Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 17.03.1988, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 17.03.1988, Blaðsíða 2
FRÁ HÖFNINNI______________________________ Opinberir starfsmenn fengu óvænta rás í hnappagatið: Eftirlitsmönnunum fannst tollverðimir vinna of vel Tollgæslan fékk óvænta sendingu frá höfuðborginni í vikunni, þegar þar birtust tveir fulltrúar frá Ríkisendurskoðun og einn frá Ríkistoll- stjóra. Erindi þeirra var, að sögn Matthíasar Andréssonar tollfulltrúa: „ Að fá okkur til að hægja á toUafgreiðslu og banna okkur að vinna yfir- vinnu.“ Undirtektir Hafnfirðinga voru dræmar ogsinntu þeir afgreiðslu með hefðbundnum hætti. Ástæða þessarar heimsóknar mun eiga rætur sínar að rekja til þess að nýja reglur voru að taka gildi um tollun innfluttra notaðra bifreiða. Munu yfirvöld í höfuð- borginni hafa haft af því áhyggjur, að mikill fjöldi notaðra innfluttra bíla kæmist í gegnum tollskoðun þessa síðustu daga fyrir breyting- ar, og líklega haft af því áhyggjur, að þar missti ríkissjóður „væntan- legar“ tekjur. Það hlýtur að vera fáheyrt, að opinberir starfsmenn séu beðnir að vinna verk sín hægar og minnka afköstin. - Líklega er þetta atvik eitt mesta hrós, sem opinberir embættismenn hafa hlotið. Aðgerðirnar geta vart byggst á öðru en því, að þjónustan við okkur almenning hafi verið of hröð og góð. - Til hamingju hafn- firskir tollverðir. Fiskmarkaðurinn í vikunni: Skipakomur í vikunni: Helmingur farmskipa grænlensk -Fækkarkomumþeiira vegnaísa? Skipakomur í Hafnarfjarðar- höfn voru 17 í síðustu viku, þar af ein í Straumsvíkurhöfn. Græn- lensk skip voru mörg eða helm- ingur farmskipa. Farmskip voru 12, þar af sex grænlensk. Togarar voru fjórir og eitt skip kom í Straumsvíkurhöfn, Esjan, sem flutti ker frá Seyðis- firði. Að sögn Viðars Þórðarsonar á hafnarskrifstofunni er líklegt að grænlensku skipin haldi nú vestur fyrir Grænland vegna ísa og erf- iðra aðstæðna á Dorn-banka. Fækkar þá líklega komum þeirra, þar sem þau verða þá að landa a.m.k. 35% af ferskri rækju til vinnslustöðva á Vestur- Græn- landi. Davíð, hirtu stálið þitt! Menn eru orðnir langeygir eftir að efnið í stálþilið hans Davíðs vegna ráðhússins við Tjömina í Reykja- vík verði sótt. Stálið hefur legið á Óseyrarbryggju frá því 15. febrúar sl. Hafnarstjórn tók stálbitana til umræðu á fundi sínum sl. mánudag. Þar voru samþykkt eindregin tilmæli til Reykjavíkurborgar og þeirra sem sáu um flutning þeirra til landsins að fjarlægja þá nú þegar, enda eru þeir plássfrekir og lítil bæjarprýði af, eins og sjá má á myndinni, sem tekin var sl. mánudag. Eins og sjá má var mikið um að vera við Óseyrarsvœðið í gœr, þar sem ótollafgreiddir innfluttir bílar eru geymdir. Selt fvrir rúmar 18 milljónir kr. Salan á Fiskmarkaðinum í vik- verðmæti 535.966 kr. Meðalverð unni gekk vel. Heildarsala nam var 64,66 kr., hæsta 71,00 kr., 544.197.00 kg. og var verðmætið lægsta 35,00. Af ufsa seldust kr. 18.121.875 kr. Meðalverð var 127.097,12 kg. að heildarverð- 33.30 kr. mæti kr. 2.539.300 kr. meðalverð Mest var selt af þorski eða var 19,98. Karfasalan nam 146.092,78 kg. Meðalverð var 63.027,74 að verðmæti kr. 37,91 kr., hæsta verð kr. 47 