Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 14.01.1988, Blaðsíða 9

Fjarðarpósturinn - 14.01.1988, Blaðsíða 9
FJARÐARPÓSTURINN 9 skamms halda félagsfund og leita þar eftir verkfallsheimild. Það verður síðan að koma í ljós hvort þarf að nota hana. Kjarasamningur við hvert fyrirtæki. Það er mjög erfitt að segja til um hvemig kjarasamningamir fara fram. Hvort það verður samið sem stór heild eða hvort þetta verður brotið meira niður. Það gæti allt eins farið á þann veg að yrði samið við fyrirtæki hvert fyrir sig. Viss þróun bendir í þá átt. Ég tel það mjög miður ef svo fer. Ef menn vilja kalla þá kjarasamninga sem nú em í gildi frumskóg hvað verður þá eftir að samið hefur verið við ótal fyrirtæki sér og jafnvel engir tveir samningar eins. Ég held að mannleg hugsun næði ekki 'að skilja alla þá flækju. Atvinnu- rekendur hafa ekki gert sér grein fyrir að slíkir samningar myndu kosta þá mikið meira. Það væri verið að gera sérkröfur fyrir allt að því hvem einasta starfsmann. Mér er nær að halda að þetta sé óframkvæmanlegt. Margar þjóðir í landinu. Stundum er talað um að það séu tvær þjóðir í landinu. Emm við ekki lengur ein þjóð þegar launa- málin era annars vegar? Þær era orðnar margar. Flest störf eru nauðsynleg störf en framleiðslugreinamar era alltaf vanmetnar í kjarasamningum. Oft á tíðum er þama um erfiðustu vinnuna að ræða að því ógleymdu að þessi störf halda þjóðarbúinu uppi. Afrakstur þeirra borgar laun þjónustu- stéttanna, sem alltaf era meira metnar þegar að því kemur að verðleggja störf manna. Þetta er hlutur sem þarf að breytast. Það gengur ekki að fólk í fram- leiðsluatvinnuvegunum þurfi að lifa á lágum launum á meðan þeir sem vinna þjónustustörf geta veitt sér mun meira. Þama er stærsli munurinn á milli þjóð- anna í landinu. Húsnæóismálin í ólestri. Annar mikill munur milli íslensku þjóðanna er þeir sem eiga þak yfir höfuðið og hinir sem verða að leigja. Hér í Hafnarfirði eru húsnæðismál í miklum ólestri. Á undanfömum árum hefur mest áhersla verið lögð byggingu húsnæðis af dýrara taginu. Einbýlishús og raðhús hafaþotið upp. Bygging blokkaríbúða að ég tali ekki um félagslegra íbúða hefur setið á hakanum. Þegar Hagvirki byggði blokk hér á sínum tíma keyptu verkalýðs- félögin þar eitt stigahús. Þá bar svo við að fólk sem fest hafði kaup á íbúðum í blokkinni brást hið versta við og hafði í hótunum um að riftakaupsamningum. Það vildi ekki fá neitt pakk þama inn. Það sjónarmið er allt of ríkjandi að fátækt stafi af aumingjaskap og engu öðru. Ég veit um hafnfirska fjöl- skyldu í dag þar sem faðirinn býr með eitt bam hjá ættingjum í Breiðholti, móðirin er með annað bam hjá fólki í Kópavogi og þriðja bamið er á enn einum stað. Húsnæðisleysið er ekki síður alvarlegt mál en lágu launin og auðvitað eru það lág laun og erfiðir afkomumöguleikar sem valda því að margt fólk getur ekki keppt á fasteignamarkað- num. Mér skilst að nú standi fyrir dyrum átak í byggingu félags- legra íbúða í Hafnarfirði. Alla vega er brýn þörf fyrir hendi. ÞI. INTERNATIONAL W//.. VARI Fyrir íslenskt athafnalíf rSERHÆFÐ ÖRYGQISI'JÓrtUSTA STOFNSETT 1969 REYNSLA OKKAR - ÖRYGGI ÞITT Þóroddssíööum v/Skógarhlíð Rósthólf 1101 121 Reykjavik. o 91-29399 Símaþjónusta allan sólarhringinn. íslensk öryggisþiónusta með alþjóðleg sambönd öryggisverðir Vara annast eftirlit í fjölda fyrirtækja utanhúss og innan. Daga og nætur vinna þeir við gæslu- störf, peningaflutninga og margs konar sér- verkefni. Öryggismiflstöð Vara ar í sambandi vifi fjölda fyrirtækja um allt land. Sjálfvirk aðvörunarboð um innbrot, eld, rafmagns- truflanir, vélabilanir, hitastig, vatnsrennsli o.m.fl. berast okkur á fá- einum sekúndum. Við köllum út lögreglu, slökkvilið, umsjónar- menn og viðgerðarmenn, allt eftir þv( sem við á, hvenær sem er sólarhrjngs. Tæknimenn Vara setja upp þjófa- og brunavarnakerfi sem gefa aðvörun á staðnum og geta jafnframt sent boð til öryggismið- stöðvar Vara. Ómissandi öryggisþjónusta og ótrúlega ódýr -4

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.