Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 29.03.1988, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 29.03.1988, Blaðsíða 4
FJflRDflR piatwtvt Ritstjóri og ábm.: Fríöa Proppé Auglýsingastjóri: Gunnar Sveinbjörnsson Framkvæmdastjóri: Siguröur Sverrisson Ljósmyndir: Fjarðarpósturinn og Róbert Ágústsson Setning, umbrot, filmuvinna og prentun: Borgarprent Útlit: Fjarðarpósturinn Útgefandi: Árangur hf. - almannatengsl og útgáfustarfsemi. Skrif- stofa Fjarðarpóstsins er að Reykjavíkurvegi 72 og er opin alla virka daga frá kl. 10-17. Símar 651745 og 651945 (símsvari eftir lokun skrif- stofu). Innan fjögurra veggja Heimilislæknar á Heilsugæslustöðinni líkja ástandi því sem skapast innandyra við lagfæringar á húsi Sparisjóðs- ins við Hafnarfjarðarbrandara af verstu tegund. - Loft-, Ijós- og plássleysi, segja þeir og lái þeim hver sem vill, að þeir telja ógjörlegt að reka læknastofur við þau skilyröi. Þrír heimilislæknar og ungbarnaeftirlit eru í þeim hluta hússins þar sem rífa á niður gaflinn og er hugmyndin sú, að setja upp bráðabirgðavegg innan hans á meðan á fram- kvæmdum stendur. Niðurrifið og bygging nýs veggjar mun taka nokkra mánuði. Greinir sparisjóðsstjóra og læknana á um í viðtali í blaðinu, hvort lausn hefur fundist á hvernig starfrækslunni verður háttað á meðan. Þeir sem þekkja til húsakynna heimilislæknanna og njóta þjónustu þeirra eru áreiðanlega velflestir á einu máli um, að plássið er ekki of stórt fyrir. Þá er erfitt að hugsa sér lækna leiðbeina fólki um hollustu og betri lifnaðarhætti í loft- og Ijósleysi innan fjögurra gluggalausra veggja, hvað þá undir dyn hamars- og borhljóða. Samkvæmt því sem fram hefur komið, er erfitt að skella skuldinni á Sparisjóðinn. Hann er einfaldlega aö vinna að nauðsynlegum viðgeröum á húsi sínu. Þá er leigusamning- ar við heilsugæslustöðina löngu útrunnir og flutningur stöðvarinnar í nýtt húsnæði að Sólvangi ennfremur löngu tímabær. Það eru bæjaryfirvöld sem sofnað hafa á verðinum í þessu máli að mati Fjarðarpóstsins. Mánudaginn 1. febrúar sl. kom stjórn heilsugæslustöðvarinnar saman og sendi frá sér yfirlýsingu til bæjaryfirvalda þar sem tilkynnt var að starfsemi heilsugæslustöðvarinnargæti ekki haldið áfram í húsnæðinu á meðan á endurbyggingunni stæði. Var þeim tilmælum beint til bæjarstjóra, að hann tæki upp viðræður við Sparisjóðinn um að framkvæmdunum yrði frestað þar til starfsemi Heilsugæslustöðvarinnar hefði flutt í nýbygging- una við Sólvang. Ekki er því hægt að kenna því um að fyrirvari sé skammur og ennfremur eru leigusamningar löngu útrunnir, eins og að framan greinir. Lausnir á þessu máli liggja ekki fyrir, þegar þetta er ritað, en Ijóst að bæjaryfirvöld verða að leysa málið hið snarasta. Örþrifaráð hlýtur að vera að færa starfsemina að hluta í annað húsnæði til bráðabirgða, enda telja læknar stöðvar- innar slíkt óframkvæmanlegt með öllu, bæði vegnatruflana á starfseminni og kostnaðarlega. Útboð hefur farið fram vegna síðasta hluta framkvæmda við Sólvang. lönaðarmenn virðast oft vinna best undir tíma- pressu. - Kannski væri hægt að drífa lokaframkvæmdir við Sólvang af á skömmum tíma, ef vilji og peningar væru fyrir hendi. Dæmi þessu máli til stuðnings er nýja félagsmiðstöðin. Fjarðarpósturinn leit þar inn á hádegi deginum áður en hún var vígð. Þótti með ólíkindum, að hún yrði tilbúin daginn eftir, sem þó varð raunin á. Þar var heldur ekki að sjá að peninga skorti til framkvæmda. Félagsmiðstöðin er alls góðs makleg en heilsugæslustöðin hlýtur að teljast for- gangsverkefni miðað við núverandi stöðu mála. ORÐABELGUR: Gerið eitthvaö í biðskýla- málunum og þaó strax Kona á Krókahrauni hringdi: Mikið hefur verið ritað og rætt um þjónustu Landleiða að undan- förnu og finnst sumum að nú sé nóg komið. Ekki get ég tekið und- ir