Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 18.02.1988, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 18.02.1988, Blaðsíða 4
4 FJARÐARPÓSTURINN Byggja þarf 50 íbúðir á ári næstu 5 árin 150 manns á biðlista eftir íbúð í verka- mannabústað Húsnæðismál hafa löngum verið í brennidepli og flestir eru sammála um að það að eiga þak yfir höfuðið sé ein af frumþörfum mannsins. íbúðaverð hefur undanfarna áratugi verið afar hátt og byggingarkostn- aður einnig mikill. Því hefur mörgum verið nær ókleift að eignast eigin íbúð. Margs konar byggingasamvinnufélög hafa orðið til, sem haft hafa það að markmiði að byggja sem ódýrast fyrir sína félagsmenn og oft hefur það tekist þótt dæmi finnist einnig um hið gagnstæða. Lög um verkamannabústaði eru komin til ára sinna og oft hefur verið nokkuð stormasamt um framkvæmd þeirra laga. Hinu geta fáir neitað að þeir eru ófáir sem með þessum eina hætti hefur tekist að eignast þak yfir höfuðið. í stjórn Verkamannabústaða i Hafnarfirði sitja þau Þorlákur Oddsson, formaður, skipaður af fé- lagsmálaráðherra, Páll Árnason, varaformaður, Albert Már Stein- grímsson, gjaldkeri, og Á$ta Sig- urðardóttir, kjörin af bæjarstjórn, Guðríður Elíasdóttir og Sigurður T. Sigurðsson, kjörin af fulltrúaráði verkalýðsfélaganna, og Hörður Hallbergsson, kjörinn af BSRB. Við fengum formanninn, Þorlák Oddsson, og Albert Má Steingríms- son, gjaldkera stjórnarinnar, til að segja okkur frá framkvæmdum og stöðu mála. Við spyrjum Þorlák fyrst að því hverjir komi til greina við úthlutun íbúða og hvort margir séu á biðlista. „Það eru alveg skýrar reglur varðandi umsækjendur. Tekjur síð- ustu þriggja ára mega ekki fara yfir 1650.000 kr., þ.e. árstekjur um 550.000 kr. að jafnaði. í öðru lagi verða umsækjendur að eiga lög- heimili í Hafnarfirði. í þriðja lagi mega umsækjendur ekki eiga 'íbúð fyrir. Þessar reglur verðum við að hafa að leiðarljósi. Tekjuákvæðið gerir það að sjálfsögðu enn brýnna að byggja sem ódýrast, því þó stór hluti ibúðarverðsins sé lánaður, þarf ávallt að greiða hluta út. Hvað varðar eftirspurn þá er hún gífurlega mikil. Ég veit einnig mörg dæmi um það að hægt er að tala um neyðarástand hjá mörgum þeirra sem á biðlista eru. Dæmi eru um þriggja til fjögurra manna fjöl- skyldur sem búa í einu til tveimur herbergjum inni hjá ættingjum eða vinum. Verkamannabústaðakerfið virðist því vera eina lausnin hjá mörgu fólki til að komast í eigið húsnæði. Bæði er það erfitt að fá leigt og leiguverð er einnig það hátt, að fjölskylda með lágmarkstekjur ræður engan veginn við slíkt. Bið- listinn hjá okkur er því langur og í dag munu vera á honum 150 manns. Þá eru ekki taldir með þeir sem fengið hafa úthlutun í það húsnæði sem nú er verið að byggja, en því hefur öllu verið ráðstafað!1 Hverjar hafa framkvæmdir verið undanfarið? „Þessi stjórn sem nú situr tók að sjálfsögðu við ýmsum verkefnum sem fyrri stjórn samþykkti og árið í fyrra fór að miklu leyti í að ljúka því sem fyrir lá“ segir Albert. „M.a. var lokið við 7 íbúðir við Móabarð og rétt fyrir jólin var flutt í 8 íbúðir við Hvammabraut. í tíð fyrri stjórnar var einnig ráðist í samkeppni um teikningar að verka- mannabústöðum og varð raðhúsa- teikning hlutskörpust. Á þessu svæði eiga að koma um 50 íbúðir og þegar hefur verið lokið við 15 þeirra. Núverandi stjórn hefur hins vegar fallið frá því að byggja áfram með þessum hætti, því í ljós hefur komið að íbúðir þessar eru of dýrar og mun dýrari en staðalverð sem okkur er gert að fara eftir. Við höf- um því ákveðið að reisa lágreistar blokkir í staðinn, en halda okkur við svipaðan fjölda íbúða og þarna var ráð fyrir gert. Þannig getum við gert íbúðirnar mun ódýrari fyrir skjólstæðinga okkar og nýtt jafn- framt betur það fjármagn sem við höfum til ráðstöfunar. Hvað næstu ár varðar erum við búin að fá lóð við Suðurbraut og þar er áætlað að byggja 30 íbúðir í þremur húsein- ingum!