Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 18.02.1988, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 18.02.1988, Blaðsíða 2
2 FJARÐARPÓSTURINN ÚtgefaVidi: Fjarðarfréttir st. Heimllisfang: Pósthólf 57, Hafnarfirðl Símar: 651745 51261, 51288. 53454 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Rúnar Brynjólfsson Útgáfuráð: Ellert Borgar Þorvaldsson Guðmundur Sveinsson Rúnar Brynjólfsson Ljósmyndun: Ellert Borgar Þorvaldsson Utlit og setning. Fjarðarpósturinn Fllmuvinna og prentun: Prisma: sfmi 65 16 14 Spumlngakeppni framhaldsskólanna stendur yfir. Flensborgarskólinn kominn í aðra umferð. Nú stendur yflr spumingakeppni milli framhaldsskólanna. Fyrsta umferð hennar fer fram í Ríkisútvarpinu en að henni lokinni fara aðrar umferðið fram í Sjónvarpinu. Flestir ef ekki allir framhaldsskólar landsins taka þátt í þessari keppni og nú síðast hafa bændaskólamir bæst í hóp keppnisskólanna. Spumingakeppnir eiga vinsældum að fagna sem útvarps og ekki síst sjónvarpsefni hér á landi. Vinsældir þeirra virðast hafa aukist við að létta yflrbragð þeirra, gera atburðarásina hraðari og miða spumingar meira við almenna þekkingu þannig að áheyrendur eða áhorfendur geti spreitt sig á spumingunum heima. Flensborgarskólinn hefur tekið þátt í spumingakeppni framhaldsskólanna frá upphafi. Fyrir tveimur ámm tókst honum að komast í annað sætið og á síðast liðnum vetri komst hann í aðra umferð en féll þá úr keppni. Nú i vetur hefur keppnislið Flensborgar keppt við Iðnskólann i Reykjavík í fyrstu umferð og unnið sigur og er því nú kominn í aðra umferð. Keppnislið Flensborgar í spurningakeppni fiamhaldsskólanna í vetur er skipað þeim Matthíasi Þórólfssyni, Skarphéðni O. BJÖmssyni og Herði Amarsyni. Ingvar Rejmirsson er svo þeim felögum til halds og trausts sem liðsstjórl en hann helúr tekið þátt í þessari keppni áður. Keppnislið Flensborgar: fr.v. Matthias Þórólfsson, Skaiphéðinn O. Bjðmsson, Hðrður Amarson og Ingvar Reynirsson, liðsstjóri. Flensborgarskóllnn. Um 110 nemendur í öldungadeild á vorönn. Um 110 nemendur stunda nám við öldungadeild Flensborgarskóla nú á vorönn. Það er svipaður Qöldi og undanfarin ár en nemendur em alla jafna heldur færri á vorönninni en haustönn því alltaf er nokkuð útskriftir um áramót en til undantekninga heyrir að fólk heQi nám á miðjum vetri. Áföngum er einnig stillt upp í samræmi við þá venju fólks, að hefja nám að haustinu og em fyrstu áfangar í mörgum Þetta er hlð nýja andlit Flensborgarskóla. Framhlið nýbyggingarinnar fögum því ekki í boði á vorönninni. Öldungadeildin tók til starfa árið 1982 og er þetta því sjötta starfsár hennar. Með þeim fjölda sem stimdar nám við deildina er unnt að hafa flesta áfanga í boði sem þarf til stúdentsprófs en þó em alltaf einhveijir áfangar sem nemendur öldun- gadeildar þurfa að sækja með dagskólanum. Að sögn Mariu Gunnlaugsdóttur, aðstoðarskólastjóra hefur það ekki komið að sök. Það hefur gengið mjög vel að taka þessa nemendur inn í dagskólakerfið. Það er einnig mjög breytt hugarfar frá því sem áður var gagnvart þvi að hefja nám á hvaða aldri sem er. Nemendur öldungadeildarinnar em einnig orðnir yngri en var í byijun. Það er nokkuð mikiö um að fólk sem hætt hefur námi fyrir tveim til þrem árum komi aftur og taki upp þráðinn í öldungadeildinni. Þó er langt í firá að eldra fólk sé hætt að sækja menntaskólanám en hugsanlega er sú þörf sem var fyrir hendi þegar þessi leið opnaðistað einhveiju leiti uppfyllt, fólk sem alla ævi hafði þráð að komast í framhaldsnám hafl nú fengið óskir sínar uppfylltar. Að sögn Maríu Gunnlaugsdóttur er mikill meirihlutl nemenda í öldungadeildinni konur eða um 80%. Um ástæður þessarar kynjaskiptingar er ekki fullkomlega vitað en ætla má að þar komi einkum tvennt til. Annars vegar að fleiri stúlkur hætti námi áður en til stúdentsprófs kemur og hins vegar að karkmenn séu almennt meira bimdnir við yflrvinnu og eigi erfiðara með að flnna sér tíma til að stunda skólanám en konur. Þá er all mikið um að fólk komi í öldungadeildina til að stunda nám í einhveijum ákveðnum fögum sem það hefur áhuga á og langar til að læra þó það sé ekki með það i huga að ljúka almennu stúdentsprófl. Öldungadeildin stendur öllu fólki opin sem orðið er 20 ára án tillits til fyrri skólagöngu og án þess það hafl endilega að markmiði að ljúka stúdentsprófl. Það getur sótt kennslustun- dir í þeim fögum sem það hefur áhuga á og boðiö er upp á. Öldungadeildin býður einnig upp á 70 námseininga próf á viðskiptabraut, en stúdentspróf er 132 námseinigar þegar íþróttir eru ekki taldar með. Sjötiu eininga próflð er einkum hugsað sem hentugt nám fyrir þá sem ætla að leggja skrifstofustörf fyrir sig.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.