Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 25.02.1988, Síða 2

Fjarðarpósturinn - 25.02.1988, Síða 2
2 FJARÐARPÓSTURINN Fjarðarpósturinn á vegamótum Kveðjur frá fráfarandi útgáfuráði Eins og þegar hefur verið kynnt í Fjarðarpóstinum taka nýir aðilar við rekstri blaösins frá og með næstu mánaðamót- um. Það er með nokkrum sökn- uði sem við þremenningarnir slltum okkur frá Fjarðarpóstin- um, enda má segja að þetta fóstur okkar hafi fylgt okkur meira og minna i 5 ár. Það hefur gengið á ýmsu og oft höfum við verið komnir á fremsta hlunn með að hætta útgáfunni, en við höfum óneitanlega fundið að Fjarðarpósturinn á sér hljóm- grunn meðal bæjarbúa og þvl var það orðiö metnaðarmál að halda útgáfunni áfram. Nú, þeg- ar komið er að leiðarlokum að sinni þá er það okkur ánægju- efni að Fjarðarpósturinn kemur áfram út. Það fólk sem nú kemur til með að halda um stjórnvölinn er metnaðarfullt og mun leggja á það áherslu að gefa út gott og vandað fréttablað um hafnfirsk málefni. Þegar litið er um öxl er margs að minnast. Við erum þakklátir þeim fjölmörgu sem stutt hafa blaðið með einum eða öðrum hætti. Þó oft hafi verið á bratt- ann að sækja varðandi auglýs- ingar, þá er okkur ofarlega I huga þakklæti til þeirra auglýs- enda er ávallt mundu eftir blað- inu og gerðu sér grein fyrir mik- ilvægi auglýsinganna fyrir blað- ið. Einnig gerðu þeir sér Ijóst að Fjarðarpósturinn fer í flest hús I bænum og þvl kjörinn auglýs- ingamiðill. Þeir eru einnig ófáir sem hafa skrifað I Fjarðarpóstinn og kom- ið með ábendingar og tillögur. Án þeirra hefði starf okkar orðið erfitt. Ekki verða hér tilgreind nein nöfn en kveðjur sendum við þó Gvendi gaflara, og vonum að Hafnfirðingarfái enn um sinn að fylgja honum um „borg og bý“ I skrifum hans. Fjarðarpósturinn hefur ávallt verið prentaður ( prentsmiðj- unni Prisma. Við viljum þvl nota þetta tækifæti til að þakka eig- endum og starfsfólki fyrirtækis- ins áralöng og ánægjuleg sam- skipti. Tilgangur okkar í upphafi var að gefa út hafnfirskt blað og fjalla þar um menn og málefni sem snerta með einum eða öðr- um hætti okkar ágæta bæ, koma með ábendingar um það sem miður er og hrósa þvl sem vel hefurverið gert. Þegar tölu- blöðum Fjarðarpóstsins erflett má lesa þar þróun þessa byggð- arlags undanfarin ár. Við höfum vlða leitað fanga og myndasafn blaðsins er ærið að vöxtum. Einnig þar er sagan skráð. Við árnum þeim er nú taka við rekstri blaðsins alls hins besta og vonum að bæjarbúar taki þeim breytingum vel sem nú verða á Fjarðarpóstinum. Þó ýmsar hræringar eigi sér nú stað á hafnfirskum blaðamark- fMRDflR pösturmn ÚtgefaYidi: Fjaröarfréttir st. Ritstjórí og ábyrgðarmaöur: Rúnar Brynjólfsson Útgáfuráð: Ellert Borgar Þorvaldsson Guðmundur Sveinsson ' Rúnar Brynjólfsson Ljósmyndun: Ellert Borgar Þorvaldsson Heimllisfang: Pósthólf 57, Hafnarfirði Simar: 651745 51261, 51298. 53454 Utlit og setning. Fjarðarpósturinn Filmuvinna og prentun: Prisma aði hlýtur það að vera nokkurt metnaðarmál fyrir Hafnfirðinga að hér verði a.m.k. vikuleg út- gáfa fréttablaðs. Fjarðarpóstur- inn er eina blaðið sem virðist þess megnugt. Þó núverandi útgefendur kveðji útgáfu Fjarðarpóstsins þá sllta þeir ekki tengsl við les- endur, því „tímaritið" Fjarðar- fréttir munu koma áfram út. Þar getum við enn betur gert skil ýmsum þeim þáttum sem sett hafa svip sinn á þetta byggðar- lag. Sjáumst slðar! Ellert Borgar Þorvaldsson Guðmundur Sveinsson Rúnar Brynjólfsson Ófremdar ástand Margir Hafnfirðingar hafa kom- ið að máli við Fjarðarpóstinn og lýst yfir óánœgju yfir því að ekki skuli sett upp biðskýli hjá endastöð Landleiðavagna í Lœkjargötu. Þarna hafa menn mátt híma út undir vegg í hvernig veðri sem er svo lengi sem elstu menn muna. Þegar verst er veðrið hlaupa menn yfir umferðarœðina og læða sér inn í Iðnaðarbankann og hœtta síðan aftur lífi og limum þegar vagninn síðan birtist. Það er ekki farið fram á neina stórbyggingu heldur sóma- samlegt skýli, þannig að menn geti staðið af sér stormbeljanda og slag- veður sem því miður virðist helst vera áferðinni þegar beðið er eftir strœtisvagni. Því ekki að drífa í því að koma upp skýli sem fyrst og koma þannig til móts við þásem af trúmennsku halda sér við strœtis- vagninn þrátt fyrir að einkabíla- flotinn sé hérlendis meiri en í öðr- um löndum þessa heims. Oskudagsfagnaður við Víðistaðaskóla Hafnfirðingar hafa tekið upp þann sið að efna til barnaskemmt- unar á öskudaginn. Lengi var þessi venja að mestu bundin við Akureyri þar sem hún hefur verið í heiðri höfð um áratuga skeið. Á síðustu árum hefur hún breiðst um og náð nokkurri fótfestu á suðvesturlandi. Hér eru hátíðahöld þó fremur bundin við einstakar dagskrár en fyrir norðan eru börnin á faralds- fæti um allan bæ frá því snemma um morgun, fara um bæinn, syngja og þiggja gjarnan eitthvað að laun- um. Hátíðahöld öskudagsins í Hafn- arfirði fóru fram við Víðistaða- skóla þar sem æskulýðsráð bæjar- ins og Lionessuklúbburinn Kaldá efndu til grímudansleiks í leikfimis- húsi skólans. Hátíðahöldin hófust með því að kötturinn var sleginn úr tunnunni. Mörg börn höfðu safn- ast saman við skólann áður en tunnan var hífð á loft og komust færri að en vildu til að slá tunnu- belginn. Hann gekk fljótt í sundur og einum tilvonandi kraftamanni tókst að brjóta aðra kylfuna sem notuð var en það afrek nægði hon- um ekki til að hljóta titilinn tunnu- kóngur. Að tunnuslagnum loknum var tunnukóngurinn útnefndur og síð- an var efnt til grímuballs i leikfimis- húsinu þar sem sjá mátti margvisleg gervi og mörg andlit voru ekki þekkjanleg.

x

Fjarðarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.