‘ Hvernig er með kaup á íbúðum á almennum markaði? Þorlákur: „Stjórnin stóð fyrir kaupum á eldri íbúðum fyrir einum tveimur árum, áður en verðhækk- unarskriðan á eldri íbúðum fór af stað. En við höfum ákveðnar reglur að fara eftir og þegar íbúðaverð hækkaði, vorum við ekki sam- keppnishæf. Okkur er gefið upp af húsnæðismálastjórn ákveðið stað- alverð, sem er um 30.000 krónur á fermetrann, og fyrningarverð er 2% fyrir hvert ár sem liðið er frá byggingu. Við höfum því alls ekki getað nýtt okkur almennan markað eins og hann er nú. Það er einnig staðreynd að okkur hefur tekist að byggja mjög ódýrar íbúðir án þess að slaka á kröfum um eðlileg gæði. Ég get ekki stillt mig um að nefna það að okkur hefur tekist að byggja fyrir 70*% af staðalverði og ég hygg að íbúðirnar við Móabarð 34-36 séu ódýrustu ibúðir á landinu í verka- mannabústöðum. Okkar stefna er því að byggja sem ódýrast án þess að kröfur um gæði séu skertar." Hver eru byggingaráform næstu ára? Albert: „Það er ljóst að byggja þarf um 50 íbúðir árlega næstu 5 ár- in til að grynnka eitthvað á biðlist- um. Það verður þó að geta þess að biðlistar hljóta alltaf að vera ónákvæmir. Mörg atriði hafa áhrif á eftirspurn eftir íbúðum í verka- mannabústöðum. Ég minni á, að þegar margar litlar íbúðir voru byggðar á sínum tíma í blokkum í Norðurbænum gátu margir þeirra efnaminni keypt á frjálsum mark- aði. Því miður hefur framboð á slíku íbúðarhúsnæði verið í alltof litlum mæli nú hin síðari ár. Þá hef- ur yfirstjórn húsnæðiskerfisins mikil áhrif á byggingarmarkaðinn, einkum hvað varðar úthlutunar- reglur úr sjóðnum, tafir hafa t.d. verið miklar á úthlutun lána og margir komist í erfiðleika sem þeir hafa ekki séð út úr og standa oft slyppir eftir. Við höfum þegar farið fram á það við bæjaryfirvöld að tekið verði tillit til verkamannabústaða í því skipulagi sem nú er verið að vinna að sunnanvert á Hvaleyrar- holtinu og fleiri lóðum höfum við augastað á!' Hvernig er með endursölu á íbúðum? „Það eru alveg ákveðnar reglur þar að lútandi. íbúðin er metin og eigandinn fær greitt út andvirði þess hluta sem hann hefur lagt í íbúðina og stjórn verkamannabú- staða kaupir síðan íbúðina. Hún fer sem sagt ekki út úr kerfinu og ekki er heimilt að selja hana á almenn- um markaði!1 Þorlákur: „í þessu sambandi má nefna einn þátt sem mér hefur lengi fundist þurfa að fjalla um hjá hús- næðisstjórn. Það er viðhaldsþátt- urinn. Sem betur fer hafa langflest- ir eigendur íbúða í verkamannabú- stöðum séð um viðhald íbúðanna með miklum sóma. Hins vegar er því ekki að neita að margar elstu íbúðirnar eru eðlilega mjög farnar að láta á sjá og margir bústaðanna þarfnast tilfinnanlega mikillar lag- færingar. Hér þarf að koma til að- stoð og ég hef nefnt þetta ítrekað við ráðamenn í húsnæðiskerfinu. Þessar íbúðir geta enn þjónað í langan tíma ef viðhald væri í lagi!‘ Eruð þið bjartsýnir á að unnt verði að koma upp 50 íbúðum ár- lega á næstu 5 árum? Albert: „Ég sé ekki ástæðu til annars. Okkur hefur tekist að sýna fram á að hægt er að byggja ódýrt og þörfin er svo sannarlega fyrir hendi. Hins vegar getur þörfin minnkað, eins og ég sagði fyrr, ef byggingameistarar settu það á odd- inn að byggja smærri og ódýrari íbúðir í miklum mæli. En enn er þetta eina færa leiðin fyrir fólk með lágmarkstekjur til að koma sér þaki yfir höfuðið!* Þorlákur: „Já, ég er bjartsýnn á að okkur takist þetta. Skilningur bæjaryfirvalda hefur verið mjög góður varðandi byggingu verka- mannabústaða og ég vil nota þetta tækifæri til að þakka bæjaryfir- völdum fyrir það hvernig tekið hef- ur verið á þessum málum. Ég sé ekki ástæðu til annars en að við fá- um áfram hljómgrunn og náum settu marki og getum haldið áfram að byggja ódýrar, hagkvæmar íbúðir, þannig að sem flestir geti komist yfir eigið húsnæði!*

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.