vonandi
láta sem flestir sjá sig fimmtudag-
inn 6. mars kl. 20.30 og taka lagið í
góðum hópi vina og kunningja. Til
þess er leikurinn gerður.
FASTEIGNASALA
Reykjavíkurvegi 72 - Hafnarlirði - Siml 54511 Nm w-btn
OPIÐ: Viika daga kl. 9-18, sunnudaga kl. 13-16
Heimasími sölumanns Biigis Finnbogasonai 50132
BERGUR OLIVERSSON HDL.
SYNISHORN TJR SOLUSKRA
iív. w f
iil
▲ LINDARHVAMMUR: Efri hœð
og ris. Alls ca. 200 m2. Bílsk.
38 m2. Vönduð og falleg eign.
▲ SELV OGSGATA: Hœð og
kjallari (ca. 70+40 m2) Kj. ekki
full írágenginn. Eign sem gefur
mikla möguleika. Skipti á 2ja
eða 3ja herb.
A ÁLFASKEIÐ: Snotur 3ja herb.
íbúð á 3. hœð. Bílskúr.
A SLÉTTAHRAUN: Hugguleg
2ja herb. íbúða á 2. hœð.
A TJARNARBRAUT: Hugguleg
80 m2 3ja herb. í þríb.húsi.
Vönduð eign. Lítið áhvílandi.
A ERLUHRAUN (í einkasölu):
Neðri hœð í tvðb. húsi 3ja herb.
Hugguleg íbúö á skemmtileg-
um stað.
A ARNARHRAUN: 3ja herb.
íbúð í fjölbýlishúsi.
A HJALLABRAUT,- Stór 4ra herb.
íbúð.
A HAFNFIRÐINGAR!
Vegna mjög aukinnar sölu
undanlarið vantar okkur eignir á
skrá.