Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 10.03.1988, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 10.03.1988, Blaðsíða 7
GVENDURGAFLARk_______________________________ Gaf laramir voru fréttamiðlar síns tíma Oft er velt vöngum yfir því, hvernig gaflara-nafnbótin festist við Hafnfirðinga á árum áður. Nokkrar kenningar munu vera uppi um það. Ein kenningin er sú, að á árum áður, fyrir tíma dagblaða og útvarps, Ieituðu menn niður í miðbæinn eftir fréttum, þegar tóm gafst til. Sérstaklcga varð mönnum tíðförult að verslun Ferdinands Hansen og var sagt, að menn hafi löngum staðið þar við gaflinn og einnig við gaflinn á gamla Flygenrings-húsinu. Var fullyrt að för eftir bakhlutana á körlunum hafi markast á gaflana. Þarna skiptust menn á fréttum, ef einhverjar voru. Gömul mynd frá Hafnarfirði. Þarna má sjá gafla nokkurra húsa en undir þeim komu menn saman og fengufréttir hver hjá öðrum. En gaflara-nafnbótina hafa Hafnfirðingar líklega gefið sér sjálfir, því þegar menn spurðu tíðinda á förnum vegi og ekkert var að frétta, þá var því gjarnan svarað til, að helst væri að spyrja gaflarana. Gaflararnir við húsin í miðbænum voru fréttamiðlar síns tíma. Þetta er líkleg skýring. Gaflastöður Hafnfirðinga hafa verið bæjarsiður, sem kannski hefur heldur ekki verið alls ókunnur í öðrum byggðar- lögum. Að minnsta kosti er sagt, að erlendur ferðamaður, sem kom ríðandi niður í bæinn á öld- inni sem leið eftir götuslóðanum sem væntanlega hefur legið þar sem Reykjavíkurvegurinn er nú, hafi haft orð á því í ferðalýsingu sinni, að margir karlar hafi stað- ið við húsgaflana þegar niður í bæinn kom og horfðu þeir for- vitnislega á komumenn. Alla vega vakti þetta athygli hins erlenda gests. Varla hefur þó nafnbótin komið frá honum. Nú hefur gafla-nafnbótin fest rætur og nær til okkar allra þó ekki temjum við okkur lengur fréttaleit undir húsagöflum. Svo rann upp tími Hafnar- fjarðarbrandaranna og þá var spurt hvers vegna gaflararnir stæðu við húsgaflana en ekki undir húshliðunum. Jú, og ekki stóð á svarinu: - Þegar rignir rennur vatnið niður hliðarnar á húsunum, sem voru bárujárns- klæddar. Nú er gaflaraöldin löngu liðin og ekki lengur þörf á að venja komur sínar að húsgöflunum í fréttaleit. Ljósvakinn færir okk- ur daglega nýjustu fréttir inn í stofu. Samkeppni fjölmiðlanna hefur magnast svo, að stundum þykir manni nóg um. Sumir fréttamenn eru svo ágengir í fréttaleit að oft gengur fram af manni. Það er spuring, hvort slík ágengni geti ekki hreinlega trufl- að gang ýmissa mála og komið í veg fyrir eðlilega meðferð og framgang. Þetta datt mér í hug, þegar frétt barst um uppsagnir tveggja forustumanna Iceland Seafood í Bandaríkjunum. Án þess að ástæður liggi fyrir um þessar miklu hræringar innan Samvinnu- hreyfingarinnar þá voru frétta- menn ágengir við aðila málsins og vildu draga fram skilyrðislaus svör þó menn vissu enn ekki sitt rjúkandi ráð og hvorki gátu eða vildu svara spurningum um mál- ið á viðkvæmu stigi. Þó raun- verulega liggi ekki enn fyrir hvað liggur að baki þá hefur þegar far- ið fram mikil umfjöllun um málið, launakjör einstakra manna dregin fram í dagsljósið og getur eru uppi um valdabar- áttu og óvild á milli manna og tæpt er á persónulegum illind- um. Auðvitað eru stjórnunarmál Samvinnuhreyfingarinnar ekk- ert einkamál viðkomandi stjórn- enda því Samvinnuhreyfingin er fjöldasamtök með mikla og merka hugsjón að leiðarljósi. Líklega hafa þær hugsjónir dofnað. En varast verður að ræða slík stórmál þannig og byggja umfjöllunina á getgátum nánast eingöngu. Sú umfjöllun getur orðið ærumeiðandi umfram nauðsyn og getur hrein- lega truflað eðlilega þróun máls- ins því líklegt er, að flestir aðilar í þessum leiðindamáli þurfi að gera hreint fyrir sínum dyrum. Urlausnir slíkra mála á frekar að finna fyrir dómstólum en á vett- vangi fjölmiðla. Alla vega er fráleitt að fjölmiðlarnir felli dóma fyrirfram. Eins og þetta mál