Fjarðarpósturinn - 20.04.1988, Blaðsíða 9
Viðmœlendur Fjarðarpóstsins, þau Páll, Emilía og Þorsteinn.
Flensborgarkórinn með merkjasölu
til fjáröflunar Ítalíufarar
Meðlimir Flensborgarskóla
ætla á morgun, Sumdardaginn
fyrsta, og næstu daga að ganga
í hús í Firðinum og selja
bæjarbúum lítið snoturt
merki, sem kórinn hefur látið
útbúa. Um er að ræða skjald-
armerki Hafnarfjarðar í nýj-
um búningi, blátt og gyllt á
hvítum grunni. Merkjasalan
er stærsti liðurinn í fjáröflun
kórsins fyrir væntanlega Ital-
íufcr í ágúst.
Fjarðarpósturinn hitti þrjá kór-
meðlimi að máli í vikubyrjun, þau
Emilíu Þorsteinsdóttur, Pál Jak-
ob Malmberg, formann kórsins,
og Þorstein Kristinsson, gjaldkera
hans. Að sögn þremenninganna
er förinni heitið til Ítalíu, þar sem
sóttur verður heim þarlendur kór,
sem Flensborgarar kynntust á
kóramóti í Luzerne í Sviss í fyrra.
Verður gist í heimahúsum en
engu að síður kostar ferðin sitt og
það er einmitt ástæða þess að
krakkarnir eru að selja umrætt
merki. Hafa þau að markmiði að
banka upp á í öllum húsum í bæn-
um til þess að bjóða það til sölu.
Verð merkisins er krónur 200.
Starfsemi Flensborgarkórsins
hefur verið nokkuð öflug í vetur
og er kórinn óneitanlega sá hlekk-
ur í tónlistarlífi Flesnborgarskóla
Vinningar í vor-
happdrætti FH
Dregið hefur verið í vorhapp-
drætti F.H. Vinningar komu á
eftirtalin númerrl) 2246, 2) 2653,
3) 2430, 4) 943, 5) 942. (Birt án
ábyrgðar)
Útvarpió á
tíðni91,7
Sú breyting verður á senditíðni
Útvarps Hafnarfjarðar þann 1.
maí næstkomandi að sent verður
út á FM 91,7 í stað FM 87,7 eins
og verið hefur. Að sögn for-
ráðamanna stöðvarinnar er breyt-
ingin til þess að ná fram betri
útsendingu en verið hefur. Vegna
þrengsla í Fjarðarpóstinum í dag
er ekki unnt að birta dagskrá
Útvarps Hafnarfjarðar næstu vik-
una, en bent er á að sent er út á
morgun, Sumardaginn fyrsta, frá
kl. 16-19.
sem mest ber á. Tæplega 40
manns eru skráðir félagar en þre-
menningamir sögðust eiga von á
að um 30 manns færu í Ítalíuferð-
ina. Stjórnandi kórsins er Margrét
Pálmadóttir.
Bókavörður
Bókasafn Hafnarfjarðar óskar að ráða starfsmenn í
eftirtalin störf:
1. Bókavörð í 1 /2 starf
2. Aðstoðarmann í hlutastarf í tónlistardeild
3. Bókavörð í fullt starf til sumarafleysinga
Umsóknir berist til Bókasafnsins fyrir 5. maí.
Nánari upplýsingar gefur yfirbókavörður í síma
50790
BÓKASAFN HAFNARFJARÐAR
VÍÐISTAÐAKIRKJA
Sumardagurinn fyrsti:
Skátaguðsþjónusta kl. 11. Ounnar
Eyjólfsson, skátahöfðingi, predikar.
Skátar leiða söng. Organisti: Quðni Þ.
Quðmundsson. Almenn guðsþjónusta
kl. 14. KórVíðistaðasóknarsyngur. Org-
anisti: Kristín Jóhannesdóttir. Sumar-
kaffi systrafélagsins að lokinni guðs-
þjónustu.
SIGDRÐUR H. GUÐMUHDSSON
FRIKIRKJAN
Sumardagurinn fyrsti:
Fermingarguðsþjónustur kl. llogkl. 14
Sunnudagur 24. apríl:
Bamasamkoma kl. 11
EINAR EYJÓLFSSON
HAFNARFJARÐARKIRKJA
Sunnudagur 24. apríl:
Sunnudagaskóli kl. 10.30
Muniðskólabílinn. Quðsþjónusta kl. 14.
GUNNÞÓRINGASON
Tæplega 300 umsóknir
um Í00 íbúðaeiningar
Bæjaryfírvöldum hafa borist á milli 270-280 umsóknir um þær
u.þ.b. 100 íbúðaeiningar sem auglýstar hafa verið lausar til
umsóknar.
Bæjarráð mun væntanlega taka umsóknirnar til fyrstu
umfjöllunar á næsta fundi sínum, sem verður á fimmtudag í næstu
viku.
T Hafnarfjörður
— matjurtagarðar
Leigjendum matjurtagarða í Hafnarfirði tilkynnist
hér með, að þeim ber að greiða leiguna fyrir 1. maí
n.k., ella má búast við að garðlöndin verði leigð
öðrum.
BÆJARVERKFRÆÐINGUR
Fargjaldstyrkir
Umsóknum um fargjaldastyrki fyrir vorönn 1988
skal skila inn eigi síðar en fimmtudaginn 5. maí
næstkomandi.
Umsóknir sem berast síðar verða ekki teknar til
afgreiðslu.
Upplýsingar og umsóknareyðublöð er að fá á
Fræðsluskrifstofu Hafnarfjarðar, Strandgötu 4.
FRÆÐSLUSKRIFSTOFA
HAFNARFJARÐAR
Foreldrar forskóla-
barna skólaárið
1988-1989 athugið!
Börn fædd 1982, sem óskað er eftir að verði í for-
skóladeildum grunnskólanna í Hafnarfirði á næsta
skólaári, á að innrita í viðkomandi skóla mánudag-
inn 25. apríl næstkomandi, símleiðis eða með öðr-
um hættiámilli kl. 13 og 15.30
Símanúmer skólanna eru sem hér segir:
* Lækjarskóli 50185 - 50585 - 51285
* Öldutúnsskóli 50943 - 51546 - 52328
☆ Víðistaðaskóli 52911 - 52912 - 53113
* Engidalsskóli 54432 - 54433
Börn fædd 1982 búsett í Setbergshverfi eða sunn-
an Ásbrautar á að innrita á Fræðsluskrifstofu Hafn-
arfjarðar, Strandgötu 4, mánudaginn 25. apríl. Sím-
inn er 53444.
FRÆÐSLUSKRIFSTOFA
HAFNARFJARÐAR
o