Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 29.03.1988, Blaðsíða 16

Fjarðarpósturinn - 29.03.1988, Blaðsíða 16
BflRDffi wÉmpóstúnM FLUTNINGUR ER OKKAR FAG EIMSKIP VÖRUAFGREIÐSLA HAFNARFJARÐARHÖFN SÍMAR 51710 - 52166 - 52876 Arekstrahrina í Firð- inum undanfama daga Mikið hefur verið um árekstra síðustu vikuna, að sögn lög- reglunnar. Okumenn og farþegar hafa þó sloppið furðanlega vel miðað við tjón á bifreiðum. Laust fyrir helgi varð árekstur milli öskubíls og fólksbíls á gatnamótum Hjalla- brautar og Reykjavíkurvegar. Töldu báðir ökumennirnir að þeir hefðu ekið yfir á grænu ljósi. Ekki urðu slys á mönnum. Á gatnamótum Flatahrauns og Reykjanesbrautar rákust tvær bifreiðar framan á hvor aðra í fyrrakvöld um kl. 23.30. Var þar um að ræða jeppa- bifreið og fólksbifreið. Var höggið það mikið við árekst- urinn, að sæti bifreiðarinnar rifnuðu upp og köstuðust fram í rúðu. Sluppu menn ómeiddir að undanskildu mari og skrámum. Þá fór fólksbifreið að gerð- inni Merzedes Benz út af Reykjanesbraut í gærmorgun. Valt bifreiðin og er mikið skemmd. Ökumaðurinn, sem kvaðst hafa misst stjórn á Eins og kom fram í frétt Fjarð- arpóstsins umþessa bita, þá hafa þeir legið á Oseyrarbryggju allt frá 15. febrúar sl. engum til ánægju, né er af þeimbæjarprýði. Bitarnir verða reknir niður í Reykjavíkurtjörn við upphafs- framkvæmdir að nýju ráðhúsi. Fjarðarpósturinn sagði þá enn- fremur frá því, að hafnarstjórn hafi tekið málið til umfjöllunar og farið fram á við borgaryfirvöld að bílnum, kvartaði undan meiðslum á hálsi. Auk þessara árekstra er greint frá þremur öðrum inni í blaðinu, þ.á.m. árekstri þar sem lögreglubifreið átti í hlut. Haukamir í úrslitin Muukar tryggðu sér 3. sætið í deildakeppninni í körfuknattleik með stórsigri á Breiðabliki, 141: 78, á sunnudagskvöld. Um leið vann liðið sér rétt til þess að leika í undanúrslitum um íslandsmeist- aratitilinn. Haukar hlutu 20 stig, jafnmörg og Valsmenn. í innbyrðis viður- eignum liðanna var staðan jöfn en Haukar standa betur að vígi þegar heildarskor er lagt saman. Ekki mátti þó tæpara standa því munurinn er aðeins ein karfa, eða 2 stig. f undanúrslitunum mæta Haukar Keflvíkingum en Valsmenn leika gegn Njarðvíkingum, sem eru núverandi íslandsmeistarar. Davíð Oddsson, borgarstjóri: „Flyt stálið eftir páska" „Hafnaryfirvöld í Hafnarfirði tjáðu mínum mönnum, að stálbitarnir væru ekkert vandamál. Ef þeir er fyrir einhverjum þá get ég flutt þá strax. Framkvæmdir við ráðhúsið hefjast í kringum 15. apríl og ég hafði hugsað mér að flytja stálbitana eftir páska", sagði Davíð Odds- son borgarstjórí, er Fjarðarpósturinn spurði hann fyrir helgi, hvenær hann ætlaði að fjarlægja stálbitana af Oseyrarbryggju. Kaupfélagið sameinast KRON Kaupfélag Hafnfírðinga sam- einast væntanlega Kaupfélagi Reykjavíkur og nágrennis, KRON, á næstunni. Sameiningin er á dagskrá aðal- funda 1. og 2. deilda Kaupfélags- ins, sem haldnir verða n.k. mið- vikudag. Síðan er fyrirhugað að ganga frá sameiningunni, ef sam- þykkt verður, á aðalfundi Kaup- félagsins 13. apríl n.k. Kaupfélagið og KRON hafa þegar mikla samvinna, reka t.d. sameiginlega Miklagarð o.fl., þannig að hér yrði um að ræða formlegan frágang á áorðnu sam- starfi. þau fjarlægðu bitana. Davið Oddsson sagði einnig, að ástæða þess, að hann hefði ekki fjarlægt stálbitana fyrr væri m.a. sú, að þeir væru þungir og fyrir- ferðarmiklir í flutningi. Davíð sagði að lokum: „Hafnfirðingar sögðu okkur að það væri allt í lagi að bitarnir yrðu þarna fram yfir páska þar sem það kemur í veg fyrir að við þurfum að tvíflytja þá.“ Sparkvissar lögg- ur í Hafnarfirði Hafnfírskir lögregluþjónar komu, sáu og sigruðu á innanhúss- knattspyrnumóti lögreglumanna sem haldið var a Akranesi um helgina. Þrettán lið tóku þátt í tveggja daga baráttu um Islands- meistaratignina og að sjálfsögðu sigruðu löggurnar úr Firðinum með glæsibrag. Samkvæmt heimildum Fjarðarpóstsins á Akranesi höfðu lög- reglumennirnir úr Hafnarfirði tögl og hagldir á mótinu og leiddu strax frá upphafi. Þegar kom að síðasta leiknum skipti engu hvort hann ynnist eða tapaðist svo okkar menn leyfðu löggunum ofan af Keflavíkurflugvelli að vinna 1 : 0. Ein styrkasta stoð Hafnarfjarðarliðsins, Hannes Leifsson, var að láta sér nægja að keppa aðeins fyrri daginn þar sem hann átti að leika með Fram í undanúrslitum bikarsins í handknattleik á sunnu- dagskvöld en stöðu hans tók ekki lakari maður, nefnilega Gissur Guðmundsson. Hélt hann liðinu á floti þrátt fyrir „vægt agabrot" kvöldið áður. Meðfylgjandi mynd var tekin af hinum sparkvissu hafnfirsku lögreglumönnum er sigurinn var í höfn. Stálið hans Davíðs liggur enn á hafnarbakkanum en virðist vera þar meðfullu samþykki hafnaryfirvalda að því er borgarstjórisegir sjálfur. Verðlauna- krossgáta Fjarðar- póstsins Fjarðarpósturinn birtir á bls. 10 í blaðinu í dag stóra páska- krossgátu, sem lesendur blaðs- ins geta spreytt sig á yfir hátíð- ardagana sem nú fara í hönd. í tilefni páskanna hefur Fjarðarpósturinn ákveðið að veita verðlaun fyrir réttar lausnir á gátunni. Frestur til að skila inn lausnum er til 15. apríl og verða þrjú nöfn dregin út úr réttum lausnum sem berast. Vinningurinn er ókeypis áskrift að Fjarðarpóstinum út þetta ár. Askrifendasöfnun er hafin! Vinsamlegast hringiö í síma651745 eða 651945 (símsvari eftir lokun skrifstofu) og tryggið ykkur Fjarðarpóstinry í áskrift strax eftir páska.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.