Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 27.02.1986, Blaðsíða 10

Fjarðarpósturinn - 27.02.1986, Blaðsíða 10
10 FJARÐARPÓSTURINN Ég hef verið lánsöm Herdís heitir hún «g er Guð- mundsdóltir. Við litum inn til henn- ar um daginn í vistlega herberginu hennar á Hrafnistu. Það þarf ekki að kynna Herdísi fyrir þeim fjölda Hafnfirðinga sem leitaði til hennar hér á árum áður. í fjölda ára var hún Ijúsmyndari og þeir eru ófáir viðburðirnir sem hún hefur fest á filmu. í um 20 ár annaðist hún einnig myndatökur fyrir lögregluna í Hafnarfirði. Giginmaður Her- dísar, Guðbjartur heitinn Ásgeirs- son, var einnig frábær Ijósmyndari og meðal annars prýða margar Ijós- mynda lians af skipum hýbýii Hrafnistu. „Mér líður vel hérna á Hrafnistu. Auðvitað er best að vera heima ef heilsan leyfir, en fólkið hér er alveg yndislegt og ekki hægt að kvarta yfir neinu. Guð hefur gefið mér góða heilsu og fyrir það er ég þakk- lát. Það er helst heyrnin og svo er ég dálítið slæm í hnénu og á erfitt með að hreyfa mig mikið. En það eru allir boðnir og búnir að aðstoða mig á alla lund. Ég vona að þið farið nú ekki að skrifa neitt um mig. Það er svo sem ekki frá neinu að segja“, sagði Herdís hógværlega. Þau hjón voru með Ijósmyndaaðstoðu sína í kjall- ara húss síns við Lækjargötu. „Mig minnir að myndataka og framköll- un á fyrstu myndunum hafi kostað 5 aura. Það er víst orðið eitthvað hærra núna“, segir hún og hlær glaðlega. Við fáum að skyggnast í myndaalbúm og sjáum einnig greinar sem um þau hjón hafa verið skrifaðar. Við heitum því í hugan- um að gera því merka starfi þeirra hjóna skil síðar, því af nógu er að taka. „Ég er nú orðin 87 ára og er svo lánsöm að geta unnið eitt og annað í höndunum. Það eru námskeið hérna í föndri og ég hef búið til ýmsa hluti sem ég hef svo gefið.“ Á veggjum má sjá myndir eftir Herdísi gerðar úr hundruðum vindlamerkja. Fyrir nokkrum árum mátti sjá þessar myndir hennar í glugga Morgunblaðshússins þar sem þær vöktu mikla athygli. „Ég hef farið dáiítið um bæinn og mér finnst allt hafa breyst svo mikið. Ég þekki mig varla. En ég uni mér hér vel og ég er svo lánsöm að eiga indæl börn, barnabörn og tengdadætur. Fyrir það verð ég ævinlega þakklát“ Við látum staðar numið og kveðjum Herdísi. En síðar munum við, eins og áður sagði rifja upp ýmislegt sem hefur á daga Herdísar drifið á langri og starfsamri ævi. 5000. gesturinn á „Fúsa froskagleypi" Um síðustu helgi tóku félagar í Leikfélagi Hafnarfjarðar á móti 5000. gestinum á leikritið „Fúsa froskagleypi“. Fúsi, sem var frum- sýndur í haust, hefur gengið mjög vel og verður væntanlega á fjölun- um 2-3 helgar í viðbót. Nú eru æfingar hafnar á næsta verkefni L.H., Galdra-Lofti eftir Jóhann Sigurjónsson. Leikstjóri verður Arnar Jónsson, en í hlut- verki Lofts verður Hallur Helga- son, sem nú mætir aftur til leiks eftir nokkurt hlé. Nokkur önnur „gömul“ andlit koma til með að sjást í Galdra-Lofti, þótt kjarninn verði sá sami og í síðustu verkum L.H. Óvíst er hvenær Galdra-Loft- ur verður frumsýndur, en það verð- ur væntanlega ljóst bráðlega. Snvrtivöruverslunín SANDRA Reykjavíkurvegi 50 S 53422 Herrailm urinn frá AZZARO nýkominn Fjaröarpósturínn spyr: Býstu við þyngri sköttum í ár en í fyrra? Ellert Ólafsson. Nei, ég býst ekki við því. Ég skulda meira núna. Þóra Baldursdóttir. Jú, ég geri það. Sigurður Aðalsteinsson. Já, ég býst við því. Ég þénaði meira. Böðvar Sigurðsson. Nei, ég býst ekki við því.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.