Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 17.03.1988, Blaðsíða 11

Fjarðarpósturinn - 17.03.1988, Blaðsíða 11
fiunnar Rafn Sveinbjömsson, bajamtari, vegna Landleiða:_ „Framkvæmdastjóri Landleiða ruglar saman ólíkum hlutum" Vegna viðtals við Ágúst Hafberg, framkvæmdastjóra Landleiða i síðasta tölublaði, sem tekið var í framhaldi af lesendabréfi í Fjarðar- póstinum í næstsíðasta tölublaði, var haft samband við bæjaryfirvöld. Gunnar Rafn Sveinbjörnssonar bæjarritari varð fyrír svörum og hafði eftirfarandi að segja: „Framkvæmdastjóri Landleiða, Ágúst Hafberg, bendir á, að Hafnarfjarðarbær leggi ekki fjár- magn til aksturs Landleiða og nefnir til samanburðar, að Reykja- víkurborg leggi um 200 milljónir króna til strætisvagnaþjónustu sinnar. Parna ruglar framkvæmda- stjórinn saman ólíkum hlutum. Landleiðir hafa sérleyfisrétt á leiðinni Hafnarfjörður/Reykja- vík. Hér er um að ræða sams kon- ar sérleyfi og gildir til dæmis á leiðinni Reykjavík/Akureyri. Sérleyfi af þessu tagi eru veitt af samgönguráðuneytinu samkvæmt lögum um fólksflutninga með langferðabifreiðum og hafa bæjaryfirvöld í Hafnarfirði ekkert með þá leyfisveitingu að gera. Þá gerir framkvæmdastjórinn að umtalsefni umræður um heild- arskipulag almenningssamgangna á öllu höfuðborgarsvæðinu. Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði eru mjög áfram um, að unnið verði að slíkri heildarskipulagningu og hafa þau tekið þátt í viðræðum þar um af fullum heilindum. Hins vegar hafa bæjaryfirvöld bent á, að það torveldaði slíka heildar- skipulagningu að í gildi væri, - reyndar til fimm ára í senn,- sér- leyfi á leiðinni Hafnarfjörður/ Reykjavík. Varðandi skólaaksturinn er rétt að benda á, að sá akstur var boð- inn út síðast liðið haust, eins og gert hefur verið áður. Tilboð Landleiða var talið of hátt af bæjaryfirvöldum og samið við annan aðila. Framkvæmdastjór- inn getur orðað þetta svo, að Landleiðir hafi misst spón úr aski sínu, en rétt er að undirstrika, að sérleyfið Hafnarfjörður/Reykja- vík og akstur skólabarna í grunn- skólum Hafnarfjarðar er sitt hvað. Rétt er það hjá fram- kvæmdastjóranum hins vegar, að illt er að sjá hvers vegna ekki er hægt að koma á samvinnu þeirra aðila, sem þennan akstur annast, það er Jóns Gestssonar og hans sjálfs. Reyndar enn verra, að þeir skuli ekki hafa frumkvæði að því sjálfir. - Eru þetta ekki sameigin- legir hagsmunir? Pá kemur að því atriði, að ekki hafi verið hugsað fyrir almenning- ssamgöngum um öll hverfi bæjar- ins, þá er það rétt. Spyrja má þá á móti, hvort og þá hvar gert hafi verið ráð fyrir slíku, sérlega í eldri hverfum þeirra staða, sem hafa strætisvagnaþjónustu. Málið er auðvitað það, að með góðum vilja og útsjónarsemi er hægt að leysa mál af þessu tagi. Framkvæmdastjórinn getur þess, að hann sé ætíð til viðtals um lagfæringar og breytingar, en til þess yrðu bæjaryfirvöld að hafa samband við hann. Eins og ráða má af ofansögðu, hefur Hafnarfjarðarbær því mið- ur mest lítið með sérleyfismál að gera. Sérleyfið veitir ríkisvaldið og sér þá einnig um, að uppfyllt séu þau skilyrði sem slíkum leyf- um eru háð. Bæjaryfirvöld eru sannarlega í forsvari fyrir bæjar- búa í öllum góðum