Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 10.03.1988, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 10.03.1988, Blaðsíða 6
Samningamir á Hlrfarfundi: Starfsmannafélag Hafnarfjar&an Vísitöluhækk- unum launa kippt úr sambandi Málsrpeðferðin kærð til ASI ■ kæran var síðan dregin til baka Verkamannafélagið Hlíf samþykkti kjarasamninga Verkamanna- sambandsins og Vinnuveitendasambands Islands á fundi sínum fímmtu- daginn 3 mars sl., eftir að hafa fellt samningana í fyrstu atkvæða- greiðslu á jöfnum atkvæðum. Málsmeðferð var kærð til Alþýðusam- bandsins af fjórum fundarmönnum, en kæran síðan dregin til baka. Asmundur Stefánsson forseti ASI sagði, vegna málsmeðferðar Hlífar og fleiri félaga, að hann muni beita sér fyrir því á næsta Alþýðusam- bandsþingi, að sett verði skýrar og afdráttarlausar reglur um kosningar í verkalýðsfélögum. Um stöðu mála almennt sagði hann: „Mér finnst líklegt að það stefni í víðtæk verkföll." Óánægja fundarmanna með samningana var mikil á fundinum, sérstaklega hjá mönnum úr fisk- vinnslunni. Atkvæðagreiðsla fór fram leynilega og féllu þá samnin- garnir á jöfnum atkvæðum 32 ■gegn 32, áður hafði kaflinn um breytilegan vinnutíma verið sam- þykktur með 26 atkvæðum gegn 22. Upphófst þá mikill óánægju- kurr og ákveðið að hringja í for- seta ASÍ og spyrja ráðlegginga um hefði borist þessi upphringing af fundinum og að hann hefði sagt að sín túlkun við fundarmenn hefði fundarsköp, en mönnum bar ekki saman um hvort þetta þýddi sam- þykkt eða fall samninganna. Ásmundur sagði, er blaðamað- ur ræddi við hann, að honum verið sú, að samningarnir hefðu verið felldir. Hann sagði einnig: „Þetta var þó mjög óþægileg staða fyrir félagið þar sem ekki munaði meiru og aðspurður um hvað unnt væri að gera, sagði ég þeim að það væri fundarins sjálfs að skera úr um það.“ SigurðurT. Sigurðssonformað- ur Hlífar sagði, að þessi málsmeð- ferð hefði verið viðhöfð til að reyna til þrautar að fá niðurstöðu og að atkvæðagreiðslan hefði ver- ið endurtekin með leyfi fundarins, meginþorra fundarmanna með handauppréttingum. Þessu er m.a. andmælt í kæru fjögurra fundarmanna til ASÍ um máls- meðferð. Einn þessara fundarmanna er Ragnar Árnason trúnaðarmaður í Sjóla. Hann sagði, að hann og fleiri væru ekki sammála því að þetta leyfi hefði verið gefið. Þeir fjórmenningar drógu kæru sína til ÁSÍ til baka. Aðspurður um af hverju sagði Ragnar, að þeir Frá fundinum í Hlíf. Sigurður T. Sigurðsson, formaður félagsins, í rœðustóli. hefðu viljað halda friðinn. Hann Helstu stuðningsmenn samn- sagði: „Sá vægir sem vitið hefur inganna á fundinum, auk for- meiraogégtelþettamálalltmjög manns félagsins Sigurðar T. Sig- óheppilegt fyrir Hlíf. Það er þó urðssonar, voru samkvæmt heim- auðséð á stöðunni, að það verður ildum Fjarðarpóstsins hafnar- að deildaskipta félögunum. Þetta verkamenn. Fundurinn varlokað- þýðir ekkert lengur.“ ur fjölmiðlum. Eins og sjá má afþessari mynd var léttyfirfundarmönnum í byrjun fundarins en síðan skipuðust veður í lofti. Sveitarfélögin sem stóðu sameiginlega að þriggja ára samningum við starfsmenn sína í upphafí árs 1987 hafa beðið um frest á að standa við ákvæðið um vísitöluhækkanir frá 1. mars sl. Hafnarfjörður Nafngíftagleöi í bæjarráði: Félagsheimilisálman heitir nú ÁKafell Félagsheimilisálman í íþrótta- húsinu við Strandgötu, eins þjált og það nafn er nú, hefur vikið fyrir nýju nafni, sem samþykkt var í bæjarráði 3. mars sl. Heitir félagsheimilið nú Álfafell. Þá var nafnið Hvammur sam- þykkt á nýja dagvistarheimilið að Staðarhvammi 9 og fyrirhug- aður skóli á Hvaleyrarholti skal heita Hvaleyrarskóli. Að sögn Harðar Zóphanías- sonar á fræðsluskrifstofunni er heitið á Álfafelli tilkomið vegna þess að verslun, sem lengi stóð þar sem nú er bílastæði félags- heimilisins hét Álfafell. Síðasti eigandi hennar mun hafa verið Jóhann Pedersen. Einnig höfðu menn dálæti á nafninu Fjarðar- sel, en Álfafell var samdóma álit sem nýtt heiti. er eitt af þessum sveitarfélög- um og sagði Guðmundur Guðjónsson formaður Starfs- mannafélagsins, að ákveðið hefði verið að bíða með aðgerðir og sjá hverju fram vindur. Starfsmannafélag Hafnar- fjarðarbæjar hefur fest kaup á þriggja herbergja orlofsíbúð á Akureyri. íbúðin er að Furu- lundi 10, sem er efst í bænum. Bæjarfélagið samdi við félagið um að leggja fram 800 þús. kr. til íbúðarkaupanna í stað þess að semja um 0.5% hækkun á greiðslum í orlofssjóð. íbúðin verður notuð til orlofsdvalar, jafnt vetur sem sumar, en örskammt er í skíðalönd Akureyrar úr íbúðinni. 6

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.