Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 14.01.1988, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 14.01.1988, Blaðsíða 3
FJARÐARPÓSTURINN 3 Biljard á sér oröió langa sögu hér á landi en leiktæki og biljard eiga alls enga samleiö, segir Matthías Guðmundsson. leiktæki hér núna og hafa ekki verið síðan ég setti þennan rekstur á stofn. Það er skoðun mín að leiktæki og biljard eiga alls enga samleið. Matthías Guðmundsson hefur rekið Biljardstofuna við Hjalla- hraun síðan fyrsta ágúst á síðasta ári eða í bráðum sextán mánuði. Blm. Fjarðarpóstsins leit inn hjá honum á föstudagskvöldið og þar sem ekkert borð var laust og blm. ekki duglegur í íþróttinni þá tóku þeir Matthías tal saman á meðan gestir stofunnar spiluði biljard eða röbbuðu saman í rólegheitum og biðu eftir að næsta borð losnaði. Eru það aðallega karlar sem spila biljard eða skiptist þetta á milli kynja? Reynslan er að stór hluti biljard- áhugafólks eru karlar. Þó er til að konur komi hingað til að spila en það er mikill minnihluti. Jafn- réttið virðist ekki hafa náð til þessa enn þá. Biljard er meira karlasport enn sem komið er að minnsta kosti. Þeir sem sækja Biljardstofu Hafnarfjarðar eru mest megnis karlmenn á aldrin- um frá sextán ára og upp úr, getum við sagt. Ég held að sá elsti sem hefur komið hingað til að spila sé um sextíu og fimm ára. Hefúr þú ekki átt í neinum erfiðleikum með að halda unglingum, yngri en sextán ára frá stofunni? Það hefur svolítið borið á því að yngri strákar en sextán ára hafi viljað komast inn. Ég hef verið alveg ákveðinn í að halda þetta aldurstakmark og ég hef ekki lent í neinum vandræðum. Þegar krakkar hafa áttað sig á því að þau fengju ekki aðgang þá hafa þau ekki sótt það mikið. Það er alltaf til ein og ein undantekning á því eins og öðru en ég hef ekki átt í neinum vandræðum vegna þessa. Ég las um daginn í einu tölublaði Fjarðarpóstsins að æskulýðsfull- trúinn í Hafharfirði var að tala um að útideildin ætti að fylgjast með unglingum og nefndi í því sambandi Biljardstofuna, þar væru unglingar inni og hefðu vín um hönd. í því sambandi vil ég taka fram að unglingar innan scxtán ára fá ekki aðgang og hér er yfirleitt ekki haft vín um hönd. Svona umtal er mjög neikvætt fyrir okkur. Það má vera að enn eimi eftir af því að hér var í eina tíð leiktækjasalur. Það eru engin Hvernig hefur reksturinn gengið? Hann hefur gengið mjög vel og n ikið betur en ág þorði að vona. Aðsóknin hefur verið' mjög góð og það er mikið af nýjum and- litum sem koma hingað. Það sýnir að áhugi á biljard er mikill hér enda á hann sér orðið langa sögu þótt að uppruna sé þetta erlend íþrótt. Það er auðvitað fastir viðskiptavinir hér en það er mikið um að fólk komi svona endrum og eins þegar það langar að grípa í þetta. Þegar spjalli okkar Matthíasar lauk gekk blm. í gegnum spilasalinn á leið sinni til dyra. Menn munduðu kjuðana og misjafnt var hvar kúlumar lentu, enda stunda menn þetta að mismiklum krafti og flestir sér til ánægju fremur en að hinn harði keppnisandi ríki. Ekki var vín að sjá á nokkrum manni enda ekki vínveitingar á staðnum og yrðu menn þá að staupa sig úr vasapelum svo lítið bæri á líkt og í réttunum. Að minnsta kosti sá blm. engan þurrka sér um munninn með handarbakinu eins og hann væri að leika í ame- rískum vestra. t BÆJARHRAUNI 4 IVID KEFLAVIKURVECINN / SIMI 65 2212 10 vikna námskeið í jazz-ballett hetjast í nœstu viku. Hver tími hefst á upphitun, teygju- og polœfingum. Kennd veröa undirstöðuatriði í klassískum ballett, einnig dansar, hringir og stökk. Nemendasýning verður í lok námskeiðs. Foreldrar geta fylgst með tveimur œfingum. verð 4.950 KR. 8-10 ára Sunnudagar kl. 11.30 Föstudagar kl. 17.30 10-12 ára Sunnudagar kl. 12.00 Föstudagar kl. 17.00 13-15 ára Sunnudagar kl. 13.00 Föstudagar kl. 18.00 Hringdu strax og skráðu þig á skemmtilegt og uppbyggjandi námskeið. HRESS i.íkvmsri:kt cx; ijós

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.