Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 14.01.1988, Blaðsíða 10

Fjarðarpósturinn - 14.01.1988, Blaðsíða 10
10 FJARÐARPÓSTURINN Þórður Þórðarson geróur aö heiðursfélaga í Dýraverndunarfélagi Hafnarfjaróar. Á aðalfundi Dýravemdunar-félags Hafnarfjarðar sem haldin var 18. nóvember var samþykkt að gera Þórð Þórðarson að heiðursfélaga. í kaffisamsæti, sem haldið var í Alþýðuhúsinu 15. desember var Þórði afhent formlegt heiðursskjal. Stefán Gunnlaugsson rakti í erindi störf Þórðar að dýravemdunarmálum í Hafnarfirði og afhenti honum heiðursskjalið. Þórður Þórðarson þakkaði fyrir sig með ræðu og kom víða við í sambandi við starfsemi Dýravemdunarfélagsins. Hlutverk félagsins hefur alla tíð verið, að vekja nærgætni og samúð með öllum dýmm og vinna að því að menn beiti allri skynsemi í samskiptum sínum við þau. Félagið hefur alla tíð haft þetta markmið að leiðarljósi og beitt sér þar sem forráðamenn hafa talið þess þörf. í stjóm Dýraverndunarfélags Hafnarfjarðar sitja nú Þórður Þórðarson, forseti, Stefán Gunnlaugsson, varaforseti, Sigurður Þórðarson, ritari, Fríða G. Eyjólfsdóttir, gjaldkeri, Ema Fríða Berg, meðstjómandi og Elín Harðardóttir, varameðstjómandi. Glæsilegt afmæli Sparisjóös Hafnarfjaröar Sparisjóður Hafnarfjarðar varð 85 ára 22. desember s.l. Af því tilefni var viðskiptavinum og velunnurum sjóðsins boðið í afmæliskaffi á afgreiðslustöðum hans á afmælisdaginn. Boðið var upp á kaffi og rjómatertur og bömum var boðið að koma og þiggja gosdrykki og sælgæti. Mjög fjölmennt var á afgreiðslustöðunum og má segja að stanslaus straumur hafi verið allan daginn. Að sögn Sparisjóðsmanna er engin leið að meta hversu margir afmælisgestir vom en þeir skiptu þúsundum. Meðal afmælisgesta var Malldór M. Sigurgeirsson en hann var fyrsti viðskiptavinur Sparisjóðs Hafnarfjarðar. Sextánda febrúar 1903 vora fyrstu viðskipti hans skráð í bækur sjóðsins. Hann var þá ungabam en faðir hans var gjaldkeri Sparisjóðs Hafnarfjarðar. Iðnaðarbankinn færir Iðnskóla Hafnarfjarðar 150 þúsund krónur að gjöf til kaupa á hugbúnaði. Þann 22. desember færði Iðnaðarbankinn Iðnskóla Hafnarfjarðar kr. 150 þúsund að gjöf til kaupa á hugbúnaði. Bragi Hannesson, bankastjóri afhenti Steinari Steinssyni, skólastjóra gjöfina að viðstöddum Jóhanni T. Egilssyni, bankastjóra útibús Iðnaðar- bankanns í Hafnarfirði, Albert Sveinssyni, skrifstofustjóra, Guðjóni Tómassyni, formanni skólanefndar Iðnskólanns og Jóhannesi Einarssyni, yfirkennara. Hugbúnaður sá sem hér um ræðir tengir saman tölvuvædd teiknikerfi sem notuð eru til hönnunar framleiðslu og tölvukerfi véla sem notuð eru til framleiðslunnar. Iðnskóli Hafnarfjarðar hefur brugðist vel við þessari tækni og hefur tekið forystu í því að þjálfa nemendur í notkun hennar. Nú hefur Iðnskóli Hafnarfjarðar tekið að sér að miðla þessari þekkingu til annarra skóla og hefur fengið leyfi menntamálaráðuneytisins til að halda námskeið fyrir kennara annarra iðnskóla, sem ekki hafa aðstöðu til að nýta sér tölvutæknina í jafn ríku mæli. Þetta framlag Iðnaðarbankanns kemur sér mjög vel fyrir Iðnskóla Hafnarfjarðar og flýtir fyrir þeirri þróun í tölvumálum skólanns sem nú á sér stað. Meistarafélag iðnaðarmanna 20 ÁRA AFMÆLI 13. JANÚAR Meistarafélag iðnaðarmanna Hafnarfirði á 20 ára afmæli um þessar mundir. Afmælisdagur félagsins er þ. 13. janúar, en félagið áformar að halda veglegan afmælisfagnað síðar í mánuðinum. Stórt og vandað afmælisrit verður kynnt á afmælis- fagnaðinum og síðan dreift til bæjarbúa. í ritinu er leitast við að kynna tveggja áratuga starf félagsins með viðtölum við framámenn félagsins og margir þekktir aðiljar úr röðum byggingariðnaðarins rita þar merkar greinar. Fjarðarpósturinn ámar Meistarafélaginu allra heilla á þessum tímamótum.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.