en 1.540.876, meðalverð kr. 19,98. lægsta 30,00 kr. heildarverð Hæsta verð 24,00 kr., lægst 15,00 5.537.971 kr. Af óslægðum þorski kr. seldust 73.163,92 kg. að heildar- Gellur fóru enn á góðu verði, verðmæti kr. 2.962.947. Meðal- eða á meðalverðinu 187,54 kr. verð var kr. 40,50, hæsta verð kr. Ekki fékkst gott verð fyrir stein- 44,00, lægsta kr. 30,00. bít. Seld voru 17.388,35 kg. samt- Góð sala var á ýsu í vikunni. als fyrir krónur 196.738 kr., með- Seldust samtals 8.288,82 kg. að alverð var 11,31 kr. Hæst verð 12,00 kr. lægst 10,50. HRAUNHAMARhf. FASTEIGNA- OG SKIPASALA ReykjavíKurvegi 72, Hafnarfirði - Sími 54511 Lokað föstudag frá kl. 13.30 Fagrihvammur og Suður- hvammur. 2ja, 3ja, 4ra og 5 herb. Ib. í byggingu. Skiljast tilb u. trév. Afh. frá apríl-okt. '89. Álfaskeið í byggingu. Giæsii 187 fm einbhús. auk 32 fm bílsk. Afh. fokh. innan, fullb. að utan I júlí-ágúst. Verð: Tilboð. Suðurhvammur: Raðhús - Sérhæðir. raðh. á tveimur hæðum. 4 svefnh., sjónvh. og sólstofa. Afh. fullb. utan, fokh. innan. Verð 5,2-5,4 millj. 110 fm 4ra herb. eftrih + bílsk. Verð 4,4 millj. 95 fm 3ja herb. neðrih. Verð 3,3 millj. Einka- sala. Teikningar á skrifst. Lækjarfit - Gbæ. Mjög faiiegt 104 fm (nettó) einbhús á eirni hæð. Samtengt því er lítil íb. Geymslur í kj. Verð 7,4 millj. Tjarnarbraut - Hf. Mikið endurn. 130 fm einbhús á tveim hæðum. Nýjar innr. Blómaskáli. Bílsk. Einkasala. Verð 7 millj. Kelduhvammur. 120 fm 5 herb. efri hæð í góðu standi. Bílskréttur. Gott útsýni. Verð 5-5,2 millj. Brekkubyggð - Gbæ. Mjðg fai- legt ca 95 fm endaraðh. auk 24 fm bílsk. Áhv. 1,5 millj. Laust 1. sept. nk. Einka- sala. Verð 5,5 millj. Öldutún. 117 fm 5 herb. efri hæð. Bílskréttur. Verð 4,8 millj. Öldutún. 117 fm 5 herb. efri hæð. Bílskréttur. Verð 4,8 millj. Sléttuhraun m. bílsk. Giæsiieg eign 117 fm 4-5 herb. íb. á 3. hæð. Þvottah. innaf eldh. með nýrri innr. Parket. Mjög góður bílsk. Einkasala. Verð 5,3 millj. Álfaskeið. Mjög falleg 115 fm 4-5 herb. íb. á 3. hæð. Góður bílsk. Verðtil- boð. Mosabarð. 110 fm 5 herb. neðri hæð. 3 sverfnh., stofa og borðst. Allt sér. Bílskréttur. Áhv. nýtt byggsjlán. Verð 5 millj. Hjallabraut. Mjög falleg 97 fm 3ja- 4ra herb. íb. á 2. hæð. Einkaala. Verð 4,2 millj. Hraunhvammur - Hf. 85 fm efrih. sem skiptist í 2 stofur og 2 svefnherb. Geymsluris. Verð 4 millj. Hraunkambur. 85 fm 4ra herb. rish., Iftið undir súð. Einkasala. Verð 3,8 millj. Asbúðartröð. Mjögskemmtil.83fm 3ja-4ra herb. risíb. Allt sér. Ekkert áhv. Laus fljótl. Einkasala. Vesturbraut - Hf. Tvær íb. 75 fm 3ja herb. risib. Verð 3,1 millj. 75 fm 3ja herb. miðhæð. Verð 3,3 millj. Langeyrarvegur. 72 fm 4ra herb. neðri hæð. Geymslur í kj. Þarfnast stands. Ekkerf áhv. Verð 2,8 millj. Vitastígur Hf. Mjög skemmtil 72 fm 2ja-3ja herb. risíb. Mikið endurn. Verð 3,2 millj. Miðvangur. Mjög falleg 65 fm 2ja herb. íb. á 5. hæð. Verð 3 millj. Öldugata-Hf. Mjög falleg 62 fm 2ja herb. efri hæð. Verð 2,9 millj. Álftanes. 1442 m2eignarlóð. Teikná ca 1402 einb.húsi geta fylgt. Verð: Tilboð. Sölumaður: Magnús Emilsson, kvöldsfmi 53274. Lögmenn: Guðm. Kristjánsson, hdl., Hlöðvar Kjartansson, hdl. 2

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.