það, því á meðan „göt“ eru í þjónustu Landleiða, mun málið verða ■ brennidepli. Ekki ætla ég að minnast á leiðakerfi vagnanna sem vissulega skiptir máli, heldur annað atriði sem ennfremur verð- ur að vera í góðu lagi. Hér á ég við aðbúnað farþeg- anna á viðkomustöðum vagn- anna, svonefndar stoppistöðvar. Víðast hvar eru biðskýli út um borg og bý og þjóna sínu hlutverki með sóma. En á nokkrum stöðum vantar biðskýli og ætti ekki að vera mikið mál að kippa því í lag en það virðist vera öðru nær. I landi þar sem veðurfar er æði mis- jafnt og jafnan slæmt meirihluta ársins, ætti að vera biðskýli á hverri einustu viðkomustöð strætisvagna svo farþegar séu ekki frosnir í hel eða hundblautir, loks- insjjegar vagnarnir birtast. A endastöð Landleiða í Reykja- vík er aðstaðan fyrir neðan allar hellur. Umrædd endastoo er í Lækjargötu gegnt Iðnaðarbank- anum og þar mega farþegar húka undir berum himni og eiga von á alls kyns veðrum og vindum. Vissulega getur fólk beðið í and- dyri Iðnaðarbankans, kynni ein- hver að segja, en fyrir eldra fólk er það enginn hægðarleikur að klöngrast framhjá bílum og fjór- um mikið eknum akgreinum, þeg- ar vagninn birtist. Taki fólk annan kost og bíði í sjoppunni á Skál- holtsstíg, á það á hættu að missa af vagninum því ekki sést til vagns- ins úr sjoppunni. í Reykjavík vinna fjölmargir Hafnfirðingar, auk allra hinna sem eiga þangað erindi af ein- hverju tagi og umrædd endastöð farþega Landleiða, þjónar stórum hópi fólks. Á mcstu annatímum má sjá þar 25-30 manns en ekkert biðskýli og heldur skýtur það skökku við á meðan biðskýli eru reist annars staðar þar sem gegn- umstreymi farþega er mun minna. Ekki veit ég hvort Landleiðir eða aðrir aðilar eru ábyrgir fyrir þessu óviðunandi ástandi en hverjir svo sem það eru. í guðs bænum, gerið eitthvað í málinu og það strax. Bókanir í bæjanáði vegna Vitans: Lýsa ánægiu meö hina nýju adstöðu æskunnar - Jóhann G. Bergþórsson óskar endanlegs kostnaóaruppgjörs Bókanagleði var mikil á síðasta bæjarráðsfundi vegna vígslu nýju félagsmiðstöðvarinnar. Þá óskaði einn bæjarráðsfulltrúinn, Jóhann G. Bergþórsson Sjálfstæðisflokki, eftir endanlegu kostnaðaruppgjöri vegna framkvæmda við miðstöðina, sem hlotið hefur nafnið Vitinn, eins og við greindum frá í sl. tölublaði. Meirihluti bæjarráðs lagði fram eftirfarandi bókun, sem Ólafur Proppé, sem er áheyrnarfulltrúi frá Frjálsu framboði, tók undir: „Bæjarráð Hafnarfjarðar fagnar opnun nýrrar glæsilegrar félags- miðstöðvar sl. sunnudag fyrir æsku bæjarins að Strandgötu 1 og vonar, að þar megi í framtíðinni dafna lífleg og gagnleg starfsemi. “ Minnihlutinn, bæjarráðsmenn’ Sjálfstæðisflokksins bókuðu: „Við lýsum ánægju okkar yfir að æsku Hafnarfjarðar skuli sköpuð aðstaða til skemmtunar og tóm- stundaiðkunar og látum í ljósi þær óskir, að vel megi til takast um alla starfsemi í félagsheimilinu Vitanum. Um leið sjáum við ástæðu til að árétta enn einu sinni gagnrýni okkar á það, hvernig að kaupum á húsnæðinu að Strandgötu 1 var staðið, bæði hvað snertir verð og fleira. ítrekum við þá skoðun okkar, að stefna beri að því að byggja nýja félagsmiðstöð fyrir æskulýðs- starfsemi, sem fram fer á vegum bæjarins á svæðinu á milli Þjóð- kirkjunnar og íþróttahússins við Strandgötu, samanber fyrirliggj- andi skipulag.“ í ræðu bæjarstjóra, Guðmund- ur Árna Stefánssonar, við vígslu Vitans kom fram, að kaupverð húsnæðisins við Strandgötu 1, var 10 millj. kr. ogtaldi hann kostnað við endurbætur nema svipaðn upphæð, en það þýðir að hver fer- meter leggur sig á um 40 þúsund krónur. Að sögn bæjarritara, Gunnars RafnsSigurbjörnssonar, er fljótlega að vænta heildarniður- stöðu kostnaðar við endurbæturn- ar. GLEÐILEGA PÁSKA! HAGVIRKI Skútahrauni 2 - Hafnarfirði - Sími 53999 4

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.