málum og þau geta þess vegna beint tilmælum og farið þess á leit við Landleiði að ferðum verði fjölgað um helming; nýj ir vagnar teknir í notkun; tekn- ar verði upp ferðir í Setberg og önnur hverfi í bænum, en þau geta ekki svipt Landleiði sérleyfinu. í sjálfu sér ættu bæjaryfirvöld ekki að þurfa að hafa afskipti af þjón- ustu Landleiða, sem hafa sérleyfi (einkaleyfi) á umræddri leið. Þar ættu Landleiðir að nægja óskir og þarfir viðskiptavinanna, enda tóku Landleiðir upp hjá sjálfum sér að breyta leiðum síðast. Trú- lega hafa þeir gert það vegna þeirra viðskiptavina, sem enn sjá sér hag í því að notfæra sér þjón- ustu þeirra. Einn vagna Landleiða. IFHJÍDII --FM 87.7— Fimmtudagurinn 17. marstil miðvikudagsins 23. mars. Fimmtudagurinn 17. mars Kl. 10.00 „Við Lækinn í 60 ár“. Nemendur lækjarskóla. Kl. 16.00 Vinnustaðaheimsókn Kl. 16.30 Útvarpsklúbbur Öldutúnsskóla Kl. 17.00 Fréttir Kl. 17.30 Sjávarpistill Kl. 18.00 Fréttir Kl. 19.00 Dagskrárlok Föstudagurinn 18. mars Kl. 10.00 „ViðLækinn í 60 ár”. Nemendur Lækjarskóla Kl. 16.00 Vinnustaðaheimsókn Kl. 16.30 Útvarpsklúbbur Lækjarskóla Kl. 17.00 Fréttir Kl. 17.30 Sjávarpistill Kl. 18.00 Fréttir Kl. 19.00 Dagskrárlok Laugardagurinn 19. mars Kl. 10.00 „Við Lækinn 160 ár". Hátíðar- dagskrá I tilefni af 60 ára afmæli Lækjarskóla Kl. 15.00 Dagskrárlok Sunnudagurinn 20. mars Kl. 16.00 Vinnustaðaheimsókn Kl. 16.30 Útvarpsklúbbur Víðistaðaskóla Kl. 17.00 Fréttir Kl. 17.30 Sjávarpistill Kl. 18.00 Fréttir Kl. 19.00 Árshátíðarútvarp Grunnskól- anna KL. 21.00 Árshátíðarútvarp Flensborgar- skóla Kl. 00.00 Dagskrárlok Þriðjudagur 22. mars Kl. 16.00 Vinnustaðaheimsókn Kl. 16.30 Þátturfyriryngstuhlustendurnar Kl. 17.00 Fréttir Kl. 17.30 Sjávarpistill Kl. 18.00 Fréttir Kl. 19.00 Árshátíðarútvarp Grunnskól- anna Kl. 21.00 Árshátíðarútvarp Flensborgar- skólans Kl. 00.00 Dagskrárlok Miðvikudagur 23. mars Kl. 16.00 Vinnustaðaheimsókn Kl. 17.00 Fréttir Kl. 17.30 Sjávarpistill Kl. 18.00 Fréttir Kl. 18.10 Útvarpsklúbbur Flensborgar- skólans Kl. 19.00 Árshátíðarútvarp Flensborgar- skólans Kl. 21.00 Árshátíðarútvarp Flensborgar- skólans Kl. 00.00 Dagskrárlok HVAÐ FINNST ÞER? - Hvernig líst þér á, að fá ann- að álver í Fjörðinn? Sigurbjört Þórðardóttir, skrif- stofustjórí Fjarðarkaupa: „Mér líst vel á það, það veitir atvinnu. Enn ef það veldur mengun, eins og var t.d. vandamálið fyrst með ÍSAL, þá líst mér ekki á það“. Ríkhaður Magnússon, sendi- herra bæjarskrífstofanna: „Ljóm- andi vel. Það veitir fleiri atvinnu- tækifæri. Ég sé ekkert neikvætt við það.“ Gunnar Stefánsson, fram- reiðslumaður (fæddur Hafnfirð- ingur, jió hann búi nú í Reykja- vík):„Eg tel nauðsynlegt, að sér- staklega vel verið haldið á meng- unarmálum í sambandi við nýtt álver. Þau virðast vera vandamál alls staðar í heiminum og því tel ég stórmál að fylgjast vel með því. Hvað atvinnu viðvíkur, þá er nýtt álver af hinugóða. Brynja Árnadóttir, gangavörð- ur Lækjarskóla: Ég tel það gott fyrir atvinnulífið. Varðandi mengunarhættuna þá er Hafnarf- jörður alltof fallegur bær til að bjóða hættunni heim hvað meng- un varðar. Því verður að gæta vel að.“ 11

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.