Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 18.02.1988, Blaðsíða 12

Fjarðarpósturinn - 18.02.1988, Blaðsíða 12
12 FJAROARPÓSTURINN Undirbúningur að byggingu íþrótta- húss í Kaplakrika í fullum gangi Rætt við Bergþór Jónsson, formann FH. Eins og menn rekur minni til, var samþykkt á síðasta ársþingi ÍBH að leggja til við bæjaryfirvöld, að reist skuli nýtt íþróttahús á Kapiakrika- svæðinu. Bæjarstjórn hafði áður lýst vilja sínum til að hraða þessum brýnu framkvæmdum að því til- skyldu að íþróttahreyfingin kæmi sér saman um staðsetningu. Þar sem lítið hefur heyrst af máli þessu um skeið, fékk Fjarðarpósturinn Bergþór Jónsson, formann FH, til þess að skýra frá gangi mála, en hann hefur frá upphafi verið einn aðalhvatamaðurinn að byggingu íþróttahúss á svæði FH í Kapla- krika. Við spyrjum Bergþór fyrst að því hvers vegna Kaplakrika- svæðið hefði orðið fyrir vaiinu. Það lá ljóst fyrir að þörfin fyrir nýtt íþróttahús var orðin geysilega brýn, og þess vegna þurfti að finna því stað þar sem mætti þegar í stað hefjast handa. Á Kaplakrikasvæð- inu er gert ráð fyrir íþróttahúsi á samþykktu skipulagi, og þar er svo að segja tilbúin búningsaðstaða í stúkubyggingunni, sem tengja má íþróttahúsinu með litlum tilkostn- aði og spara þar með stórar fjár- hæðir sem ella þyrfti til slíkra hluta. Aðrar hugmyndir um staðsetn- ingu urðu því að víkja, þótt þær séu um margt athyglisverðar, þar sem þær þóttu of dýrar og tímafrekar, í ljósi þess hve mikilvægt er að fá nýtt íþróttahús á sem allra skemmstum tíma. En hver hefur gangur máia verið síðan ÍBH-þingið samþykkti þessa tilhögun? Bæjarstjórn fékk tillögu ÍBH í hendur og samþykkti hana sam- hljóða. Síðan hafa staðið yfir við- ræður milli bæjarstjórnar og full- trúa aðalstjórnar FH. Þar hefur m.a. verið lögð fram bráðabirgða- teikning sem gerir ráð fyrir örlítið stærri byggingu en gert var ráð fyrir þegar FH-ingar kynntu hugmyndir sinar að íþróttahúsi i Krikanum fyr- ir fáum árum. Það er ljóst að Strandgötuhúsið er löngu sprungið sem æfingahús vegna keppnisálags. Af því hefur leitt að æfingaaðstaða á 20x40 m velli er í svo algjöru lágmarki hér, að hafnfirskir flokkar sem keppa á slíkum völlum eru þegar farnir að Á þessari teikningu má sjá hvar íþróttahúsinu er ætlaður staður á Kaplakrikasvæðinu. dragast aftur úr. Þess vegna þarf nýja húsið að uppfylla allar kröfur þessara hópa og auk þess þarf að gera ráð fyrir meira áhorfendarými, þvi það hefur sýnt sig í vetur að Strandgötuhúsið rúmar í mörgum tilvikum ekki alla þá sem vilja fylgj- ast með keppni. Þá þarf einnig að ákveða hvernig byggingarefni er hagkvæmast, en þar hefur einna helst verið rætt um stálgrindarhús eða hús úr limtré. Nú er einmitt verið að vinna úr þessum hugmyndum og ganga end- anlega frá útfærslunni á húsinu, samhliða gerð kostnaðaráætlunar. Ég á von á því að við komumst að niðurstöðu um þessa hluti fyrir sumarið og að útboð geti þá fljót- lega farið fram. Frá því að fram- kvæmdir hefjast og þar til húsið verður tilbúið þarf svo ekki að líða nema eitt ár, og það væri ekki ónýtt að geta vígt það undir árslok 1989, á 60 ára afmæli FH. Meðal þess sem heyrst hefur frá gagnrýnendum þessara fram- kvæmda er að það skuli reist á FH- svæðinu og komi til með að verða í eigu þess félags. Hverju svarar þú þvi? Ég vísa í því sambandi til ÍBH- þingsins, þar sem þessi hugmynd fékk mjög víðtækan stuðning langt út fyrir raðir FH. Fyrir þingið og á því komu fram aðrar hugmyndir, m.a. frá þáverandi formanni Hauka, en þær höfðu á sér ann- marka varðandi kostnað og bygg- ingarhraða. Þess vegna valdi yfir- gnæfandi meirihluti hafnfirskrar íþróttaforystu þessa lausn. Hins vegar vil ég taka það skýrt fram að þetta hús er hugsað fyrir alla íþróttahreyfinguna í bænum og þar á ekkert eitt félag að njóta að- stöðumunar. Stjórn ÍBH kemur til með að hafa umsjón með skiptingu tíma milli félaganna og þar sitja all- ir við sama borð. Eftir að samþykkt hefur verið að standa svona að málum, er ég sann- færður um að allt hafnfirskt íþróttafólk verður samtaka um að stuðla að sem skjótustum fram- kvæmdum, enda gera allir sér grein fyrir því að hér er um að ræða fljót- legustu og heppilegustu lausnina á aðkallandi máli. Þar undanskil ég t.d. ekki forystumenn Hauka. Ég hef í gegnum árin átt gott samstarf við marga þeirra, ja, flesta ef ekki alla, og treysti því að svo verði áfram. Það er ekkert óeðlilegt við það að nokkur metingur sé milli fé- laga eins og Hauka og FH, sem eru stærstuíþróttafélögin í bænum og standa víða i samkeppni, en öll okk- ar ágreiningsmál eigum við að leysa i bróðerni eins og íþróttamönnum sæmir. HAFNARFJARÐARAPÓTEK Úrval af vörum fyrir íþróttafólk: Kælipokar — Hltakrem Kryddvörur í fallegum apóteksumbúðum Opið alla virka daga kl. 9.00 til 19.00 Opið laugardaga kl. 10-14. Vaktþjónusta annan hvern sunnudag kl. 10.00 til 14.00 Upplýsingar í síma 51600. I HAFNARFJARÐAR APOTFK STRANDGÖTU 34, SÍMAR 51600 - 50090

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.