hefur verið blásið upp líkist ævintýrið helst Dallas-þætti um völd og gróða, þó auðurinn liggi í fiski en ekki olíu. En í fjölmiðlakapphlaup- inu verður að fara að með meiri gát. Ef þessi kaldranalega umræða á við rök að styðjast þá veltur upp alvarlegur flötur varðandi launakjörin. Margítrekaðar full- yrðingar um að launabilið á milli hinna lægstlaunuðu og hæstlaun- uðu hafi breikkað reynast sann- leikanum samkvæmt. Mörgum brá í brún á síðastliðinu hausti þegar upp komst, að laun banka- stjóra ríkisbankanna höfðu verið hækkuð verulega í kyrrþey og voru þó laun þeirra ekki lág fyrir. Krónur 300 þúsund á mánuði voru nefndar. Þetta bar upp á einmitt um það leyti sem átti að fara að ræða launasamningna verkafólks í fiskiðnaði. Forustu- menn í Vinnuveitendasamband- inu lýstu því yfir um sama leyti að ekki væri svigrúm til kaup- hækkana. Flesta rak í rogastans. En nú virðist nýtt met slegið í launagreiðslum og þá á vegum Samvinnuhreyfingarinnar og fjölmiðlarnir eru þegar farir að gera því skóna að þessar síðustu upplýsingar kunni að hafa haft veruleg áhrif á hversu almennt nýgerðir launasamningar voru felldir. Reynist þessi umræða um eina milljón í mánaðarlaun eiga við rök að styðjast þá nemur sölukostnaður við frystar afurðir Sambandsins um eina milljón á frystihús því þau eru ekki nema 25-30 að tölu. Vonandi hafa fjölmiðlarnir rasað um ráð fram í þessu máli og allri umræðunni og að ljós eigi eftir að koma, að sukkið sé orð- um aukið og það verulega. Bæjarráö um efnahagsa&geriir rikisstjómarinnan Ó|x>landi vinnubrögð sem mótmælt er harðtega Bæjarráð samþykkti harðorð mótmæli á fundi sínum 3. mars sl. gegn þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar, að skerða framlag til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Ennfremur var lýst vonbrigð- um með að fyrsti áfangi í breyttri verkaskiptingu ríkis og sveit- arfélaga hefur verið lagður á hilluna. Bæjarráð fór þess að lok- um á leit, að ríkisstjórnin endurskoði þessar aðgerðir nú þegar. Bókun bæjarráðs er svo- hljóðandi: „Bæjarráð Hafn- arfjarðar mótmælir harðlega skerðingu Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, sem um getur í efnahagsráðstöfunum ríkis- stjórnarinnar. Þessar aðgerðir koma í bak sveitarfélaga, sem þegar hafa gengið frá fjárhags- áætlunum sínum og tekið mark á ríkisstjórninni og for- sendum hennar í þeim efnum. Hafnarfjarðarbær verður þannig af a.m.k. 15 milljónum króna af mörkuðum tekjum í fjárhagsáætlun og ekki öll kurl komin til grafar enn. Þess utan er augljóst, að ríkisstjórnin ætlast til að það verði sveitafélögin sem dragi saman seglin, en ekki verður þess vart að sama sé uppi hvað ríkisvaldið sjálft áhrærir. Ein- ustu niðurskurðartillögur þar á bæ snúa einmitt líka að sveit- arfélögunum, nefnilega niður- skurður í húsnæðisgeiranum og þar með á sviði félagslegra íbúðarbygginga, á vettvangi samgöngumála þar sem átaks er þörf á höfuðborgarsvæðinu og í heilsugæslumálum. Þetta eru óþolandi vinnu- brögð sem mótmælt er harð- lega. Ennfremur lýsir bæjar- ráð Hafnarfjarðar yfir von- brigðum sínum og undrun með þá ákvörðun ríkisstjórn- arinnar að leggja á hilluna fyrsta áfanga í breyttri verka- skiptingu ríkis og sveitarfé- laga. Þessar aðgerðir gagnvart sveitarfélögunum ganga þvert á ítrekaðar yfirlýsingar þess- arar ríkisstjórnar um aukið sjálfsforræði sveitarfélaga og valddreifingu. Hér er öllum slíkum áformum stungið undir stól. Bæjarráð Hafnarfjarðar fer þess á leit, að ríkisstjórnin endurskoði þessar aðgerðir nú þegar og sýni sig þannig mark- tæka í samskiptum sínum við sveitarfélögin í landinu.“ Urval af vörum fyrir íþróttafólk KÆLIPOKAR - HITAKREM Kryddvörur í fallegum apóteksumbúðum Opið alla virka daga frá 9-19. Laugardaga frá kl. 10-14. Vaktþjónusta annan hvern sunnudag frá kl. 10-14. Upplýsingar í síma 51600 HAFNARFJARÐAR AP0TFK STRANDGÖTU 34, SÍMAR 51600 - 50090 7

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.