Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 10.03.1988, Blaðsíða 12

Fjarðarpósturinn - 10.03.1988, Blaðsíða 12
HVAÐ miST ÞÉR? -Hvernig líst þér á, að allur grænlenski rækjuskipaflotinn vill til Hafnarfjarðar? Sigurður Hjartarson hafnarverka- maður:- Mér líst vel á það. Við fáum mikla vinnu við skipin hér á höfninni. Þráinn Kristinsson, skipstjóri á Sjóla:- Ég sé ekkert nema gott við það. Það skapar gjaldeyri, en mér finnst að við sjómenn ættum kannski að fá eitthvað í staðinn. Það er mikið hagsmunamál fyrir Grænlendingana, að fá að koma hingað inn, eins og veiðiréttindin eru fyrir okkur. Sjöfn Magnúsdóttir, eigandi verslunarinnar Búsáhöld og leik- föng:- Mér líst vel á það og vona að það efli bæjarlífið. Þeir lífga upp á miðbæinn, koma mikið hingað til mín og kaupa gjafir handa börnunum og sitthvað smávegis. Ólína Birgisdóttir félagsráðgjafí:- Það er ágætt fyrir bæjarfélagið og veitir góða og mikla vinnu. Ágúst Hafberg framkvæmdastjóri Landlei&a: „Tilbúnir til lagfæringa, en til þess þurfa bæjaryfirvöld að hafa samband vio okkur“ „Það hefur enginn maður við okkur talað. Við erum auðvitað til við- ræðu um breytingar og lagfæringar, ef við erum þá fullvissir um, að þær verði til bóta fyrir meginþorra farþeganna“, sagði Ágúst Hafberg framkvæmdastjóri Landleiða, er borið var undir hann efni lesenda- bréfs í síðasta tölublaði Fjarðarpóstsins. Þar kvartar lesandi m.a. yfir tímasetningum áætlanabifreiða Landleiða milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur á morgnanna. Ennfremur yfir því, að ekki skuli ekið í ný hverfi eins og Hvammahverfi o.fi. Landleiðir hafa sérleyfi fyrir þessum áætlanaferðum. Ágúst benti fyrst á, að Hafnar- fjarðarbær legði ekkert fjármagn til þessa aksturs og til samanburð- ar sagði hann Reykjavíkurborg greiða nálægt 200 millj. kr. á árinu til strætisvagnaþjónustu sinnar. Varðandi almenningsakstur almennt á höfuðborgarsvæðinu sagði Ágúst, að hann hefði borið miklar vonir í brjósti um að sam- ræma mætti hann í heild: „Það hófst góð samvinna um þetta mál og athuganir á vegum Skipulags- stofu höfuðborgarsvæðisins með stuðningni ríkisins. Samvinnan gekk vel og urðum við mjög óhressir, þegar ríkið ákvað að hætta að styðja verkefnið og láta bæjarfélögunum það eftir. Þau hafa síðan ekki náð saman um framhald athugananna.“ Varðandi tímasetningar áætl- ana á morgnanna sagði Ágúst, að þeir hjá Landleiðum væru tilbúnir til að athuga það mál, en: „Við verðum þá að vera vissir um, að undangenginni könnun, að það sé ósk meginþorra farþeganna og eins verða bæjaryfirvöld að koma að máli við okkur, en það hefur enginn gert.“ „Það er nú hægara sagt en gert. Skipulagið til dæmis í Hvamma- hverfi og í Börðunum er þannig að enginn hefur gert ráð fyrir almenningsakstri. Ef við lítum á kort þá virðist léttur leikur að aka t.d. Brekkuhvamminn inn á Ásabraut á móti Hvammabraut, en það er ekki ætlast til þess í skipulaginu og hreint bann við að aka inn á Ásabrautina. Þetta er klaufalega skipulagt. Hið sama er að segja um Börðin. Eina greiða leiðin þar í gegn liggur beint upp í fjöll. Ágúst Hafberg sagði að lokum, að hann væri ætíð til viðtals um lagfæringar og breytingar, en til þess yrðu bæjaryfirvöld að hafa samband við hann. Þó nýr aðili hefði tekið við skólaakstrinum gæti hann ekki séð af hverju ekki væri hægt að hafa samvinnu þarna um. Hann benti einnig á, að ýms- ar lagfæringar og breytingar hefðu átt sér stað hjá Landleiðum, t.d. færu þeir nú upp slaufurnar í Kópavogi fyrir fólk sem vildi þar í eða úr vögnunum, ennfremur ækju vagnarnir um Hverfisgötu og Hlemm á leið úr Reykjavík. Ágúst Hafberg, framkvœmdastjóri Landleiða. Ágústi benti ennfremur á, að Landleiðir hefðu misst spón úr aski sínum í Hafnarfirði á síðasta ári, þegar öðrum aðila var falinn skólaakstur. Benti hann m.a. á, að Landleiðir hefðu samnýtt almennan akstur og skólaakstur þannig að skólabörnin hefðu get- að ferðast frítt með bráðum áætl- ununum innan bæjarins. Leita skyldi útboöa vegna viðbyggingu Engidalsskóla Hann var spurður um akstur í Bæjarráðsmenn Sjálfstæðis- nýjum hverfum. Hann svaraði: flokksins létu bóka mótmæli við ákvörðun meirihluta bæjarráðs Undankeppni í frjálsum dönsum í Garðalundi Undankeppni íslandsameistaramótsins unglinga í frjálsum dönsum verður í Garðalundi í Garðaskóla, Garðabæ, sunnudags- kvöldið n.k. Id. 20.30. Keppnin er fyrir Hafnfirðinga, Garðbæ- inga, Kópavogsbúa og unglinga af Suðurnesjum. Unglingar í Hafnarfirði geta látið skrá sig í æskulýðsheimilinu að Flatahrauni í síma 5 28 93. Þrír hópar og þrír einstaklingar komast í úrslit. Lengd dansa er þrjár mínútur hjá einstaklingum en þrjár og hálf mínúta hjá hópum. Þessi undankeppni er fyrir úrslita- keppnina í Tónabæ, sem þar verður hinn 18. mars n.k. Allir ungl- ingar á aldrinum 13-17 ára eiga rétt á þátttöku. þess efnis að semja við Byggða- verk um frágang botnplötu fyrir viðbyggingu Engidalsskóla. Segir í bókun þeirra, að nægur tími sé til að leita útboða og að vilji þeirra sé, að þetta verk sem önnur verk- efni bæjarins verði boðin út. Bæjarráðsmenn Sjálfstæðis- flokksins eru Árni Grétar Finns- son og Jóhann G. Bergþórsson. Meirihluti bæjarráðs samþykkti að fela bæjarverkfræðingi að leita samninga við Byggðaverk um þetta verk. Viðbyggingin við Engidalsskóla er hugsuð fyrir nemendur á aldrinum frá 10-12 ára, en skólinn er í dag einvörð- ungu fyrir nemendur frá 6-10 ára. Reiknað er með að hefja kennslu í nýju viðbyggingunni n.k. haust. Fjarðarpósturínn -FRÉTTABLAÐ HAFNHRÐINGA 12

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.