Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 14.01.1988, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 14.01.1988, Blaðsíða 8
8 FJARÐARPÓSTURINN Kjarasamningar framundan. Laun þurfi aö hækka á bilinu 6 til 8% ársfjóröungslega á næstunni - segir Siguróur t. Sigurðsson, formaður Hlífar. Nú um ármótin voru kjara- samningar verkafólks lausir á íslandi. Óvissa ríkir um hvemig takast megi að ná samningum á almennum vinnumarkaði. Ýmsir eru svartsýnir, telja að það verði erfiðara en á undanfömum ámm þegar náðst hefur nokkuð góð samstaða á milli atvinnurekenda og launþega, sem stundum hefur verið kölluð þjóðarsáttin. Menn hafa einnig deilt um ágæti hennar og talið að í skjóli “hófsamra” samninga hafí launaskrið mnnið af stað og það sé mjög óheppilegt því það mgli allar viðmiðanir. Útgangan segir ákveðna sögu. Blm. Fjarðarpóstsins rætti viö Sigurð T. Sigurðsson, formann verkamannafélagsins Hlífar í Hafnarfirði og spurði hann fyrst hvort stefndi í hörku í samninga- málunum eflir útgönguna úr Garðastrætinu fyrr í vetur? Útgangan segir auðvitað ákveðna sögu. Hún segir heldur ekki alla söguna því reynsla undanfarinna ára sýnir að oft skipast veður í lofti á skömmum tíma. Atvinnurekendur geta þess vegna verið tilbúnir að ræða við okkur nú þótt þeir hafi ekki verið það fyrir áramót. Formanna- fundur hjá Verkamannasam- bandinu verður haldinn um miðjan janúar og þar verður að sjálfsögðu rætt um hvað eigi að taka til bragðs. Það getur verið að takist að ná samningum fljótlega upp úr því en öll teikn eru á lofti um að einhverjum aðgerðum verði að beita. Búið að eyða því sem berjast þarf fyrir. Er þjóðarbúið þannig statt að það þoli meiri launahækkanir? Vandamálið sem við stöndum frammi fyrir er, að búið er að eyða því sem við verðum að berjast fyrir að ná fram. í slenskur verslunarmáti er alltaf að færast meira og meira inn á afborg- anastig. Bæði með sífelltaukinni notkun afborganarkjara þar sem lánstími lengist alltaf heldur en hitt og einnig með mikilli notkun greiðslukorta. Við höfum vanið okkur við að kaupa flest en hugsa e.t.v. ekki um að þurfa að greiða það fyrr en síðar. Þessi afborg- anakjör þýða auðvitað ekkert annað en hlutir verða dýrari og ef fólk lendir í vanskilum vex kost- naðurinn óðfluga. Stærsta málið er svo að verka- fólk hefur dregist verulega aftur úr í launum. Á árinu '87 fengu opinberir starfsmenn talsverðar launahækkanir. Ég er alls ekki að segja að þeir hafi ekki verið vel að þeim komnir. Þeir þurftu á þeim að halda. En verkafólkið sat eftir, náði ekki þeim hækkunum semþvíbar. Það var ekki hrópað neitt um þjóðarvá þegar samn- ingamir við opinbera starfsmenn voru gerðir eins og gjaman er gert þegar verkafólk berst fyrir sínu lífsviðurværi. Þegar stórir hópar í þjóðfélaginu ná fram verulegri kjárabaráttu þá er ekki spurt um hina. Þeir mega éta það sem úti frýs. Launaskriöið hefur gert leikinn ójafnari. Hefur launaskriðið farið framhjá verkafólkinu? Það hefur gert það að nokkru leyti. Það er rétt að ýmsir hafa fengið kjarabætur með þeim hætti en það hefur líka aukið í misréttið. Það eru stórir hópar verkafólks sem fá laun greidd eftir töxtum í kjarasamningum og ekki krónu umfram það. Ég get nefnt nokkur dæmi. Starfsfólk hjá ísal fær greitt eftir töxtum. Bensínafgreiðslumenn eru ekki yfirborgaðir og hafa dregist verulega aftur úr. Flest allt fólk sem vinnur við fiskvinnslu og niðursuðu vinnur á töxtum og bónustöxtum. Þetta eru m.a. þeir hópar sem verða að fá verulega leiðréttingu í kom- andi kjarasamningum. Ekkert sem bendir til aö dýrtíöin minnki. Verkafólk er komið aftur fyrir það sem það hafði náð ef miðað er við aðra starfshópa og þá dýrtíð sem nú ríkir í landinu. Það er ekkert sem bendir til þess að hún minnki. Stjómvöld virðast forðast að reyna að hægja á henni. Ágætt dæmi um viljann á stjómarheimilinu til að viðhalda sem mestri dýrtíð er matar- skatturinn. Hann leggst þyngst á fjölmenn heimili. Hann skilur þá ekkert útundansemhafaláglaun og lifa af töxtum. Þeir þurfa einnig að fá sína næringu. Dýru'ðin, eins og hún er í dag, bendir til þess að laun þurfi að hækka á bilinu 6 til 8% ársfjórðungslega á næstunni. Svo ég nefni bensínafgreiðslu- mennina aftur þá þurfa þeir að fá launahækkun sem þessum pró- sentutölum nemur alveg suax. Viö munum leita eftir verkfallsheimild. Er hugsanlegt að komi til verkfalla í komandi kjarasamn- ingum? Verkfall er auðvitað alltaf neyðarúrræði. En ef ekkert annað dugir til að ná fram nauð- synlegri leiðréttingu launa hjá þeim sem dregist hafa verulega aftur úr verður ekki hjá því komist. Við munum innan

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.