Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 26.05.1988, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 26.05.1988, Blaðsíða 4
EMRDflR, póstunm Ritstjóri og ábm.: Fríöa Proppé Auglýsingastjóri: Gunnar Sveinbjörnsson Framkvæmdastjóri: Sigurður Sverrisson Ljósmyndir: Fjarðarpósturinn og Róbert Ágústsson Setning, umbrot, filmuvinna og prentun: Borgarprent Útlit: Fjarðarpósturinn Útgefandi: Árangur hf. - almannatengsl og útgáfustarfsemi. Skrif- stofa Fjaröarpóstsins er að Reykjavíkurvegi 72 og er opin alla virka daga frá kl. 10-17. Símar 651745 og 651945 (símsvari eftir lokun skrif- stofu). Gleymum ekki gömlum verömætum Glæsileg menningar- og listamiðstöð Hafnfirðinga var opnuð sl. laugardag við Strandgötu 34. Þá var nýverið opnuð ný félagsmiðstöð við Strandgötu, Vitinn. Ekkert hefur verið til sparað til að efla og styrkja menningar- lista- og félagslíf Hafnfirðinga með þessum framkvæmd- um og fylgja hér árnaðaróskir í tilefni af vígslunum. Fyrir þann sem fengið hefur tækifæri til að dást að glæsileika framangreindra bygginga er nöturlegt að koma inn í Lækjarskóla þessa dagana. Tímans tönn virðist óhindrað fá að naga þar alla inniviði og er skiljan- legt, að hálffullorðið fólk, sem situr í efstu bekkjum grunnskólans, skuli finnast það lítið eftirsóknarvert að eyða þar frítímum sínum. Lækjarskóli fagnaði 60 ára starfsferli sínum 2. október sl. Bæjarfélagið fagnar á næstu dögum 80 ára afmæli kaupstaðarréttinda og er til siðs á slíkum tímamótum að líta yfir farinn veg og gera ýmislegt til hátíðarbrigða. Það er auðvelt fyrir alla þá fjölmörgu, sem gengu fyrstu sporin á menntabrautinni í Lækjarskóla, að rifja upp gömlu góðu skóladagana. í skólanum hefur ekkert breyst, gamla sviðið er enn á sínum stað í söngsalnum og jafnvel má finna gamla stafi í hurðakörmum með til- heyrandi hjarta utan um. Jafnvel gólfefnin, eða það sem eftir lifir, eru þau sömu, svo rifja má upp hvert skref í fyllstu orðsins merkingu. Foreldra- og kennarafélagi Lækjarskóla hefur leiðst biðin eftir framkvæmdum í því skyni að gera húsnæðið meira aðlaðandi, enda viðurkennd staðreynd, að fátt heldur ungu fólki betur frá öllu því sem glepur á götunni en gott félagslíf innan veggja skólanna. Félagið hefur því tekið upp á sitt eindæmi að gera gangskör að því að söngsalurinn gamli verði gerður að vistlegu húsnæði fyrir efri bekkinga. Fenginn hefur verið arkitekt sem lagt hefur fram góðar hugmyndir að breytingum. Allt kostar þetta fé og er því leitað til foreldra barna og velunnara skólans og gíróseðlar verið sendir út í þeim til- gangi. Bærinn hefur einnig tekið vel undir beiðni félags- ins um fjárhagslega aðstoð og er það vel. Hafnfirðingar kunna áreiðanlega vel að meta hinar nýju glæsilegu menningar- og félagsmiðstöðvar, en gömul verðmæti mega ekki gleymast í kapphlaupinu. Fjarðarpósturinn tekur undir hvatningarorð stjórnar For- eldra- og kennarafélagsins til velunnara Lækjarskóla, sem fylgir gíróseðlum hennar. Þar bendir hún m.a. á, að aðstaða nemenda sé mörgum árum á eftir sinni samtíð. Ennfremur er minnt á það, hversu þýðingarmikið umhverfið er fyrir afkastagetu fólks. Hafnfirðingar eru að lokum hvattir til að leggja eitthvað af mörkum, sama hversu lítið, því margt smátt geri eitt stórt. Nýútskrifaðir stúdentar frá Flengsborgarskóla. Ljósm. Árni St. 47 stúdentar brautskráóir frá Flensborg: „Öldungur" og mæógur meö bestan námsárangur - Góð gjöf til stofnunar minningarsjóðs Jóns Þórarínssonar Flensborgarskólanum var slitið sl. föstudag, 20. maí, og voru þá brautskráðir 47 stúdentar, fimm nemendur með verslunarpróf og einn með lokapróf af tæknifræðibraut, alls 53 nemendur. Við skólaslitin voru kynnt ákvæði í erfðaskrá Onnu Jónsdóttur Ijósmyndara, sem lést fyrir nokkrum mánuðum, en hún gaf andvirði húseignar sinnar til sjóðsstofnunar til að styrkja efnilega nemendur til framhaldsnáms að loknu prófi frá Flensborgarskólanum. Er sjóðurinn helgaður minningu föður hennar, Jóns Þórarinssonar, sem var fyrsti skólastjóri Flens- borgarskólans. Ársœll Pálsson leikari og lífskúnstner, sem starfað hefur á Hrafnistu allt frá upphafi, var hrókur alls fagnaðar, en hann er hér í rœðustóli. Vorfagnaður á Hrafnistu Vorfagnaður heimilismanna á Hrafnistu var haldinn í fyrri viku. Að sögn Sigríðar Jónsdóttur forstöðukonu er vorfagnaðurinn undir- búinn af starfsfólki og það sér ennfremur um öll skemmtiatriði. Hátt á þriðja hundrað manns skemmti sér konunglega á vorfagnaðinum, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Bestum námsárangri á stú- dentsprófi náðu Guðrún Guð- mundsdóttir, sem útskrifaðist bæði af náttúrufræðabraut og við- skiptabraut með 37 A, 14 B og tvö C, en hún stundaði nám í öld- ungadeild skólans; Þórunn Rakel Gylfadóttir, 30 A, 20 B og eitt C, sem útskrifaðist af náttúrufræða- braut, og móðir hennar, Þórunn S. Ólafsdóttir, sem hlaut 25 A, 14 B og 3 C, en hún útskrifaðist af málabraut og stundaði námið í öldungadeildinni. Skólameistari, Kristján Bersi Ólafsson, skýrði frá því í skóla- slitaræðunni, að nýlega hefði skólanum borist tilkynning um innihald erfðaskrár Ónnu Jóns- dóttur, ljósmyndara, sem lést fyr- ir nokkrum mánuðum. þar var ákvæði um að selja skyldi húseign Önnu að Austurgötu 28 í Hafnar- firði og leggja andvirðið í sjóð, er nefnist Fræðslusjóður Jóns Þórar- inssonar. Hlutverk sióðsins er að styrkja til framhaldsnáms efnilegt námsfólk, sem lokið hefur námi við Flensborgarskólann. Verður sjóðnum bráðlega sett skipulags- skrá, en hann á að vera í umsjá skólanefndar skólans. Auk skólameistara tóku til máls við skólaslitin Guðrún Ingadóttir, fulltrúi 50 ára gagnfræðinga; Ólaf- ur Thordarsen, fulltrúi 40 ára gagnfræðinga; og Árni M. Mat- hiesen, fulltrúi 10 ára stúdenta, og færðu þau öll skólanum gjafir. Einnig talaði fulltrúi nýstúdenta, Valdimar Svavarsson og kór Flensborgarskólans söng við athöfnina undir stjórn Margrétar Pálmadóttur. Áskriftarsími 65 17 45 og 65 19 45 (símsvari) 4

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.